Lífið

Tvíburar Tinnu fæddir með sitthvorn afmælisdaginn

Guðrún Tinna Ólafsdóttir dóttir Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og eiginmaður hennar Karl Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri upplýsingamála hjá Umami seafood í Bandaríkjunum, eignuðust tvíbura, stúlku og strák í nótt.

Það sérstaka átti sér stað að börnin fæddust sitthvoru megin við miðnætti og eiga því ekki sama afmælisdaginn.



Karl Pétur sagði á Facebook-síðu sinni í dag að mikil hamingja myndi ríkja í fjölskyldunni. „Varð tveimur heilbrigðum og fallegum börnum ríkari seint í gærkvöldi. Fyrst fæddist okkur dóttir kl. 23.49 og svo sonur kl. 01.31. Tvíburarnir eiga hvort sinn afmælisdaginn, en foreldrarnir hinn sama! Stúlkan er um 12 merkur og 50,5 cm og pilturinn 15,5 mörk og 54 cm. Þau virðast alheilbrigð, viðstaddur barnalæknir sagði "það sést af löngu færi að þessi börn eru hraust". Í fjölskyldu okkar ríkir hamingjan á þessum fallega degi,“ skrifaði Karl Pétur á Facebook.



Afi var staddur á suðurpólnum þegar börnin komu í heiminn. Lífið óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.