Fordómar gegn fötluðum 22. nóvember 2012 06:00 Þessi pistill er til atvinnurekenda og ráðningarfyrirtækja sem eru í þeirri stöðu að ráða fólk til starfa. Fyrir 10 árum varð ég fyrir þeirri lífsreynslu að lenda í umferðarslysi með þeim afleiðingum að missa vinstri handlegg. Eftir slysið hef ég orðið var við að fyrirtæki eru ekki tilbúin að ráða til sín fólk sem hefur orðið fyrir fötlun. Til að styrkja stöðu mína á vinnumarkaði fór ég í Verkmenntaskólann á Akureyri haustið 2003 og útskrifaðist þaðan af viðskiptabraut vorið 2008. Árin 2005-2008, á meðan ég var í skólanum, vann ég hjá N1 sem vaktstjóri með skólanum á veturna og svo í afleysingum á sumrin. Haustið 2008 fékk ég svo fulla vinnu í afleysingum en í febrúar 2009 fékk ég svo fastráðningu en var sagt upp störfum í lok febrúar 2012. Langtíma atvinnuleysi Frá þeim tíma hef ég verið atvinnulaus, þrátt fyrir að hafa sótt um öll þau störf sem auglýst hafa verið í dagskránni hér á Akureyri. Í sumum starfsviðtölum hef ég fengið mjög jákvæð viðbrögð og mér verið sagt að allt í ferilskránni minni passi fyrir starfið en fæ síðan neitun eða ekkert svar. Ótrúlegt er hve margir sýna þá óvirðingu og vanþakklæti að svara ekki starfsumsóknum eftir að ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Það á jafnt við um fyrirtækin sem auglýsa beint eftir fólki og ráðningarstofurnar þegar sótt er um störfin í gegnum þær. Til dæmis sótti ég um starf hjá fyrirtæki hér í bæ í maí síðastliðnum og fékk ekkert svar frá því og svo í september þá auglýsir það nákvæmlega sama starfið aftur. Hvað er í gangi hjá atvinnurekendum í dag? Vilja þeir ekki ráða fólk til sín í vinnu sem komið er yfir miðjan aldur og fá þá kannski þá reynslu af atvinnulífinu frá þeim starfsmönnum sem eru að sækja um? Árið 2004 fór ég á milli fyrirtækja og var að leita að vinnu og í einu slíku tilfelli var ég varla kominn út úr einu fyrirtækinu þegar ég heyrði að þeir hefðu ekkert með svona mann að gera því hann gæti ekki gert alla hluti sem þyrfti að gera. Hvernig geta menn sagt svona þegar þeir vita ekkert hvað viðkomandi getur gert eins og í mínu tilfelli bara með aðra höndina? Fólk þarf að fá tækifæri Stundum þegar fyrirtæki auglýsa eftir fólki þá er krafist reynslu í þessu eða hinu og það fólk sem hefur ekki þessa reynslu hefur enga möguleika á að fá viðkomandi vinnu, eins og þeir sem fatlaðir eru geti ekki lært nýja hluti eða vinnubrögð. Ég bara spyr, hvernig á fólk að fá reynsluna við viðkomandi störf ef það fær ekki að prófa hvort það geti leyst verkin af hendi? Sem dæmi, þá hef ég þessi 10 ár síðan ég slasaðist þurft að hugsa upp á nýtt, þróa og finna út hvernig á að gera hlutina með annarri hendi til dæmis hin ýmsu verkefni eins og að reka nagla í steinvegg, skipta um dekk á bíl og gera við, smíða, mála, raða í hillur, bera þunga hluti og fleira þess háttar og einnig má nefna að bara það sem allir gera án þess að hugsa um eins og að klippa neglurnar, binda bindishnút, reima skóna sína, allt þetta þarf að læra upp á nýtt. Satt best að segja er ótrúlegt hvað hægt er að gera með einni hendi með góðum vilja og jákvæðni. Lokaorð mín til atvinnurekanda eru þau að margt fatlað fólk er ekki verra til vinnu en hver annar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Sjá meira
Þessi pistill er til atvinnurekenda og ráðningarfyrirtækja sem eru í þeirri stöðu að ráða fólk til starfa. Fyrir 10 árum varð ég fyrir þeirri lífsreynslu að lenda í umferðarslysi með þeim afleiðingum að missa vinstri handlegg. Eftir slysið hef ég orðið var við að fyrirtæki eru ekki tilbúin að ráða til sín fólk sem hefur orðið fyrir fötlun. Til að styrkja stöðu mína á vinnumarkaði fór ég í Verkmenntaskólann á Akureyri haustið 2003 og útskrifaðist þaðan af viðskiptabraut vorið 2008. Árin 2005-2008, á meðan ég var í skólanum, vann ég hjá N1 sem vaktstjóri með skólanum á veturna og svo í afleysingum á sumrin. Haustið 2008 fékk ég svo fulla vinnu í afleysingum en í febrúar 2009 fékk ég svo fastráðningu en var sagt upp störfum í lok febrúar 2012. Langtíma atvinnuleysi Frá þeim tíma hef ég verið atvinnulaus, þrátt fyrir að hafa sótt um öll þau störf sem auglýst hafa verið í dagskránni hér á Akureyri. Í sumum starfsviðtölum hef ég fengið mjög jákvæð viðbrögð og mér verið sagt að allt í ferilskránni minni passi fyrir starfið en fæ síðan neitun eða ekkert svar. Ótrúlegt er hve margir sýna þá óvirðingu og vanþakklæti að svara ekki starfsumsóknum eftir að ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Það á jafnt við um fyrirtækin sem auglýsa beint eftir fólki og ráðningarstofurnar þegar sótt er um störfin í gegnum þær. Til dæmis sótti ég um starf hjá fyrirtæki hér í bæ í maí síðastliðnum og fékk ekkert svar frá því og svo í september þá auglýsir það nákvæmlega sama starfið aftur. Hvað er í gangi hjá atvinnurekendum í dag? Vilja þeir ekki ráða fólk til sín í vinnu sem komið er yfir miðjan aldur og fá þá kannski þá reynslu af atvinnulífinu frá þeim starfsmönnum sem eru að sækja um? Árið 2004 fór ég á milli fyrirtækja og var að leita að vinnu og í einu slíku tilfelli var ég varla kominn út úr einu fyrirtækinu þegar ég heyrði að þeir hefðu ekkert með svona mann að gera því hann gæti ekki gert alla hluti sem þyrfti að gera. Hvernig geta menn sagt svona þegar þeir vita ekkert hvað viðkomandi getur gert eins og í mínu tilfelli bara með aðra höndina? Fólk þarf að fá tækifæri Stundum þegar fyrirtæki auglýsa eftir fólki þá er krafist reynslu í þessu eða hinu og það fólk sem hefur ekki þessa reynslu hefur enga möguleika á að fá viðkomandi vinnu, eins og þeir sem fatlaðir eru geti ekki lært nýja hluti eða vinnubrögð. Ég bara spyr, hvernig á fólk að fá reynsluna við viðkomandi störf ef það fær ekki að prófa hvort það geti leyst verkin af hendi? Sem dæmi, þá hef ég þessi 10 ár síðan ég slasaðist þurft að hugsa upp á nýtt, þróa og finna út hvernig á að gera hlutina með annarri hendi til dæmis hin ýmsu verkefni eins og að reka nagla í steinvegg, skipta um dekk á bíl og gera við, smíða, mála, raða í hillur, bera þunga hluti og fleira þess háttar og einnig má nefna að bara það sem allir gera án þess að hugsa um eins og að klippa neglurnar, binda bindishnút, reima skóna sína, allt þetta þarf að læra upp á nýtt. Satt best að segja er ótrúlegt hvað hægt er að gera með einni hendi með góðum vilja og jákvæðni. Lokaorð mín til atvinnurekanda eru þau að margt fatlað fólk er ekki verra til vinnu en hver annar.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun