Rick Santorum, helsti keppinautur Mitt Romney um útnefningu sem forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka. Þessu greindu Bandarískir fjölmiðlar frá fyrir stundu. Ástæðan mun vera alvarleg veikindi þriggja ára dóttur hans.
