Ávísun á tóman hatt Sveinn Valfells skrifar 21. febrúar 2012 06:00 Fjölmiðlar hafa nýlega fjallað um lán sem íslenskir bankar veittu til kaupa á eigin bréfum á árunum fyrir bankahrun. Lán sem óskyldur aðili veitir til kaupa á hlutabréfum í banka hefur engin áhrif á eignir eða skuldir bankans. Ef bankinn lánar til kaupanna gegnir allt öðru máli. Kaupandinn fær peningana að láni úr bankanum og borgar seljanda. Peningarnir færast úr bankanum í hendur seljanda. Eignahlið bankans rýrnar sem nemur lánsupphæð nema eðlileg veð séu tekin í ótengdum eignum kaupanda sem hlaut lánið. Lán banka til kaupa á eigin bréfum án eðlilegra veða í ótengdum eignum minnka eignirnar sem eru til skiptanna fyrir alla kröfuhafa bankans og veikja þar með eiginfjárgrunn. Lánþegi fær hlutabréf gegn engu endurgjaldi á kostnað allra annarra kröfuhafa, bæði lánardrottna og hluthafa. Lánþegi nýtur hagnaðar ef vel gengur en tekur ekki á sig tap, tapið lendir á öðrum kröfuhöfum. Lán banka til útvaldra aðila sem kaupa hlutabréf bankans fyrir andvirði lánsins án þess að bankinn taki eðlileg veð í ótengdum eignum er því augljóslega fjársvik, bankinn greiðir fyrir bréfin án endurgjalds frá lánþega. Lánþegi eignast hlutabréf á kostnað annarra kröfuhafa. Stjórnendur banka sem lána útvöldum án eðlilegra veða í ótengdum eignum til kaupa á hlutabréfum á sama tíma og þeir afla bankanum fjár stunda einnig fjársvik nema þeir geri grein fyrir rýrnun eigna bankans sem samsvarar veðlausa láninu. Ef stjórnendur banka sem skráður er á markað gera ekki grein fyrir eignarýrnun í uppgjöri bankans þá hindra þeir einnig eðlilega verðmyndun með hlutabréf og skuldabréf bankans. Lán banka til útvaldra innherja til kaupa á bréfum bankans án eðlilegra veða í ótengdum eignum getur því eftir atvikum falið í sér fjárdrátt, fjársvik og jafnvel fleiri brot. Banki getur ekki tekið fullt veð í eigin bréfum ef hann lánar til kaupa þeirra þó þau gangi kaupum og sölum á markaði. Bréfin rýrna strax og þau eru keypt með láni frá bankanum því þá stendur minna eftir í bankanum. Upplýstur kaupandi kaupir þau aldrei nema á lægra verði, veðið er ófullnægjandi. Banki getur keypt upp kröfu á sjálfan sig samkvæmt lögum, samþykktum bankans og samningum við lánadrottna, til dæmis með kaupum á eigin hlutabréfum. En þá fellur krafan niður. Ef útvaldir innherjar fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum og kaupa upp kröfu á banka frá þriðja aðila og krafan stendur eftir í nafni hinna útvöldu eignast þeir kröfu á bankann með peningum bankans án þess að hafa lagt nokkuð fram. Slíkt er í besta falli gjafagjörningur á kostnað annarra kröfuhafa bankans og í versta falli fjárdráttur. Allar sömu röksemdir gilda ef útvaldir fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum til að greiða upp lán frá óskyldum aðilum sem hvíla á bréfum hinna útvöldu. Peningar bankans renna þá úr bankanum til fyrri lánveitenda. Útvaldir „eigendur" bréfanna halda eftir bréfunum án þess að hafa lagt nokkuð fram, aðrir kröfuhafar bankans borga. Fyrir utan hugsanleg lagabrot standast lán banka til kaupa á eigin bréfum engin rök. Banki getur ekki lánað með veði í kröfu á sig sjálfan. Það er ekki hægt, bankinn getur aldrei innheimt sjálfan sig. Forgangskrafa banka (lán) til kaupa á víkjandi kröfu í sjálfum sér (hlutabréf) án eðlilegra veða í ótengdum eignum stenst engin lögmál bókhalds, viðskipta- eða hagfræði. Hún er jafn fáránleg og ávísun á kanínu í tómum hatti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa nýlega fjallað um lán sem íslenskir bankar veittu til kaupa á eigin bréfum á árunum fyrir bankahrun. Lán sem óskyldur aðili veitir til kaupa á hlutabréfum í banka hefur engin áhrif á eignir eða skuldir bankans. Ef bankinn lánar til kaupanna gegnir allt öðru máli. Kaupandinn fær peningana að láni úr bankanum og borgar seljanda. Peningarnir færast úr bankanum í hendur seljanda. Eignahlið bankans rýrnar sem nemur lánsupphæð nema eðlileg veð séu tekin í ótengdum eignum kaupanda sem hlaut lánið. Lán banka til kaupa á eigin bréfum án eðlilegra veða í ótengdum eignum minnka eignirnar sem eru til skiptanna fyrir alla kröfuhafa bankans og veikja þar með eiginfjárgrunn. Lánþegi fær hlutabréf gegn engu endurgjaldi á kostnað allra annarra kröfuhafa, bæði lánardrottna og hluthafa. Lánþegi nýtur hagnaðar ef vel gengur en tekur ekki á sig tap, tapið lendir á öðrum kröfuhöfum. Lán banka til útvaldra aðila sem kaupa hlutabréf bankans fyrir andvirði lánsins án þess að bankinn taki eðlileg veð í ótengdum eignum er því augljóslega fjársvik, bankinn greiðir fyrir bréfin án endurgjalds frá lánþega. Lánþegi eignast hlutabréf á kostnað annarra kröfuhafa. Stjórnendur banka sem lána útvöldum án eðlilegra veða í ótengdum eignum til kaupa á hlutabréfum á sama tíma og þeir afla bankanum fjár stunda einnig fjársvik nema þeir geri grein fyrir rýrnun eigna bankans sem samsvarar veðlausa láninu. Ef stjórnendur banka sem skráður er á markað gera ekki grein fyrir eignarýrnun í uppgjöri bankans þá hindra þeir einnig eðlilega verðmyndun með hlutabréf og skuldabréf bankans. Lán banka til útvaldra innherja til kaupa á bréfum bankans án eðlilegra veða í ótengdum eignum getur því eftir atvikum falið í sér fjárdrátt, fjársvik og jafnvel fleiri brot. Banki getur ekki tekið fullt veð í eigin bréfum ef hann lánar til kaupa þeirra þó þau gangi kaupum og sölum á markaði. Bréfin rýrna strax og þau eru keypt með láni frá bankanum því þá stendur minna eftir í bankanum. Upplýstur kaupandi kaupir þau aldrei nema á lægra verði, veðið er ófullnægjandi. Banki getur keypt upp kröfu á sjálfan sig samkvæmt lögum, samþykktum bankans og samningum við lánadrottna, til dæmis með kaupum á eigin hlutabréfum. En þá fellur krafan niður. Ef útvaldir innherjar fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum og kaupa upp kröfu á banka frá þriðja aðila og krafan stendur eftir í nafni hinna útvöldu eignast þeir kröfu á bankann með peningum bankans án þess að hafa lagt nokkuð fram. Slíkt er í besta falli gjafagjörningur á kostnað annarra kröfuhafa bankans og í versta falli fjárdráttur. Allar sömu röksemdir gilda ef útvaldir fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum til að greiða upp lán frá óskyldum aðilum sem hvíla á bréfum hinna útvöldu. Peningar bankans renna þá úr bankanum til fyrri lánveitenda. Útvaldir „eigendur" bréfanna halda eftir bréfunum án þess að hafa lagt nokkuð fram, aðrir kröfuhafar bankans borga. Fyrir utan hugsanleg lagabrot standast lán banka til kaupa á eigin bréfum engin rök. Banki getur ekki lánað með veði í kröfu á sig sjálfan. Það er ekki hægt, bankinn getur aldrei innheimt sjálfan sig. Forgangskrafa banka (lán) til kaupa á víkjandi kröfu í sjálfum sér (hlutabréf) án eðlilegra veða í ótengdum eignum stenst engin lögmál bókhalds, viðskipta- eða hagfræði. Hún er jafn fáránleg og ávísun á kanínu í tómum hatti.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar