Fordómar gegn fötluðum 22. nóvember 2012 06:00 Þessi pistill er til atvinnurekenda og ráðningarfyrirtækja sem eru í þeirri stöðu að ráða fólk til starfa. Fyrir 10 árum varð ég fyrir þeirri lífsreynslu að lenda í umferðarslysi með þeim afleiðingum að missa vinstri handlegg. Eftir slysið hef ég orðið var við að fyrirtæki eru ekki tilbúin að ráða til sín fólk sem hefur orðið fyrir fötlun. Til að styrkja stöðu mína á vinnumarkaði fór ég í Verkmenntaskólann á Akureyri haustið 2003 og útskrifaðist þaðan af viðskiptabraut vorið 2008. Árin 2005-2008, á meðan ég var í skólanum, vann ég hjá N1 sem vaktstjóri með skólanum á veturna og svo í afleysingum á sumrin. Haustið 2008 fékk ég svo fulla vinnu í afleysingum en í febrúar 2009 fékk ég svo fastráðningu en var sagt upp störfum í lok febrúar 2012. Langtíma atvinnuleysi Frá þeim tíma hef ég verið atvinnulaus, þrátt fyrir að hafa sótt um öll þau störf sem auglýst hafa verið í dagskránni hér á Akureyri. Í sumum starfsviðtölum hef ég fengið mjög jákvæð viðbrögð og mér verið sagt að allt í ferilskránni minni passi fyrir starfið en fæ síðan neitun eða ekkert svar. Ótrúlegt er hve margir sýna þá óvirðingu og vanþakklæti að svara ekki starfsumsóknum eftir að ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Það á jafnt við um fyrirtækin sem auglýsa beint eftir fólki og ráðningarstofurnar þegar sótt er um störfin í gegnum þær. Til dæmis sótti ég um starf hjá fyrirtæki hér í bæ í maí síðastliðnum og fékk ekkert svar frá því og svo í september þá auglýsir það nákvæmlega sama starfið aftur. Hvað er í gangi hjá atvinnurekendum í dag? Vilja þeir ekki ráða fólk til sín í vinnu sem komið er yfir miðjan aldur og fá þá kannski þá reynslu af atvinnulífinu frá þeim starfsmönnum sem eru að sækja um? Árið 2004 fór ég á milli fyrirtækja og var að leita að vinnu og í einu slíku tilfelli var ég varla kominn út úr einu fyrirtækinu þegar ég heyrði að þeir hefðu ekkert með svona mann að gera því hann gæti ekki gert alla hluti sem þyrfti að gera. Hvernig geta menn sagt svona þegar þeir vita ekkert hvað viðkomandi getur gert eins og í mínu tilfelli bara með aðra höndina? Fólk þarf að fá tækifæri Stundum þegar fyrirtæki auglýsa eftir fólki þá er krafist reynslu í þessu eða hinu og það fólk sem hefur ekki þessa reynslu hefur enga möguleika á að fá viðkomandi vinnu, eins og þeir sem fatlaðir eru geti ekki lært nýja hluti eða vinnubrögð. Ég bara spyr, hvernig á fólk að fá reynsluna við viðkomandi störf ef það fær ekki að prófa hvort það geti leyst verkin af hendi? Sem dæmi, þá hef ég þessi 10 ár síðan ég slasaðist þurft að hugsa upp á nýtt, þróa og finna út hvernig á að gera hlutina með annarri hendi til dæmis hin ýmsu verkefni eins og að reka nagla í steinvegg, skipta um dekk á bíl og gera við, smíða, mála, raða í hillur, bera þunga hluti og fleira þess háttar og einnig má nefna að bara það sem allir gera án þess að hugsa um eins og að klippa neglurnar, binda bindishnút, reima skóna sína, allt þetta þarf að læra upp á nýtt. Satt best að segja er ótrúlegt hvað hægt er að gera með einni hendi með góðum vilja og jákvæðni. Lokaorð mín til atvinnurekanda eru þau að margt fatlað fólk er ekki verra til vinnu en hver annar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi pistill er til atvinnurekenda og ráðningarfyrirtækja sem eru í þeirri stöðu að ráða fólk til starfa. Fyrir 10 árum varð ég fyrir þeirri lífsreynslu að lenda í umferðarslysi með þeim afleiðingum að missa vinstri handlegg. Eftir slysið hef ég orðið var við að fyrirtæki eru ekki tilbúin að ráða til sín fólk sem hefur orðið fyrir fötlun. Til að styrkja stöðu mína á vinnumarkaði fór ég í Verkmenntaskólann á Akureyri haustið 2003 og útskrifaðist þaðan af viðskiptabraut vorið 2008. Árin 2005-2008, á meðan ég var í skólanum, vann ég hjá N1 sem vaktstjóri með skólanum á veturna og svo í afleysingum á sumrin. Haustið 2008 fékk ég svo fulla vinnu í afleysingum en í febrúar 2009 fékk ég svo fastráðningu en var sagt upp störfum í lok febrúar 2012. Langtíma atvinnuleysi Frá þeim tíma hef ég verið atvinnulaus, þrátt fyrir að hafa sótt um öll þau störf sem auglýst hafa verið í dagskránni hér á Akureyri. Í sumum starfsviðtölum hef ég fengið mjög jákvæð viðbrögð og mér verið sagt að allt í ferilskránni minni passi fyrir starfið en fæ síðan neitun eða ekkert svar. Ótrúlegt er hve margir sýna þá óvirðingu og vanþakklæti að svara ekki starfsumsóknum eftir að ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Það á jafnt við um fyrirtækin sem auglýsa beint eftir fólki og ráðningarstofurnar þegar sótt er um störfin í gegnum þær. Til dæmis sótti ég um starf hjá fyrirtæki hér í bæ í maí síðastliðnum og fékk ekkert svar frá því og svo í september þá auglýsir það nákvæmlega sama starfið aftur. Hvað er í gangi hjá atvinnurekendum í dag? Vilja þeir ekki ráða fólk til sín í vinnu sem komið er yfir miðjan aldur og fá þá kannski þá reynslu af atvinnulífinu frá þeim starfsmönnum sem eru að sækja um? Árið 2004 fór ég á milli fyrirtækja og var að leita að vinnu og í einu slíku tilfelli var ég varla kominn út úr einu fyrirtækinu þegar ég heyrði að þeir hefðu ekkert með svona mann að gera því hann gæti ekki gert alla hluti sem þyrfti að gera. Hvernig geta menn sagt svona þegar þeir vita ekkert hvað viðkomandi getur gert eins og í mínu tilfelli bara með aðra höndina? Fólk þarf að fá tækifæri Stundum þegar fyrirtæki auglýsa eftir fólki þá er krafist reynslu í þessu eða hinu og það fólk sem hefur ekki þessa reynslu hefur enga möguleika á að fá viðkomandi vinnu, eins og þeir sem fatlaðir eru geti ekki lært nýja hluti eða vinnubrögð. Ég bara spyr, hvernig á fólk að fá reynsluna við viðkomandi störf ef það fær ekki að prófa hvort það geti leyst verkin af hendi? Sem dæmi, þá hef ég þessi 10 ár síðan ég slasaðist þurft að hugsa upp á nýtt, þróa og finna út hvernig á að gera hlutina með annarri hendi til dæmis hin ýmsu verkefni eins og að reka nagla í steinvegg, skipta um dekk á bíl og gera við, smíða, mála, raða í hillur, bera þunga hluti og fleira þess háttar og einnig má nefna að bara það sem allir gera án þess að hugsa um eins og að klippa neglurnar, binda bindishnút, reima skóna sína, allt þetta þarf að læra upp á nýtt. Satt best að segja er ótrúlegt hvað hægt er að gera með einni hendi með góðum vilja og jákvæðni. Lokaorð mín til atvinnurekanda eru þau að margt fatlað fólk er ekki verra til vinnu en hver annar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar