Leikkonan Sharon Stone, 53 ára, fékk sér strípur í hárið á dögunum. Í gær var hún mynduð á LAX flugvellinum í Los Angeles eins og sjá má á myndunum.
Ástin og lífið eru eins og sjórinn. Það er annað hvort flóð eða fjara, sagði Sharon en þegar talið barst að hennar karakter svaraði hún:
Fólk hefur ekki hugmynd um hver Sharon Stone er í raunveruleikanum. Hennar karakter er uppfinning. Vinir mínir hlæja sífellt að þessu og segja mér að ég næ að leika Sharon Stone betur en allir aðrir.
Strípuð Stone
elly@365.is skrifar
