Fyrsti olíufundur í sögu þjóðarinnar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2012 18:34 Olía er fundin í lögsögu Íslands og er fyrsti olíufundur í sögu þjóðarinnar nú staðreynd. Tvö olíuleitarfélög, norskt og breskt, hafa staðfest olíufund á Drekasvæðinu í hlíðum neðansjávarfjalls sem nefnt er eftir Sigurði Fáfnisbana, rétt innan við lögsögumörkin við Jan Mayen. Orkustofnun skýrði frá tíðindunum í dag og þar voru menn kátir. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta létta lundina talsvert enda sé nú þessari óvissu eytt og hægt að fara að tala um að þarna sé olía undir. Það sé síðan spurning hvort hún finnist í vinnanlegu magni og þá hvar. Menn viti þó núna að olían er þarna. Í tilkynningu sem olíuleitarfélögin TGS og Volcanic Basin Petroleum Research sendu frá sér segjast þau hafa fundið olíu frá Júratímabilinu í sýnum sem tekin voru á hafsbotni í haust. Það staðfesti að virkt kolvetniskerfi sé á Drekasvæðinu. Fundarstaðurinn er rétt innan við lögsögumörkin milli Íslands og Jan Mayen en á svæði sem Norðmenn eiga fjórðungs nýtingarrétt á. Fyrirtækin voru á leið í olíuleit við Austur-Grænland en ákváðu með litlum fyrirvara að nýta leiðangurinn til sýnatöku í hlíðum neðansjávarfjalls sem nefnt er eftir Drekabananum Sigurði Fáfnisbana. Fjallið veit að Hlésundinu, sem er á milli Völsungahryggs og Niflungahryggs, en þessi eru meðal nýrra örnefna sem nú eru komin á Drekasvæðinu. Hugmyndir um olíu á Drekasvæðinu hafa til þessa verið byggðar á kenningum og talið var að tugmilljarða leit þyrfti fyrst með borpöllum til afla staðfestingar. Það er því lottóvinningur að fá nú ótvíræða vitneskju um olíu við Ísland. Guðni segir þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist en heimildir séu þó um að í gömlum rússneskum rannsóknum hafi fundist leifar af kolvetnum. Guðni segir þó að mjög erfitt hafi verið að fá það staðfest. Olíuleitarútboð Íslands númer 2 stendur nú yfir og þegar umsóknarfrestur rennur út þann 2. apríl kemur í ljós hvort einhverjir sæki um sérleyfi til að fá að leita betur og síðan að vinna olíuna. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Olía er fundin í lögsögu Íslands og er fyrsti olíufundur í sögu þjóðarinnar nú staðreynd. Tvö olíuleitarfélög, norskt og breskt, hafa staðfest olíufund á Drekasvæðinu í hlíðum neðansjávarfjalls sem nefnt er eftir Sigurði Fáfnisbana, rétt innan við lögsögumörkin við Jan Mayen. Orkustofnun skýrði frá tíðindunum í dag og þar voru menn kátir. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta létta lundina talsvert enda sé nú þessari óvissu eytt og hægt að fara að tala um að þarna sé olía undir. Það sé síðan spurning hvort hún finnist í vinnanlegu magni og þá hvar. Menn viti þó núna að olían er þarna. Í tilkynningu sem olíuleitarfélögin TGS og Volcanic Basin Petroleum Research sendu frá sér segjast þau hafa fundið olíu frá Júratímabilinu í sýnum sem tekin voru á hafsbotni í haust. Það staðfesti að virkt kolvetniskerfi sé á Drekasvæðinu. Fundarstaðurinn er rétt innan við lögsögumörkin milli Íslands og Jan Mayen en á svæði sem Norðmenn eiga fjórðungs nýtingarrétt á. Fyrirtækin voru á leið í olíuleit við Austur-Grænland en ákváðu með litlum fyrirvara að nýta leiðangurinn til sýnatöku í hlíðum neðansjávarfjalls sem nefnt er eftir Drekabananum Sigurði Fáfnisbana. Fjallið veit að Hlésundinu, sem er á milli Völsungahryggs og Niflungahryggs, en þessi eru meðal nýrra örnefna sem nú eru komin á Drekasvæðinu. Hugmyndir um olíu á Drekasvæðinu hafa til þessa verið byggðar á kenningum og talið var að tugmilljarða leit þyrfti fyrst með borpöllum til afla staðfestingar. Það er því lottóvinningur að fá nú ótvíræða vitneskju um olíu við Ísland. Guðni segir þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist en heimildir séu þó um að í gömlum rússneskum rannsóknum hafi fundist leifar af kolvetnum. Guðni segir þó að mjög erfitt hafi verið að fá það staðfest. Olíuleitarútboð Íslands númer 2 stendur nú yfir og þegar umsóknarfrestur rennur út þann 2. apríl kemur í ljós hvort einhverjir sæki um sérleyfi til að fá að leita betur og síðan að vinna olíuna.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira