Viðskipti innlent

Segir bankanna hafa stundað stórfelld fjársvik

Sveinn Valfells, eðlis- og hagfræðingur, segir að bankar, sem lánuðu til kaupa á eigin hlutafé með þau ein að veði, hafi augljóslega stundað fjársvik. Þetta kemur fram í grein eftir Svein í Fréttablaðinu í dag.

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að hinir föllnu bankar, Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn, hafi allir fjármagnað eigin hlutafé langt út fyrir lögleg mörk. Fram hefur komið að embætti sérstaks saksóknara er með þessi mál til skoðunar nú í tengslum við grunsemdir um stórfellda markaðsmisnotkun bankanna. Fólst hún ekki síst í því að lána til kaupa á eiginhlutabréfum, með þau ein að veði.

Í grein Sveins segir m.a.:

„Banki getur ekki tekið fullt veð í eigin bréfum ef hann lánar til kaupa þeirra þó þau gangi kaupum og sölum á markaði. Bréfin rýrna strax og þau eru keypt með láni frá bankanum því þá stendur minna eftir í bankanum. Upplýstur kaupandi kaupir þau aldrei nema á lægra verði, veðið er ófullnægjandi. Banki getur keypt upp kröfu á sjálfan sig samkvæmt lögum, samþykktum bankans og samningum við lánadrottna, til dæmis með kaupum á eigin hlutabréfum. En þá fellur krafan niður. Ef útvaldir innherjar fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum og kaupa upp kröfu á banka frá þriðja aðila og krafan stendur eftir í nafni hinna útvöldu eignast þeir kröfu á bankann með peningum bankans án þess að hafa lagt nokkuð fram. Slíkt er í besta falli gjafagjörningur á kostnað annarra kröfuhafa bankans og í versta falli fjársvik."

Sjá má grein Sveins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×