Lífið

Íhugar að yfirgefa X-Factor

myndir/cover media
Söngkonan Nicole Scherzinger, 33 ára, vill einblína á tónlistina frekar en að sitja áfram í dómarasæti í bandarísku X-Factor sjónvarpsþáttaröðinni.

Nicole hefur fengið samþykki hjá Simon Cowell um að hætta í dómnefnd. Ástæðan er tíminn sem fer í þáttagerðina. Sex dagar vikunnar fóru alfarið í tökur fyrir þáttinn og því náði Nicole ekki að sinna því sem hún hefur ástríðu fyrir, tónlistinni.

Kynnirinn Steve Jones er hættur og sagan segir að Paula Abdul íhugi líka að yfirgefa partíið.

Sjá má Nicole á LAX flugvellinum með ónefndum karlmanni í myndasafni og pósa á rauða dreglinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.