Ávísun á tóman hatt Sveinn Valfells skrifar 21. febrúar 2012 06:00 Fjölmiðlar hafa nýlega fjallað um lán sem íslenskir bankar veittu til kaupa á eigin bréfum á árunum fyrir bankahrun. Lán sem óskyldur aðili veitir til kaupa á hlutabréfum í banka hefur engin áhrif á eignir eða skuldir bankans. Ef bankinn lánar til kaupanna gegnir allt öðru máli. Kaupandinn fær peningana að láni úr bankanum og borgar seljanda. Peningarnir færast úr bankanum í hendur seljanda. Eignahlið bankans rýrnar sem nemur lánsupphæð nema eðlileg veð séu tekin í ótengdum eignum kaupanda sem hlaut lánið. Lán banka til kaupa á eigin bréfum án eðlilegra veða í ótengdum eignum minnka eignirnar sem eru til skiptanna fyrir alla kröfuhafa bankans og veikja þar með eiginfjárgrunn. Lánþegi fær hlutabréf gegn engu endurgjaldi á kostnað allra annarra kröfuhafa, bæði lánardrottna og hluthafa. Lánþegi nýtur hagnaðar ef vel gengur en tekur ekki á sig tap, tapið lendir á öðrum kröfuhöfum. Lán banka til útvaldra aðila sem kaupa hlutabréf bankans fyrir andvirði lánsins án þess að bankinn taki eðlileg veð í ótengdum eignum er því augljóslega fjársvik, bankinn greiðir fyrir bréfin án endurgjalds frá lánþega. Lánþegi eignast hlutabréf á kostnað annarra kröfuhafa. Stjórnendur banka sem lána útvöldum án eðlilegra veða í ótengdum eignum til kaupa á hlutabréfum á sama tíma og þeir afla bankanum fjár stunda einnig fjársvik nema þeir geri grein fyrir rýrnun eigna bankans sem samsvarar veðlausa láninu. Ef stjórnendur banka sem skráður er á markað gera ekki grein fyrir eignarýrnun í uppgjöri bankans þá hindra þeir einnig eðlilega verðmyndun með hlutabréf og skuldabréf bankans. Lán banka til útvaldra innherja til kaupa á bréfum bankans án eðlilegra veða í ótengdum eignum getur því eftir atvikum falið í sér fjárdrátt, fjársvik og jafnvel fleiri brot. Banki getur ekki tekið fullt veð í eigin bréfum ef hann lánar til kaupa þeirra þó þau gangi kaupum og sölum á markaði. Bréfin rýrna strax og þau eru keypt með láni frá bankanum því þá stendur minna eftir í bankanum. Upplýstur kaupandi kaupir þau aldrei nema á lægra verði, veðið er ófullnægjandi. Banki getur keypt upp kröfu á sjálfan sig samkvæmt lögum, samþykktum bankans og samningum við lánadrottna, til dæmis með kaupum á eigin hlutabréfum. En þá fellur krafan niður. Ef útvaldir innherjar fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum og kaupa upp kröfu á banka frá þriðja aðila og krafan stendur eftir í nafni hinna útvöldu eignast þeir kröfu á bankann með peningum bankans án þess að hafa lagt nokkuð fram. Slíkt er í besta falli gjafagjörningur á kostnað annarra kröfuhafa bankans og í versta falli fjárdráttur. Allar sömu röksemdir gilda ef útvaldir fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum til að greiða upp lán frá óskyldum aðilum sem hvíla á bréfum hinna útvöldu. Peningar bankans renna þá úr bankanum til fyrri lánveitenda. Útvaldir „eigendur" bréfanna halda eftir bréfunum án þess að hafa lagt nokkuð fram, aðrir kröfuhafar bankans borga. Fyrir utan hugsanleg lagabrot standast lán banka til kaupa á eigin bréfum engin rök. Banki getur ekki lánað með veði í kröfu á sig sjálfan. Það er ekki hægt, bankinn getur aldrei innheimt sjálfan sig. Forgangskrafa banka (lán) til kaupa á víkjandi kröfu í sjálfum sér (hlutabréf) án eðlilegra veða í ótengdum eignum stenst engin lögmál bókhalds, viðskipta- eða hagfræði. Hún er jafn fáránleg og ávísun á kanínu í tómum hatti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa nýlega fjallað um lán sem íslenskir bankar veittu til kaupa á eigin bréfum á árunum fyrir bankahrun. Lán sem óskyldur aðili veitir til kaupa á hlutabréfum í banka hefur engin áhrif á eignir eða skuldir bankans. Ef bankinn lánar til kaupanna gegnir allt öðru máli. Kaupandinn fær peningana að láni úr bankanum og borgar seljanda. Peningarnir færast úr bankanum í hendur seljanda. Eignahlið bankans rýrnar sem nemur lánsupphæð nema eðlileg veð séu tekin í ótengdum eignum kaupanda sem hlaut lánið. Lán banka til kaupa á eigin bréfum án eðlilegra veða í ótengdum eignum minnka eignirnar sem eru til skiptanna fyrir alla kröfuhafa bankans og veikja þar með eiginfjárgrunn. Lánþegi fær hlutabréf gegn engu endurgjaldi á kostnað allra annarra kröfuhafa, bæði lánardrottna og hluthafa. Lánþegi nýtur hagnaðar ef vel gengur en tekur ekki á sig tap, tapið lendir á öðrum kröfuhöfum. Lán banka til útvaldra aðila sem kaupa hlutabréf bankans fyrir andvirði lánsins án þess að bankinn taki eðlileg veð í ótengdum eignum er því augljóslega fjársvik, bankinn greiðir fyrir bréfin án endurgjalds frá lánþega. Lánþegi eignast hlutabréf á kostnað annarra kröfuhafa. Stjórnendur banka sem lána útvöldum án eðlilegra veða í ótengdum eignum til kaupa á hlutabréfum á sama tíma og þeir afla bankanum fjár stunda einnig fjársvik nema þeir geri grein fyrir rýrnun eigna bankans sem samsvarar veðlausa láninu. Ef stjórnendur banka sem skráður er á markað gera ekki grein fyrir eignarýrnun í uppgjöri bankans þá hindra þeir einnig eðlilega verðmyndun með hlutabréf og skuldabréf bankans. Lán banka til útvaldra innherja til kaupa á bréfum bankans án eðlilegra veða í ótengdum eignum getur því eftir atvikum falið í sér fjárdrátt, fjársvik og jafnvel fleiri brot. Banki getur ekki tekið fullt veð í eigin bréfum ef hann lánar til kaupa þeirra þó þau gangi kaupum og sölum á markaði. Bréfin rýrna strax og þau eru keypt með láni frá bankanum því þá stendur minna eftir í bankanum. Upplýstur kaupandi kaupir þau aldrei nema á lægra verði, veðið er ófullnægjandi. Banki getur keypt upp kröfu á sjálfan sig samkvæmt lögum, samþykktum bankans og samningum við lánadrottna, til dæmis með kaupum á eigin hlutabréfum. En þá fellur krafan niður. Ef útvaldir innherjar fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum og kaupa upp kröfu á banka frá þriðja aðila og krafan stendur eftir í nafni hinna útvöldu eignast þeir kröfu á bankann með peningum bankans án þess að hafa lagt nokkuð fram. Slíkt er í besta falli gjafagjörningur á kostnað annarra kröfuhafa bankans og í versta falli fjárdráttur. Allar sömu röksemdir gilda ef útvaldir fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum til að greiða upp lán frá óskyldum aðilum sem hvíla á bréfum hinna útvöldu. Peningar bankans renna þá úr bankanum til fyrri lánveitenda. Útvaldir „eigendur" bréfanna halda eftir bréfunum án þess að hafa lagt nokkuð fram, aðrir kröfuhafar bankans borga. Fyrir utan hugsanleg lagabrot standast lán banka til kaupa á eigin bréfum engin rök. Banki getur ekki lánað með veði í kröfu á sig sjálfan. Það er ekki hægt, bankinn getur aldrei innheimt sjálfan sig. Forgangskrafa banka (lán) til kaupa á víkjandi kröfu í sjálfum sér (hlutabréf) án eðlilegra veða í ótengdum eignum stenst engin lögmál bókhalds, viðskipta- eða hagfræði. Hún er jafn fáránleg og ávísun á kanínu í tómum hatti.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun