Erlent

Selir við Grænland svelta í hel vegna fæðuskorts

Selastofnar við Grænland hafa vaxið svo hratt á undanförnum árum að stór hluti þeirra er að svelta í hel vegna fæðuskorts.

Selunum hefur fjölgað verulega í kjölfar innflutningsbanns Evrópusambandsins á selskinnum til aðildarlanda sinna. Eftir þá ákvörðun hrundi verslun með selskinn á heimsvísu.

Leif Fontaine formaður sambands veiði- og sjómanna á Grænlandi segir að fjölgun selanna við strendur Grænlands sé tifandi tímasprengja fyrir allan sjávarútveg landsins og að náttúruslys sé í uppsiglingu.

Í samtali við grænlenskt dagblað segir Fontaine að æ fleiri grindhoraðir selir finnist nú á norðurskautssvæðinu og þeirra bíði ekkert annað en hungurdauðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×