Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 29-24 Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2012 14:11 FH vann flottan sigur,29-24, á Fram í N1-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Leikurinn var jafn nánast allan tíman en heimamenn náðu að stinga örlítið af rétt undir lokin. Gestirnir úr Safamýrinni voru sterkari til að byrja með og það sást greinilega að liðið ætlaði sér að bæta upp fyrir hamfarirnar í höllinni um síðustu helgi. Liðið stillti upp í virkilega framliggjandi varnarleik sem FH-ingar réðu illa við. Skot heimamann voru oft á tíðum tekinn lengst utan af velli og því auðveld fyrir markverði Fram. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru heimamenn að keyra upp hraðann og náðu að komast í takt leikinn með auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Staðan var því 15-15 í hálfleik og allt benti til að sá síðari yrði spennandi. FH-ingar voru mikið mun ákveðnari í seinni hálfleiknum og léku fínan handbolta. Leikur liðsins hélt áfram að batna og þeir náðu góðum tökum á leiknum um miðbik síðari hálfleiks. Framarar héldu samt sem áður áfram að berjast eins og skepnur og gáfust aldrei upp. Þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum, en þá hrökk FH-vélin almennilega í gang. Leiknum lauk að lokum með öruggum sigri FH, 29-24, og liðið komið á toppinn í N1-deildinni ásamt Haukum. Framarar eru enn með 17 stig í fjórða sætinu.Einar Andri: Héldum alltaf í okkar skipulag „Þetta var mjög jafn leikur og mikil barátta," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var rosalega jafnt í fyrri hálfleiknum og þeir leiddu svona til að byrja með. Síðan small þetta bara allt hjá okkur í þeim síðari". „Þann kom upp frábær barátta og vilji í síðari hálfleik og það skilaði þessum sigri. Við breyttum engu í síðari hálfleik, héldum bara áfram að gera okkar og það hafðist að lokum". „Við ætlum okkur að vera í efsta sæti í deildinni og því var það rosalega mikilvægur sigur," sagði Einar Andri að lokum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Einar: Eintómir úrslitaleikir eftir „Við hleyptum leiknum bara upp hérna í lokin en þetta var alltaf spennandi," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Þetta var bara hörkuleikur allan tíman, þeir bara rétt brutu ísinn undir lokin þegar FH komst tveim mörkum yfir". „Þrátt fyrir tap þá er ég bara býsna ánægður með liðið. Við sýndum góðan anda í kvöld og lékum sem lið og töpuðum sem lið en liðheildin hefur ekki verið nægilega góð að undanförnu". „Við nýtum illa þegar liðið er einum fleiri og það kostaði okkur þennan leik vill ég meina. Það eru bara eintómir úrslitaleikir eftir af þessu móti og við megum ekkert misstíga okkur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira
FH vann flottan sigur,29-24, á Fram í N1-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Leikurinn var jafn nánast allan tíman en heimamenn náðu að stinga örlítið af rétt undir lokin. Gestirnir úr Safamýrinni voru sterkari til að byrja með og það sást greinilega að liðið ætlaði sér að bæta upp fyrir hamfarirnar í höllinni um síðustu helgi. Liðið stillti upp í virkilega framliggjandi varnarleik sem FH-ingar réðu illa við. Skot heimamann voru oft á tíðum tekinn lengst utan af velli og því auðveld fyrir markverði Fram. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru heimamenn að keyra upp hraðann og náðu að komast í takt leikinn með auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Staðan var því 15-15 í hálfleik og allt benti til að sá síðari yrði spennandi. FH-ingar voru mikið mun ákveðnari í seinni hálfleiknum og léku fínan handbolta. Leikur liðsins hélt áfram að batna og þeir náðu góðum tökum á leiknum um miðbik síðari hálfleiks. Framarar héldu samt sem áður áfram að berjast eins og skepnur og gáfust aldrei upp. Þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum, en þá hrökk FH-vélin almennilega í gang. Leiknum lauk að lokum með öruggum sigri FH, 29-24, og liðið komið á toppinn í N1-deildinni ásamt Haukum. Framarar eru enn með 17 stig í fjórða sætinu.Einar Andri: Héldum alltaf í okkar skipulag „Þetta var mjög jafn leikur og mikil barátta," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var rosalega jafnt í fyrri hálfleiknum og þeir leiddu svona til að byrja með. Síðan small þetta bara allt hjá okkur í þeim síðari". „Þann kom upp frábær barátta og vilji í síðari hálfleik og það skilaði þessum sigri. Við breyttum engu í síðari hálfleik, héldum bara áfram að gera okkar og það hafðist að lokum". „Við ætlum okkur að vera í efsta sæti í deildinni og því var það rosalega mikilvægur sigur," sagði Einar Andri að lokum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Einar: Eintómir úrslitaleikir eftir „Við hleyptum leiknum bara upp hérna í lokin en þetta var alltaf spennandi," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Þetta var bara hörkuleikur allan tíman, þeir bara rétt brutu ísinn undir lokin þegar FH komst tveim mörkum yfir". „Þrátt fyrir tap þá er ég bara býsna ánægður með liðið. Við sýndum góðan anda í kvöld og lékum sem lið og töpuðum sem lið en liðheildin hefur ekki verið nægilega góð að undanförnu". „Við nýtum illa þegar liðið er einum fleiri og það kostaði okkur þennan leik vill ég meina. Það eru bara eintómir úrslitaleikir eftir af þessu móti og við megum ekkert misstíga okkur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira