Munið þið hana mömmu mína Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2012 09:32 Sumt má helst ekki tala um. Einhverra hluta vegna virðist fólk sem velur að taka líf sitt falla í þann flokk. Eins og mamma mín. Það virðist líka vera þannig að fólk sem velur þessa leið séu þau einu sem dæmd verða af dauða sínum fremur en lífi. Ég get sagt ykkur það að mamma mín var ekki bara konan sem á endanum valdi sjálf að deyja. Hún var kona átti sína gleði og sínar sorgir, kona sem átti sína góðu tíma og kona sem háði sínar baráttur, rétt eins og við öll sem göngum um á þessari jörð. Ég vil að hennar verði minnst fyrir lífið sem hún átti en ekki dauðann sem hún valdi og það sama á við um alla þá sem valið hafa þessa leið. Ég féll sjálf í gryfjuna, án þess að gera mér ljósa grein fyrir því þar sem ég ákvað strax að gera alls ekkert leyndarmál úr því hvernig hún kvaddi. Það varð samt þannig að dauði hennar var ekki tabú, heldur hún og lífið hennar. Í dágóðan tíma minntist ég ekki á mömmu. Það talaði enginn um hana, ekki við mig í það minnsta. Hún varð að einhverri óþægilegri þögn og samúðarfullu augnaráði sem tók mig tíma að verða ekki reið yfir. Ég upplifði mig sem dóttur konunnar sem framdi sjálfsmorð og fannst ég dæmd og hræddist að eiga erfitt uppdráttar í kúli með þessa sögu sem allt í einu skilgreindi ekki bara hana heldur mig líka. Ég hef lært að aðgreina meðaumkun frá samúð. Fólk vill almennt vel en stundum vitum við ekki hvernig við eigum að haga okkur. Sennilega er heldur ekkert eitt rétt í þeim efnum. Það var skrýtin stund þegar ég áttaði mig á gryfjunni minni. Ég var stödd á öldurhúsi með vinkonu minni á uppeldisstað mömmu og til okkar kom einn öðlingur bæjarins, heilsar okkur hress í bragði, víkur sér að vinkonu minni og segir „Ég var vinur mömmu hennar, hún var frábær kona." Þarna hátt í þremur árum frá dauða mömmu leið mér eins og ég hefði verði slegin utan undir með þessari indælu athugasemd. Ég held að utan minna nánustu hafi hreinlega enginn sagt eitthvað svona fallegt um mömmu við mig, svona átakalaust og eðlilega. Það varð opinberun inni í mér. Ég skyldi minnast hennar fyrir lífið en ekki dauðann. Ég byrjaði þarna að tala um hana aftur. Fyrst var það oft vandræðalegt og ég var hreinlega ryðguð í að tala um hana og líka þegar ég fór að tala um hana eins og það væri eðlilegasti hlutur í heimi (sem það er) þá brá fólki oft og ekki ég heldur hinir urðu vandræðalegir. Það gerist stundum enn og það er allt í lagi. Það er allt í lagi því ég geri mér grein fyrir að fyrir sumum er ég hreinlega að brjóta niður múra, að tala um konu sem framdi sjálfsmorð eins og hún hafi ekki eytt öllu lífi sínu í eymd og volæði, heldur eins og konu, sem hreinlega er ekki frábrugðin öðru fólki. Svona eins og snjókornin, öll eru þau jú snjókorn en hvert um sig töfrandi einstaklingur - það á líka við um fólk sem velur sjálft að deyja. Mamma var enginn dýrlingur. Frekar en nokkur annar. Ég er búin að lifa nógu lengi til að gera mér grein fyrir að það á ekki við um fólk. Ekki einu sinni Nelson Mandela. Við erum fólk; breysk og mannleg, sífellt að reyna að ná tökum á leiknum sem lífið er. Allir eiga sínar sterku og veiku hliðar í þeim leik. Mamma hefði sennilega fengið hláturskast ef einhver hefði innt að því við hana í lifanda lífi að hún væri slíkur. Ég get samt sagt ykkur að hún mamma mín var verulega góð kona, ég er líka búin að lifa nógu lengi til að átta mig á því. Hún var blíð og góð og skemmtileg. Mamma var mikil handverkskona og blessunarlega á ég dásamlega fallega hluti eftir hana sem minna mig reglulega á hana. Ég vildi ekki vera án þessara fallegu minnisvarða þó það séu stærri hlutir sem verða ekki vegnir eða mældir sem minna mig enn frekar á hana. Eins og hlýjan og blíðan sem hún arfleiddi mig að, sem og gleðin og þessi eilífa árátta til að sjá ljósu punktana í tilverunni. Mamma kenndi mér að leggja rækt við innistæðuna, að við ættum stóra hluti inn í okkur en ekki í kringum okkur. Mamma elskaði mig undurheitt, það fékk ég að vita, sem mér skilst að sé hreint ekki sjálfsagt. Mamma var svo stolt af hversdagslegum afrekum mínum að ég gat heyrt röddina brotna upp af stolti þegar hún talaði um það. Mömmu fannst ég líka góð og allra góðra gjalda verð. Ekki afþví ég átti svo flotta dragt eða töff sófasett heldur afþví að hún elskaði mig heitt fyrir það eitt hvaða manneskju ég hef að geyma og fannst ég frábær. Orð geta ekki lýst hversu stór þessi fjársjóður er sem hún gaf mér einfaldlega með ást sinni og hlýju og færni hennar í að gefa af sér. Mamma átti lifandis býsn af ljósi en hún átti líka dágóða summu af myrkri, sem smátt og smátt breiddi sig yfir líf hennar líkt og þegar tússlit er tyllt á servéttu. Hún valdi að deyja. Ég er í ferli að setja myrkrið hennar í sköpun líka, en í dag vil ég mæra hana fyrir ljósið - ljósið sem lifir og mun lýsa mér um ókomin ár - syni mínum líka þó hann hafi ekki hitt hana. Hann fær að heyra um Sjöfn ömmu engil, sem var góð kona. Í dag 19.mars hefði mamma orðið sextug, ég mun fagna lífi hennar í dag og gleðjast yfir því að hafa fengið hana og enga aðra að móður, því eins og góður maður sagði mér þá var hún frábær! Anna Sigríður Ólafsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sumt má helst ekki tala um. Einhverra hluta vegna virðist fólk sem velur að taka líf sitt falla í þann flokk. Eins og mamma mín. Það virðist líka vera þannig að fólk sem velur þessa leið séu þau einu sem dæmd verða af dauða sínum fremur en lífi. Ég get sagt ykkur það að mamma mín var ekki bara konan sem á endanum valdi sjálf að deyja. Hún var kona átti sína gleði og sínar sorgir, kona sem átti sína góðu tíma og kona sem háði sínar baráttur, rétt eins og við öll sem göngum um á þessari jörð. Ég vil að hennar verði minnst fyrir lífið sem hún átti en ekki dauðann sem hún valdi og það sama á við um alla þá sem valið hafa þessa leið. Ég féll sjálf í gryfjuna, án þess að gera mér ljósa grein fyrir því þar sem ég ákvað strax að gera alls ekkert leyndarmál úr því hvernig hún kvaddi. Það varð samt þannig að dauði hennar var ekki tabú, heldur hún og lífið hennar. Í dágóðan tíma minntist ég ekki á mömmu. Það talaði enginn um hana, ekki við mig í það minnsta. Hún varð að einhverri óþægilegri þögn og samúðarfullu augnaráði sem tók mig tíma að verða ekki reið yfir. Ég upplifði mig sem dóttur konunnar sem framdi sjálfsmorð og fannst ég dæmd og hræddist að eiga erfitt uppdráttar í kúli með þessa sögu sem allt í einu skilgreindi ekki bara hana heldur mig líka. Ég hef lært að aðgreina meðaumkun frá samúð. Fólk vill almennt vel en stundum vitum við ekki hvernig við eigum að haga okkur. Sennilega er heldur ekkert eitt rétt í þeim efnum. Það var skrýtin stund þegar ég áttaði mig á gryfjunni minni. Ég var stödd á öldurhúsi með vinkonu minni á uppeldisstað mömmu og til okkar kom einn öðlingur bæjarins, heilsar okkur hress í bragði, víkur sér að vinkonu minni og segir „Ég var vinur mömmu hennar, hún var frábær kona." Þarna hátt í þremur árum frá dauða mömmu leið mér eins og ég hefði verði slegin utan undir með þessari indælu athugasemd. Ég held að utan minna nánustu hafi hreinlega enginn sagt eitthvað svona fallegt um mömmu við mig, svona átakalaust og eðlilega. Það varð opinberun inni í mér. Ég skyldi minnast hennar fyrir lífið en ekki dauðann. Ég byrjaði þarna að tala um hana aftur. Fyrst var það oft vandræðalegt og ég var hreinlega ryðguð í að tala um hana og líka þegar ég fór að tala um hana eins og það væri eðlilegasti hlutur í heimi (sem það er) þá brá fólki oft og ekki ég heldur hinir urðu vandræðalegir. Það gerist stundum enn og það er allt í lagi. Það er allt í lagi því ég geri mér grein fyrir að fyrir sumum er ég hreinlega að brjóta niður múra, að tala um konu sem framdi sjálfsmorð eins og hún hafi ekki eytt öllu lífi sínu í eymd og volæði, heldur eins og konu, sem hreinlega er ekki frábrugðin öðru fólki. Svona eins og snjókornin, öll eru þau jú snjókorn en hvert um sig töfrandi einstaklingur - það á líka við um fólk sem velur sjálft að deyja. Mamma var enginn dýrlingur. Frekar en nokkur annar. Ég er búin að lifa nógu lengi til að gera mér grein fyrir að það á ekki við um fólk. Ekki einu sinni Nelson Mandela. Við erum fólk; breysk og mannleg, sífellt að reyna að ná tökum á leiknum sem lífið er. Allir eiga sínar sterku og veiku hliðar í þeim leik. Mamma hefði sennilega fengið hláturskast ef einhver hefði innt að því við hana í lifanda lífi að hún væri slíkur. Ég get samt sagt ykkur að hún mamma mín var verulega góð kona, ég er líka búin að lifa nógu lengi til að átta mig á því. Hún var blíð og góð og skemmtileg. Mamma var mikil handverkskona og blessunarlega á ég dásamlega fallega hluti eftir hana sem minna mig reglulega á hana. Ég vildi ekki vera án þessara fallegu minnisvarða þó það séu stærri hlutir sem verða ekki vegnir eða mældir sem minna mig enn frekar á hana. Eins og hlýjan og blíðan sem hún arfleiddi mig að, sem og gleðin og þessi eilífa árátta til að sjá ljósu punktana í tilverunni. Mamma kenndi mér að leggja rækt við innistæðuna, að við ættum stóra hluti inn í okkur en ekki í kringum okkur. Mamma elskaði mig undurheitt, það fékk ég að vita, sem mér skilst að sé hreint ekki sjálfsagt. Mamma var svo stolt af hversdagslegum afrekum mínum að ég gat heyrt röddina brotna upp af stolti þegar hún talaði um það. Mömmu fannst ég líka góð og allra góðra gjalda verð. Ekki afþví ég átti svo flotta dragt eða töff sófasett heldur afþví að hún elskaði mig heitt fyrir það eitt hvaða manneskju ég hef að geyma og fannst ég frábær. Orð geta ekki lýst hversu stór þessi fjársjóður er sem hún gaf mér einfaldlega með ást sinni og hlýju og færni hennar í að gefa af sér. Mamma átti lifandis býsn af ljósi en hún átti líka dágóða summu af myrkri, sem smátt og smátt breiddi sig yfir líf hennar líkt og þegar tússlit er tyllt á servéttu. Hún valdi að deyja. Ég er í ferli að setja myrkrið hennar í sköpun líka, en í dag vil ég mæra hana fyrir ljósið - ljósið sem lifir og mun lýsa mér um ókomin ár - syni mínum líka þó hann hafi ekki hitt hana. Hann fær að heyra um Sjöfn ömmu engil, sem var góð kona. Í dag 19.mars hefði mamma orðið sextug, ég mun fagna lífi hennar í dag og gleðjast yfir því að hafa fengið hana og enga aðra að móður, því eins og góður maður sagði mér þá var hún frábær! Anna Sigríður Ólafsdóttir
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar