Dagur leikskólans Haraldur F. Gíslason skrifar 6. febrúar 2012 12:54 Í dag er haldinn hátíðlegur í fimmta sinn Dagur leikskólans. Fyrir rúmum 60 árum síðan eða 6. febrúar 1950 stofnuðu nokkrir frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Dagur leikskólans er samvinnuverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmála-ráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að efla jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við. Mikið hefur mætt á okkur leikskólakennurum undanfarin ár. Við höfum mætt mótlæti af æðruleysi og tekist á við aðsteðjandi vandamál af festu og fagmennsku. Við höfum varist ef á okkar hefur verið ráðist en aldrei hefur það bitnað á gæðum leikskólastarfsins. Leikskólakennarar eru jákvæð stétt. Þá þyrstir í símenntun og eru viljugir að þróa sig í starfi og viðhalda sínum faglega metnaði. Leikskólinn á undir högg að sækja. Ásókn í leikskólakennaranám er í sögulegu lámarki. Það er tími til að spyrna við fótum og það mun Félag leikskólakennara gera í góðri samvinnu við ýmsa aðra hagsmunahópa. Öll stéttin mun leggja sitt lóð á vogarskálarnar og berjast áfram fyrir hugsjónum sínum í kennslu ungra barna með jákvæðni og fagmennsku að leiðarljósi. Eftir að ný lög um menntun kennara voru samþykkt árið 2008 þarf nú fimm ára meistaranám til að fá leyfisbréf til kennslu á leik- grunn- og framhaldsskólastigi. Háskólar munu árið 2013 því útskrifa hámenntaða sérfræðinga með mikla þekkingu í menntun barna og ungmenna. Því ber að fagna en jafnframt gera sér grein fyrir því að stór skref þarf að stíga til að leikskólakennarastarfið verði samkeppnishæft við kennarastörf á öðrum skólastigum hvað varðar laun og starfskjör. Góður leikskólakennari er vinur nemenda sinna, hann mætir hverjum einstakling á sínum forsendum og leitar skapandi leiða til að vinna með einstaklinginn út frá styrkleikum hans. Leikskólakennari veit að það eru margar leiðir til að ná markmiðum aðalnámskrár leikskóla og skólanámsskrá hvers skóla fyrir sig. Hann vinnur útfrá þeirri megin hugmyndafræði að það eru til margar lausnir á sama verkefninu og engin ein lausn er réttari en önnur. Sköpum og frumkvæði er drifkrafturinn í leikskólakennslu og á því byggjum við grunninn. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið að til leikskólakennarastarfa veljist hæft fólk sem sér hag í því og hefur faglegan metnað til að velja leikskólakennarastarfið sem ævistarf. Leikskólakennarar vinna með börn á mesta næmniskeiði í lífi þeirra. Ábyrgð okkar er mikil og við ætlum okkur að standa undir þeirri ábyrgð - STOLT! Ef þú þekkir leikskólakennara, taktu þéttingsfast í hendi hans, horfðu djúpt í augun á honum og segðu honum hvað þér finnst hann mikilvægur. Hann kann að meta það. Bjóðum góðan dag alla daga. Til hamingju með daginn. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í dag er haldinn hátíðlegur í fimmta sinn Dagur leikskólans. Fyrir rúmum 60 árum síðan eða 6. febrúar 1950 stofnuðu nokkrir frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Dagur leikskólans er samvinnuverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmála-ráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að efla jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við. Mikið hefur mætt á okkur leikskólakennurum undanfarin ár. Við höfum mætt mótlæti af æðruleysi og tekist á við aðsteðjandi vandamál af festu og fagmennsku. Við höfum varist ef á okkar hefur verið ráðist en aldrei hefur það bitnað á gæðum leikskólastarfsins. Leikskólakennarar eru jákvæð stétt. Þá þyrstir í símenntun og eru viljugir að þróa sig í starfi og viðhalda sínum faglega metnaði. Leikskólinn á undir högg að sækja. Ásókn í leikskólakennaranám er í sögulegu lámarki. Það er tími til að spyrna við fótum og það mun Félag leikskólakennara gera í góðri samvinnu við ýmsa aðra hagsmunahópa. Öll stéttin mun leggja sitt lóð á vogarskálarnar og berjast áfram fyrir hugsjónum sínum í kennslu ungra barna með jákvæðni og fagmennsku að leiðarljósi. Eftir að ný lög um menntun kennara voru samþykkt árið 2008 þarf nú fimm ára meistaranám til að fá leyfisbréf til kennslu á leik- grunn- og framhaldsskólastigi. Háskólar munu árið 2013 því útskrifa hámenntaða sérfræðinga með mikla þekkingu í menntun barna og ungmenna. Því ber að fagna en jafnframt gera sér grein fyrir því að stór skref þarf að stíga til að leikskólakennarastarfið verði samkeppnishæft við kennarastörf á öðrum skólastigum hvað varðar laun og starfskjör. Góður leikskólakennari er vinur nemenda sinna, hann mætir hverjum einstakling á sínum forsendum og leitar skapandi leiða til að vinna með einstaklinginn út frá styrkleikum hans. Leikskólakennari veit að það eru margar leiðir til að ná markmiðum aðalnámskrár leikskóla og skólanámsskrá hvers skóla fyrir sig. Hann vinnur útfrá þeirri megin hugmyndafræði að það eru til margar lausnir á sama verkefninu og engin ein lausn er réttari en önnur. Sköpum og frumkvæði er drifkrafturinn í leikskólakennslu og á því byggjum við grunninn. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið að til leikskólakennarastarfa veljist hæft fólk sem sér hag í því og hefur faglegan metnað til að velja leikskólakennarastarfið sem ævistarf. Leikskólakennarar vinna með börn á mesta næmniskeiði í lífi þeirra. Ábyrgð okkar er mikil og við ætlum okkur að standa undir þeirri ábyrgð - STOLT! Ef þú þekkir leikskólakennara, taktu þéttingsfast í hendi hans, horfðu djúpt í augun á honum og segðu honum hvað þér finnst hann mikilvægur. Hann kann að meta það. Bjóðum góðan dag alla daga. Til hamingju með daginn. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun