Nýr áfangi í aðildarviðræðum Stefán Haukur Jóhannesson og Björg Thorarensen og Þorsteinn Gunnarsson skrifa 21. desember 2012 06:00 Í vikunni fór fram ríkjaráðstefna í Brussel þar sem samningar hófust um sex nýja málaflokka í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Það er mesti fjöldi samningskafla sem hefur verið opnaður á sama fundi frá því að viðræðurnar hófust, en samanlagt voru opnaðir níu samningskaflar í formennskutíð Kýpur á síðustu sex mánuðum. Kaflarnir sem nú er byrjað að semja um eru flestir utan EES-samstarfsins, eins og evran og byggðamálin, og því má segja að viðræðurnar séu að færast inn á ný svið. Viðræður eru nú hafnar um 27 málaflokka af þeim 33 sem semja þarf um, en það eru um 4/5 allra mála. Þetta er umtalsverður árangur á þeim 18 mánuðum sem liðnir eru frá því að efnislegar samningaviðræður hófust. Evrumálin eru mikilvæg Þegar samningskaflinn um evruna var opnaður á ríkjaráðstefnunni 18. desember sl. kom fram í máli fulltrúa ESB að Ísland hefði fullnægjandi getu til að taka þátt í myntsamstarfinu, og taka upp evruna að uppfylltum ákveðnum efnahagslegum skilyrðum. Þetta greiðir götu fyrir mögulegri þátttöku Íslands í myntsamstarfinu ERM II. Þá gæti íslenska krónan komist í skjól með því að tengjast evrunni og efnahagsramma hennar, og þannig yrði lagður grunnur að auknum efnahagslegum stöðugleika. Um leið benti fulltrúi ESB á að tryggja þyrfti enn betur sjálfstæði Seðlabanka Íslands. Áður en til aðildar gæti komið yrði einnig nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöftin á Íslandi. Sameiginlegur vinnuhópur Íslands, ESB, Seðlabanka Evrópu og AGS skoðar það brýna úrlausnarefni sérstaklega. Tækifæri í byggðamálum Um þriðjungur útgjalda ESB rennur til byggðamála. Markmið byggðastefnu Evrópusambandsins er að jafna stöðu svæða í Evrópu og það er gert með því að styðja við verkefni sem stuðla að atvinnuuppbyggingu og bæta samkeppnishæfni á þeim svæðum sem eiga undir högg að sækja. Þau svæði sem einkum fá stuðning eru þau sem glíma meðal annars við fámenni, strjálbýli, einhæft atvinnulíf, erfitt náttúrufar og almennt harðbýlar aðstæður. Þetta hljómar kunnuglega fyrir okkur hér á Íslandi og það er mat samninganefndarinnar að Ísland uppfylli flest ef ekki öll þessi viðmið. Verkefnið í samningaviðræðunum er að búa þannig um hnúta að íslensk sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki geti nýtt sér þann stuðning sem er í boði innan ESB en í því felast mörg tækifæri. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga þessara aðila að taka þátt í uppbyggingarverkefnum ESB á sviði byggðamála. Hvað gerist næst? Eftir er að hefja viðræður um fimmtung samningskafla. Ísland hefur þegar afhent samningsafstöðu sína í samningsköflum um matvælaöryggi og dóms- og innanríkismál, og boltinn er því hjá Evrópusambandinu í þeim málum. Samninganefndin heldur nú áfram að undirbúa samningsafstöðu Íslands í landbúnaði og sjávarútvegi, og tvo EES-kafla sem fjalla um staðfesturétt, þjónustufrelsi og frjálsa fjármagnsflutninga (og tengjast þannig sjávarútvegskaflanum). Fram undan er að ljúka okkar undirbúningsvinnu á næstu misserum, í nánu samráði við hagsmunaaðila og Alþingi, hér eftir sem hingað til, og hefja svo viðræður um þessa kafla. Þá verða öll málefnin sem semja þarf um komin upp á borðið – þá hefst lokaáfanginn. Hagsmunir Íslands, og færni samningsaðila beggja vegna borðsins að finna lausnir, munu ráða hraðanum. Þolinmæði og úthald eru mikilvægir eiginleikar í samningum. Fagleg framvinda Samninganefndin hefur leitast við að starfa af fagmennsku. Sérhvert skref í viðræðunum hefur verið vandlega undirbúið að höfðu samráði við fjölmarga aðila og þannig hefur mikilvægum áföngum verið náð. Samvinna við Alþingi hefur verið góð, þótt vissulega séu þar skiptar skoðanir um Evrópumálin eins og eðlilegt er í lýðræðisríki. Öll meiriháttar mál, þ.m.t. samningsafstaða Íslands í öllum köflum, hafa verið rædd í utanríkismálanefnd og eftir atvikum fagnefndum þingsins. Öll gögn málsins hafa verið birt jafnt og þétt og samninganefndin hefur lagt sig fram um að upplýsa skilmerkilega um stöðu og framvindu viðræðnanna. Þannig á það líka að vera því viðræðurnar um aðild Íslands eru grundvallarhagsmunamál sem varðar alla þjóðina. Það er okkar mat að framlag þeirra fjölmörgu hagsmunaaðila, félagasamtaka, stofnana og sérfræðinga sem lagt hafa hönd á plóginn í samningavinnunni hingað til hafi verið ómetanlegt og gert málflutning Íslands áhrifameiri. Verkefni okkar í samninganefnd Íslands er skýrt: Að tryggja hagsmuni Íslands og koma heim með aðildarsamning sem Íslendingar geta tekið afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í vikunni fór fram ríkjaráðstefna í Brussel þar sem samningar hófust um sex nýja málaflokka í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Það er mesti fjöldi samningskafla sem hefur verið opnaður á sama fundi frá því að viðræðurnar hófust, en samanlagt voru opnaðir níu samningskaflar í formennskutíð Kýpur á síðustu sex mánuðum. Kaflarnir sem nú er byrjað að semja um eru flestir utan EES-samstarfsins, eins og evran og byggðamálin, og því má segja að viðræðurnar séu að færast inn á ný svið. Viðræður eru nú hafnar um 27 málaflokka af þeim 33 sem semja þarf um, en það eru um 4/5 allra mála. Þetta er umtalsverður árangur á þeim 18 mánuðum sem liðnir eru frá því að efnislegar samningaviðræður hófust. Evrumálin eru mikilvæg Þegar samningskaflinn um evruna var opnaður á ríkjaráðstefnunni 18. desember sl. kom fram í máli fulltrúa ESB að Ísland hefði fullnægjandi getu til að taka þátt í myntsamstarfinu, og taka upp evruna að uppfylltum ákveðnum efnahagslegum skilyrðum. Þetta greiðir götu fyrir mögulegri þátttöku Íslands í myntsamstarfinu ERM II. Þá gæti íslenska krónan komist í skjól með því að tengjast evrunni og efnahagsramma hennar, og þannig yrði lagður grunnur að auknum efnahagslegum stöðugleika. Um leið benti fulltrúi ESB á að tryggja þyrfti enn betur sjálfstæði Seðlabanka Íslands. Áður en til aðildar gæti komið yrði einnig nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöftin á Íslandi. Sameiginlegur vinnuhópur Íslands, ESB, Seðlabanka Evrópu og AGS skoðar það brýna úrlausnarefni sérstaklega. Tækifæri í byggðamálum Um þriðjungur útgjalda ESB rennur til byggðamála. Markmið byggðastefnu Evrópusambandsins er að jafna stöðu svæða í Evrópu og það er gert með því að styðja við verkefni sem stuðla að atvinnuuppbyggingu og bæta samkeppnishæfni á þeim svæðum sem eiga undir högg að sækja. Þau svæði sem einkum fá stuðning eru þau sem glíma meðal annars við fámenni, strjálbýli, einhæft atvinnulíf, erfitt náttúrufar og almennt harðbýlar aðstæður. Þetta hljómar kunnuglega fyrir okkur hér á Íslandi og það er mat samninganefndarinnar að Ísland uppfylli flest ef ekki öll þessi viðmið. Verkefnið í samningaviðræðunum er að búa þannig um hnúta að íslensk sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki geti nýtt sér þann stuðning sem er í boði innan ESB en í því felast mörg tækifæri. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga þessara aðila að taka þátt í uppbyggingarverkefnum ESB á sviði byggðamála. Hvað gerist næst? Eftir er að hefja viðræður um fimmtung samningskafla. Ísland hefur þegar afhent samningsafstöðu sína í samningsköflum um matvælaöryggi og dóms- og innanríkismál, og boltinn er því hjá Evrópusambandinu í þeim málum. Samninganefndin heldur nú áfram að undirbúa samningsafstöðu Íslands í landbúnaði og sjávarútvegi, og tvo EES-kafla sem fjalla um staðfesturétt, þjónustufrelsi og frjálsa fjármagnsflutninga (og tengjast þannig sjávarútvegskaflanum). Fram undan er að ljúka okkar undirbúningsvinnu á næstu misserum, í nánu samráði við hagsmunaaðila og Alþingi, hér eftir sem hingað til, og hefja svo viðræður um þessa kafla. Þá verða öll málefnin sem semja þarf um komin upp á borðið – þá hefst lokaáfanginn. Hagsmunir Íslands, og færni samningsaðila beggja vegna borðsins að finna lausnir, munu ráða hraðanum. Þolinmæði og úthald eru mikilvægir eiginleikar í samningum. Fagleg framvinda Samninganefndin hefur leitast við að starfa af fagmennsku. Sérhvert skref í viðræðunum hefur verið vandlega undirbúið að höfðu samráði við fjölmarga aðila og þannig hefur mikilvægum áföngum verið náð. Samvinna við Alþingi hefur verið góð, þótt vissulega séu þar skiptar skoðanir um Evrópumálin eins og eðlilegt er í lýðræðisríki. Öll meiriháttar mál, þ.m.t. samningsafstaða Íslands í öllum köflum, hafa verið rædd í utanríkismálanefnd og eftir atvikum fagnefndum þingsins. Öll gögn málsins hafa verið birt jafnt og þétt og samninganefndin hefur lagt sig fram um að upplýsa skilmerkilega um stöðu og framvindu viðræðnanna. Þannig á það líka að vera því viðræðurnar um aðild Íslands eru grundvallarhagsmunamál sem varðar alla þjóðina. Það er okkar mat að framlag þeirra fjölmörgu hagsmunaaðila, félagasamtaka, stofnana og sérfræðinga sem lagt hafa hönd á plóginn í samningavinnunni hingað til hafi verið ómetanlegt og gert málflutning Íslands áhrifameiri. Verkefni okkar í samninganefnd Íslands er skýrt: Að tryggja hagsmuni Íslands og koma heim með aðildarsamning sem Íslendingar geta tekið afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun