Ávísun á tóman hatt Sveinn Valfells skrifar 21. febrúar 2012 06:00 Fjölmiðlar hafa nýlega fjallað um lán sem íslenskir bankar veittu til kaupa á eigin bréfum á árunum fyrir bankahrun. Lán sem óskyldur aðili veitir til kaupa á hlutabréfum í banka hefur engin áhrif á eignir eða skuldir bankans. Ef bankinn lánar til kaupanna gegnir allt öðru máli. Kaupandinn fær peningana að láni úr bankanum og borgar seljanda. Peningarnir færast úr bankanum í hendur seljanda. Eignahlið bankans rýrnar sem nemur lánsupphæð nema eðlileg veð séu tekin í ótengdum eignum kaupanda sem hlaut lánið. Lán banka til kaupa á eigin bréfum án eðlilegra veða í ótengdum eignum minnka eignirnar sem eru til skiptanna fyrir alla kröfuhafa bankans og veikja þar með eiginfjárgrunn. Lánþegi fær hlutabréf gegn engu endurgjaldi á kostnað allra annarra kröfuhafa, bæði lánardrottna og hluthafa. Lánþegi nýtur hagnaðar ef vel gengur en tekur ekki á sig tap, tapið lendir á öðrum kröfuhöfum. Lán banka til útvaldra aðila sem kaupa hlutabréf bankans fyrir andvirði lánsins án þess að bankinn taki eðlileg veð í ótengdum eignum er því augljóslega fjársvik, bankinn greiðir fyrir bréfin án endurgjalds frá lánþega. Lánþegi eignast hlutabréf á kostnað annarra kröfuhafa. Stjórnendur banka sem lána útvöldum án eðlilegra veða í ótengdum eignum til kaupa á hlutabréfum á sama tíma og þeir afla bankanum fjár stunda einnig fjársvik nema þeir geri grein fyrir rýrnun eigna bankans sem samsvarar veðlausa láninu. Ef stjórnendur banka sem skráður er á markað gera ekki grein fyrir eignarýrnun í uppgjöri bankans þá hindra þeir einnig eðlilega verðmyndun með hlutabréf og skuldabréf bankans. Lán banka til útvaldra innherja til kaupa á bréfum bankans án eðlilegra veða í ótengdum eignum getur því eftir atvikum falið í sér fjárdrátt, fjársvik og jafnvel fleiri brot. Banki getur ekki tekið fullt veð í eigin bréfum ef hann lánar til kaupa þeirra þó þau gangi kaupum og sölum á markaði. Bréfin rýrna strax og þau eru keypt með láni frá bankanum því þá stendur minna eftir í bankanum. Upplýstur kaupandi kaupir þau aldrei nema á lægra verði, veðið er ófullnægjandi. Banki getur keypt upp kröfu á sjálfan sig samkvæmt lögum, samþykktum bankans og samningum við lánadrottna, til dæmis með kaupum á eigin hlutabréfum. En þá fellur krafan niður. Ef útvaldir innherjar fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum og kaupa upp kröfu á banka frá þriðja aðila og krafan stendur eftir í nafni hinna útvöldu eignast þeir kröfu á bankann með peningum bankans án þess að hafa lagt nokkuð fram. Slíkt er í besta falli gjafagjörningur á kostnað annarra kröfuhafa bankans og í versta falli fjárdráttur. Allar sömu röksemdir gilda ef útvaldir fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum til að greiða upp lán frá óskyldum aðilum sem hvíla á bréfum hinna útvöldu. Peningar bankans renna þá úr bankanum til fyrri lánveitenda. Útvaldir „eigendur" bréfanna halda eftir bréfunum án þess að hafa lagt nokkuð fram, aðrir kröfuhafar bankans borga. Fyrir utan hugsanleg lagabrot standast lán banka til kaupa á eigin bréfum engin rök. Banki getur ekki lánað með veði í kröfu á sig sjálfan. Það er ekki hægt, bankinn getur aldrei innheimt sjálfan sig. Forgangskrafa banka (lán) til kaupa á víkjandi kröfu í sjálfum sér (hlutabréf) án eðlilegra veða í ótengdum eignum stenst engin lögmál bókhalds, viðskipta- eða hagfræði. Hún er jafn fáránleg og ávísun á kanínu í tómum hatti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa nýlega fjallað um lán sem íslenskir bankar veittu til kaupa á eigin bréfum á árunum fyrir bankahrun. Lán sem óskyldur aðili veitir til kaupa á hlutabréfum í banka hefur engin áhrif á eignir eða skuldir bankans. Ef bankinn lánar til kaupanna gegnir allt öðru máli. Kaupandinn fær peningana að láni úr bankanum og borgar seljanda. Peningarnir færast úr bankanum í hendur seljanda. Eignahlið bankans rýrnar sem nemur lánsupphæð nema eðlileg veð séu tekin í ótengdum eignum kaupanda sem hlaut lánið. Lán banka til kaupa á eigin bréfum án eðlilegra veða í ótengdum eignum minnka eignirnar sem eru til skiptanna fyrir alla kröfuhafa bankans og veikja þar með eiginfjárgrunn. Lánþegi fær hlutabréf gegn engu endurgjaldi á kostnað allra annarra kröfuhafa, bæði lánardrottna og hluthafa. Lánþegi nýtur hagnaðar ef vel gengur en tekur ekki á sig tap, tapið lendir á öðrum kröfuhöfum. Lán banka til útvaldra aðila sem kaupa hlutabréf bankans fyrir andvirði lánsins án þess að bankinn taki eðlileg veð í ótengdum eignum er því augljóslega fjársvik, bankinn greiðir fyrir bréfin án endurgjalds frá lánþega. Lánþegi eignast hlutabréf á kostnað annarra kröfuhafa. Stjórnendur banka sem lána útvöldum án eðlilegra veða í ótengdum eignum til kaupa á hlutabréfum á sama tíma og þeir afla bankanum fjár stunda einnig fjársvik nema þeir geri grein fyrir rýrnun eigna bankans sem samsvarar veðlausa láninu. Ef stjórnendur banka sem skráður er á markað gera ekki grein fyrir eignarýrnun í uppgjöri bankans þá hindra þeir einnig eðlilega verðmyndun með hlutabréf og skuldabréf bankans. Lán banka til útvaldra innherja til kaupa á bréfum bankans án eðlilegra veða í ótengdum eignum getur því eftir atvikum falið í sér fjárdrátt, fjársvik og jafnvel fleiri brot. Banki getur ekki tekið fullt veð í eigin bréfum ef hann lánar til kaupa þeirra þó þau gangi kaupum og sölum á markaði. Bréfin rýrna strax og þau eru keypt með láni frá bankanum því þá stendur minna eftir í bankanum. Upplýstur kaupandi kaupir þau aldrei nema á lægra verði, veðið er ófullnægjandi. Banki getur keypt upp kröfu á sjálfan sig samkvæmt lögum, samþykktum bankans og samningum við lánadrottna, til dæmis með kaupum á eigin hlutabréfum. En þá fellur krafan niður. Ef útvaldir innherjar fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum og kaupa upp kröfu á banka frá þriðja aðila og krafan stendur eftir í nafni hinna útvöldu eignast þeir kröfu á bankann með peningum bankans án þess að hafa lagt nokkuð fram. Slíkt er í besta falli gjafagjörningur á kostnað annarra kröfuhafa bankans og í versta falli fjárdráttur. Allar sömu röksemdir gilda ef útvaldir fá lán án eðlilegra veða í ótengdum eignum til að greiða upp lán frá óskyldum aðilum sem hvíla á bréfum hinna útvöldu. Peningar bankans renna þá úr bankanum til fyrri lánveitenda. Útvaldir „eigendur" bréfanna halda eftir bréfunum án þess að hafa lagt nokkuð fram, aðrir kröfuhafar bankans borga. Fyrir utan hugsanleg lagabrot standast lán banka til kaupa á eigin bréfum engin rök. Banki getur ekki lánað með veði í kröfu á sig sjálfan. Það er ekki hægt, bankinn getur aldrei innheimt sjálfan sig. Forgangskrafa banka (lán) til kaupa á víkjandi kröfu í sjálfum sér (hlutabréf) án eðlilegra veða í ótengdum eignum stenst engin lögmál bókhalds, viðskipta- eða hagfræði. Hún er jafn fáránleg og ávísun á kanínu í tómum hatti.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun