Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 23-24 | Fram í bikarúrslitin Guðmundur Marinó Ingvarsson í Digranesi skrifar 13. febrúar 2012 12:53 Mynd/Stefán Fram mætir Haukum í úrslitum Eimskipsbikars karla eftir ótrúlegan sigur á HK 24-23 á útivelli í kvöld þar sem Sigurður Eggertsson skoraði sigurmarkið beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn. Fram leiddi leikinn nánast frá byrjun en HK réð illa við 5-1 vörn Fram auk þess sem markvarsla liðsins var nánast engin. Fram náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik og var fjórum mörkum yfir þegar flautað var til leikhlés 14-10. HK mætti mjög ákveðið til leiks í seinni hálfleiks og skoraði þrjú fyrstu mörkin en Fram svaraði að bragði og hélt frumkvæðinu. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var fimm marka munur 20-15 og ekkert sem benti til þess að leikurinn yrði spennandi í lokin. Þá dró Ólafur Bjarki Ragnarsson lið sitt inn í leikinn auk þess sem vörn HK fór að smella. Staðan var orðin jöfn þegar þrjár mínútur voru eftir og allt á suðupunkti í húsinu en áhorfendur fjölmenntu sem aldrei fyrr og mikill hávaði var í húsinu. HK vann boltann þegar mínúta var eftir en tókst ekki að ná góðu skoti á markið og Fram fékk síðustu sókn leiksins þegar 19 sekúndur voru eftir. Fram náði aldrei að ógna markinu en fengu aukakastið sem Sigurður tók. Sigurður setti boltann á miðjan vegginn þar sem myndaðist glufa og boltinn söng í netinu. Fram því komið í úrslit Eimskipsbikarsins í fyrsta sinn frá árinu 2008. Einar: Klikkaðir menn sigurvegarar á svona stundumMynd/Stefán"Þetta var alvöru, algjör snilld. Ég var að blóta því hvað Siggi væri að taka þetta en hann svaraði kallinu," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram að leiknum loknum. "Annað liðið þurfti að vinna. Við vorum yfir allan leikinn og vorum mjög flottir í leiknum. Við vorum orðnir þreyttir undir lokin og með menn nýstigna upp úr meiðslum. Róbert Aron, Ingimundur og Jóhann Gunnar allir að spila sína fyrstu leiki á árinu og eðlilega vorum við orðnir þreyttir en við héldum haus og ég er ótrúlega stoltur af liðinu að klára þetta." "Við sýndum hversu megnugir við erum. Nú er dúkurinn framundan. Ég get ekkert verið heima að horfa á sjónvarpið þegar það eru bikarúrslit. Þess vegna tók ég við karlaliðinu," sagði Einar sem stýrt hefur kvennaliði Fram til sigurs í bikarnum tvö síðustu árin. "5-1 vörnin var mjög góð allan leikinn og mér fannst þeir aldrei leysa hana. Óli Bjarki sýndi hvað hann er góður í handbolta og kom þeim inn í leikinn einn síns liðs. Hann reyndi en við náðum að klára þetta og það er frábært." "Ég hef oft verið með klikkaða menn og það er á svona stundum sem þeir eru sigurvegarar og nú erum við að græða á því," sagði Einar að lokum. Vilhelm: Áttum að klára þettaMynd/Stefán"Ég er að reyna að átta mig á því hvað gerist í veggnum í lokin. Það er eins og menn þori ekki að vera fyrir boltanum. Siggi er fastur en það er höllin undir," sagði Vilhelm Gauti fyrirliði HK í leikslok. "Vogun vinnur, vogun tapar, ef þú hendir þér fyrir boltann þá erum við á leið í framlengingu en ég veit ekki hvort hann stígur frá eða ekki." "Þetta var spennandi leikur, við grófum okkur djúpa holu en vorum komnir upp úr henni og í séns. Við áttum að klára þetta. Þetta var stöngin inn eða stöngin út og þetta var því miður stöngin inn hjá Fram. Við erum betri en þeir en þeir kláruðu þetta, þeir hittu á sinn dag," sagði Vilhelm að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira
Fram mætir Haukum í úrslitum Eimskipsbikars karla eftir ótrúlegan sigur á HK 24-23 á útivelli í kvöld þar sem Sigurður Eggertsson skoraði sigurmarkið beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn. Fram leiddi leikinn nánast frá byrjun en HK réð illa við 5-1 vörn Fram auk þess sem markvarsla liðsins var nánast engin. Fram náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik og var fjórum mörkum yfir þegar flautað var til leikhlés 14-10. HK mætti mjög ákveðið til leiks í seinni hálfleiks og skoraði þrjú fyrstu mörkin en Fram svaraði að bragði og hélt frumkvæðinu. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var fimm marka munur 20-15 og ekkert sem benti til þess að leikurinn yrði spennandi í lokin. Þá dró Ólafur Bjarki Ragnarsson lið sitt inn í leikinn auk þess sem vörn HK fór að smella. Staðan var orðin jöfn þegar þrjár mínútur voru eftir og allt á suðupunkti í húsinu en áhorfendur fjölmenntu sem aldrei fyrr og mikill hávaði var í húsinu. HK vann boltann þegar mínúta var eftir en tókst ekki að ná góðu skoti á markið og Fram fékk síðustu sókn leiksins þegar 19 sekúndur voru eftir. Fram náði aldrei að ógna markinu en fengu aukakastið sem Sigurður tók. Sigurður setti boltann á miðjan vegginn þar sem myndaðist glufa og boltinn söng í netinu. Fram því komið í úrslit Eimskipsbikarsins í fyrsta sinn frá árinu 2008. Einar: Klikkaðir menn sigurvegarar á svona stundumMynd/Stefán"Þetta var alvöru, algjör snilld. Ég var að blóta því hvað Siggi væri að taka þetta en hann svaraði kallinu," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram að leiknum loknum. "Annað liðið þurfti að vinna. Við vorum yfir allan leikinn og vorum mjög flottir í leiknum. Við vorum orðnir þreyttir undir lokin og með menn nýstigna upp úr meiðslum. Róbert Aron, Ingimundur og Jóhann Gunnar allir að spila sína fyrstu leiki á árinu og eðlilega vorum við orðnir þreyttir en við héldum haus og ég er ótrúlega stoltur af liðinu að klára þetta." "Við sýndum hversu megnugir við erum. Nú er dúkurinn framundan. Ég get ekkert verið heima að horfa á sjónvarpið þegar það eru bikarúrslit. Þess vegna tók ég við karlaliðinu," sagði Einar sem stýrt hefur kvennaliði Fram til sigurs í bikarnum tvö síðustu árin. "5-1 vörnin var mjög góð allan leikinn og mér fannst þeir aldrei leysa hana. Óli Bjarki sýndi hvað hann er góður í handbolta og kom þeim inn í leikinn einn síns liðs. Hann reyndi en við náðum að klára þetta og það er frábært." "Ég hef oft verið með klikkaða menn og það er á svona stundum sem þeir eru sigurvegarar og nú erum við að græða á því," sagði Einar að lokum. Vilhelm: Áttum að klára þettaMynd/Stefán"Ég er að reyna að átta mig á því hvað gerist í veggnum í lokin. Það er eins og menn þori ekki að vera fyrir boltanum. Siggi er fastur en það er höllin undir," sagði Vilhelm Gauti fyrirliði HK í leikslok. "Vogun vinnur, vogun tapar, ef þú hendir þér fyrir boltann þá erum við á leið í framlengingu en ég veit ekki hvort hann stígur frá eða ekki." "Þetta var spennandi leikur, við grófum okkur djúpa holu en vorum komnir upp úr henni og í séns. Við áttum að klára þetta. Þetta var stöngin inn eða stöngin út og þetta var því miður stöngin inn hjá Fram. Við erum betri en þeir en þeir kláruðu þetta, þeir hittu á sinn dag," sagði Vilhelm að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira