Athafnaárið 2012 Vilmundur Jósefsson skrifar 2. janúar 2012 11:00 Í maí 2011 undirrituðu Samtök atvinnulífsins kjarasamninga við helstu viðsemjendur sína sem gilda að óbreyttu fram á árið 2014. Samningarnir byggja á að hagur fólks og fyrirtækja batni með aukinni verðmætasköpun í atvinnulífinu og að atvinnuleysi minnki. Laun hækkuðu mest í upphafi en í samningunum er forsenduákvæði um að kaupmáttur aukist, verðlag haldist stöðugt, gengi krónunnar styrkist marktækt og að stjórnvöld standi við fyrirheit í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum. Í janúar verða forsendur samninganna metnar en ekkert bendir til annars en að þær standist þá skoðun og samningarnir haldi gildi. Í janúar 2013 verða forsendur metnar á ný og um niðurstöður þeirrar skoðunar ríkir meiri óvissa enda markið sett hátt á nokkrum sviðum. Við mat á forsendum kjarasamninga nú skortir það helst að ríkisstjórnin hafi staðið við fyrirheit sín um að örva fjárfestingu og skapa hvata til nýsköpunar. Stjórnvöldum hefur einnig mistekist að skapa atvinnulífinu hagstæð starfsskilyrði með almennri efnahagsstefnu sem stuðlar að hagvexti. Þvert á móti hefur ríkisstjórnin sérstaklega ákveðið að falla frá framkvæmdum sem gátu orðið að veruleika bæði hratt og örugglega. Einnig hefur verið stefnt að því að skattleggja sérstaklega atvinnugreinar sem ekki eru ríkisstjórninni þóknanlegar. Þar er átt við sjávarútveg, fjármálageirann og orkufrekan iðnað. Skattlagning fjármálafyrirtækjanna er óhófleg og verður ekki til annars en að hækka vexti og þjónustugjöld og hvetja þau til þess að útvista starfsemi sinni. Þessa skatta alla munu viðskiptavinir fyrirtækjanna bera, almenningur og fyrirtæki. Síendurteknar tillögur um að leggja rekstrargrundvöll sjávarútvegsfyrirtækjanna í rúst verða ekki skýrðar með neinum skynsemisrökum. Áformuð þreföldun veiðigjalds verður sérstakur skattur á landsbyggðina sem þurrkar upp nánast allan hagnað af rekstrinum og veldur því að enn frekar dregur úr vilja fyrirtækjanna til fjárfestinga og uppbyggingar. Ítrekaðar tilraunir til að brjóta samkomulag við stóriðjufyrirtækin um orku- og kolefnisgjöld bera þess glöggt vitni að hvað svo sem einstakir ráðamenn segja er það einbeittur vilji ríkisstjórnarinnar að skapa sem mesta óvissu í kringum þessa grein. Engu líkara er en það sé beinlínis ásetningur að fæla fjárfesta frá allri uppbyggingu hér á landi. Svokallaður auðlegðarskattur er einnig til þess fallinn að ganga á eigið fé fólks og fyrirtækja og draga þrótt úr þeim sem vilja fjárfesta í atvinnulífinu. Þrátt fyrir þetta mun ekkert vinnast með því að segja upp kjarasamningum vegna vanefnda ríkisstjórnarinnar því það er jafn ólíklegt að hún standi við ný fyrirheit og öll hin fyrri. Samtök atvinnulífsins hafa frá bankahruninu 2008 flutt margvíslegar tillögur og hugmyndir um hvernig unnt sé að komast út úr kreppunni, draga úr atvinnuleysinu og bæta lífskjör í landinu. Grunnur þeirra er sá að nýta þau tækifæri sem blasa við Íslendingum og hefja arðbærar fjárfestingar á sem flestum sviðum. Með því að nýta frumkvæði einstaklinga og þann kraft sem í atvinnulífinu býr má á skömmum tíma snúa vörn í sókn og leggja þannig grunn að kröftugu athafnaári 2012. En til þess verður stefnubreyting að koma til. Gleðilegt nýtt ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í maí 2011 undirrituðu Samtök atvinnulífsins kjarasamninga við helstu viðsemjendur sína sem gilda að óbreyttu fram á árið 2014. Samningarnir byggja á að hagur fólks og fyrirtækja batni með aukinni verðmætasköpun í atvinnulífinu og að atvinnuleysi minnki. Laun hækkuðu mest í upphafi en í samningunum er forsenduákvæði um að kaupmáttur aukist, verðlag haldist stöðugt, gengi krónunnar styrkist marktækt og að stjórnvöld standi við fyrirheit í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum. Í janúar verða forsendur samninganna metnar en ekkert bendir til annars en að þær standist þá skoðun og samningarnir haldi gildi. Í janúar 2013 verða forsendur metnar á ný og um niðurstöður þeirrar skoðunar ríkir meiri óvissa enda markið sett hátt á nokkrum sviðum. Við mat á forsendum kjarasamninga nú skortir það helst að ríkisstjórnin hafi staðið við fyrirheit sín um að örva fjárfestingu og skapa hvata til nýsköpunar. Stjórnvöldum hefur einnig mistekist að skapa atvinnulífinu hagstæð starfsskilyrði með almennri efnahagsstefnu sem stuðlar að hagvexti. Þvert á móti hefur ríkisstjórnin sérstaklega ákveðið að falla frá framkvæmdum sem gátu orðið að veruleika bæði hratt og örugglega. Einnig hefur verið stefnt að því að skattleggja sérstaklega atvinnugreinar sem ekki eru ríkisstjórninni þóknanlegar. Þar er átt við sjávarútveg, fjármálageirann og orkufrekan iðnað. Skattlagning fjármálafyrirtækjanna er óhófleg og verður ekki til annars en að hækka vexti og þjónustugjöld og hvetja þau til þess að útvista starfsemi sinni. Þessa skatta alla munu viðskiptavinir fyrirtækjanna bera, almenningur og fyrirtæki. Síendurteknar tillögur um að leggja rekstrargrundvöll sjávarútvegsfyrirtækjanna í rúst verða ekki skýrðar með neinum skynsemisrökum. Áformuð þreföldun veiðigjalds verður sérstakur skattur á landsbyggðina sem þurrkar upp nánast allan hagnað af rekstrinum og veldur því að enn frekar dregur úr vilja fyrirtækjanna til fjárfestinga og uppbyggingar. Ítrekaðar tilraunir til að brjóta samkomulag við stóriðjufyrirtækin um orku- og kolefnisgjöld bera þess glöggt vitni að hvað svo sem einstakir ráðamenn segja er það einbeittur vilji ríkisstjórnarinnar að skapa sem mesta óvissu í kringum þessa grein. Engu líkara er en það sé beinlínis ásetningur að fæla fjárfesta frá allri uppbyggingu hér á landi. Svokallaður auðlegðarskattur er einnig til þess fallinn að ganga á eigið fé fólks og fyrirtækja og draga þrótt úr þeim sem vilja fjárfesta í atvinnulífinu. Þrátt fyrir þetta mun ekkert vinnast með því að segja upp kjarasamningum vegna vanefnda ríkisstjórnarinnar því það er jafn ólíklegt að hún standi við ný fyrirheit og öll hin fyrri. Samtök atvinnulífsins hafa frá bankahruninu 2008 flutt margvíslegar tillögur og hugmyndir um hvernig unnt sé að komast út úr kreppunni, draga úr atvinnuleysinu og bæta lífskjör í landinu. Grunnur þeirra er sá að nýta þau tækifæri sem blasa við Íslendingum og hefja arðbærar fjárfestingar á sem flestum sviðum. Með því að nýta frumkvæði einstaklinga og þann kraft sem í atvinnulífinu býr má á skömmum tíma snúa vörn í sókn og leggja þannig grunn að kröftugu athafnaári 2012. En til þess verður stefnubreyting að koma til. Gleðilegt nýtt ár.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar