Tveir nefndarmenn af þremur vildu hækka stýrivexti Magnús Halldórsson skrifar 22. febrúar 2012 23:12 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Tveir nefndarmanna í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lögðust gegn tillögu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra, um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 4,75 prósentum, á síðasta fundi peningastefnunefndar. Samtals studdu þrír tillöguna og voru vextirnir þess vegna óbreyttir. Þessir tveir nefndarmenn, sem ekki eru nafngreindir í takt við venju þar um, vildu hækka vextina um 0,25 prósentur þar sem verðbólguhorfur hefðu versnað. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar, frá síðustu fundum nefndarinnar 6. og 7. febrúar, en hún var birt á vef Seðlabankans í dag. Í fundargerðinni kemur fram að meginrök fyrir hækkun vaxta, sem rædd var, væru verri verðbólguhorfur en áður. Orðrétt segir í fundargerðinni: „Nefndarmenn voru sammála um að verri verðbólguhorfur væru meginrökin fyrir hækkun vaxta. Fram kom í umræðunum að þótt þróun verðbólgunnar til skamms tíma væri í samræmi við væntingar væri nú spáð að hún hjaðnaði heldur hægar á árinu 2012 og yrði, miðað við nokkurn veginn óbreytt gengi, heldur lengur fyrir ofan verðbólgumarkmið bankans en hafði verið spáð í nóvember. Ennfremur væru verðbólguvæntingar ennþá háar og raunvextir bankans hefðu lækkað frá síðasta fundi. Í ljósi mikillar verðbólgu og hárra verðbólguvæntinga og að teknu tilliti til þess að verðbólguhorfur fyrir þetta ár hefðu versnað, héldu því sumir nefndarmenn því fram að vaxtahækkun væri nauðsynleg á þessum tímapunkti." Í nefndinni eru auk Más, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur, Anne Sibert prófessor, og Gylfi Zoega prófessor. Sjá má fundargerðina sem birt var í dag hér. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira
Tveir nefndarmanna í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lögðust gegn tillögu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra, um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 4,75 prósentum, á síðasta fundi peningastefnunefndar. Samtals studdu þrír tillöguna og voru vextirnir þess vegna óbreyttir. Þessir tveir nefndarmenn, sem ekki eru nafngreindir í takt við venju þar um, vildu hækka vextina um 0,25 prósentur þar sem verðbólguhorfur hefðu versnað. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar, frá síðustu fundum nefndarinnar 6. og 7. febrúar, en hún var birt á vef Seðlabankans í dag. Í fundargerðinni kemur fram að meginrök fyrir hækkun vaxta, sem rædd var, væru verri verðbólguhorfur en áður. Orðrétt segir í fundargerðinni: „Nefndarmenn voru sammála um að verri verðbólguhorfur væru meginrökin fyrir hækkun vaxta. Fram kom í umræðunum að þótt þróun verðbólgunnar til skamms tíma væri í samræmi við væntingar væri nú spáð að hún hjaðnaði heldur hægar á árinu 2012 og yrði, miðað við nokkurn veginn óbreytt gengi, heldur lengur fyrir ofan verðbólgumarkmið bankans en hafði verið spáð í nóvember. Ennfremur væru verðbólguvæntingar ennþá háar og raunvextir bankans hefðu lækkað frá síðasta fundi. Í ljósi mikillar verðbólgu og hárra verðbólguvæntinga og að teknu tilliti til þess að verðbólguhorfur fyrir þetta ár hefðu versnað, héldu því sumir nefndarmenn því fram að vaxtahækkun væri nauðsynleg á þessum tímapunkti." Í nefndinni eru auk Más, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur, Anne Sibert prófessor, og Gylfi Zoega prófessor. Sjá má fundargerðina sem birt var í dag hér.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira