Erlent

Þúsundir innilokaðir vegna mikillar snjókomu í Ölpunum

Ein mesta snjókoma í manna minnum hefur valdið miklum vandræðum fyrir heima- og ferðamenn í Ölpunum, einkum vestur og norðurhluta þeirra. Þúsundir eru innilokaðir.

Á mörgum stöðum hefur fallið 120 sentimetra jafnfallinn snjór og á einstökum stöðum hefur snjókoman mælst yfir 400 sentimetrar.

Fjölmörg snjóflóð hafa fallið á þessum slóðum, þó einkum í Austurríki, en ekki er vitað til um mannskaða í þeim. Hinsvegar var járnbrautarlínunni milli Ötzal og Blundenz í vesturhluta Austurríkis lokað í gærdag vegna snjóflóða.

Um 2.000 heimili eru án rafmagns og um 15.000 heima- og ferðamenn eru lokaðir inni vegna snjókomunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×