Nýr áfangi í aðildarviðræðum Stefán Haukur Jóhannesson og Björg Thorarensen og Þorsteinn Gunnarsson skrifa 21. desember 2012 06:00 Í vikunni fór fram ríkjaráðstefna í Brussel þar sem samningar hófust um sex nýja málaflokka í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Það er mesti fjöldi samningskafla sem hefur verið opnaður á sama fundi frá því að viðræðurnar hófust, en samanlagt voru opnaðir níu samningskaflar í formennskutíð Kýpur á síðustu sex mánuðum. Kaflarnir sem nú er byrjað að semja um eru flestir utan EES-samstarfsins, eins og evran og byggðamálin, og því má segja að viðræðurnar séu að færast inn á ný svið. Viðræður eru nú hafnar um 27 málaflokka af þeim 33 sem semja þarf um, en það eru um 4/5 allra mála. Þetta er umtalsverður árangur á þeim 18 mánuðum sem liðnir eru frá því að efnislegar samningaviðræður hófust. Evrumálin eru mikilvæg Þegar samningskaflinn um evruna var opnaður á ríkjaráðstefnunni 18. desember sl. kom fram í máli fulltrúa ESB að Ísland hefði fullnægjandi getu til að taka þátt í myntsamstarfinu, og taka upp evruna að uppfylltum ákveðnum efnahagslegum skilyrðum. Þetta greiðir götu fyrir mögulegri þátttöku Íslands í myntsamstarfinu ERM II. Þá gæti íslenska krónan komist í skjól með því að tengjast evrunni og efnahagsramma hennar, og þannig yrði lagður grunnur að auknum efnahagslegum stöðugleika. Um leið benti fulltrúi ESB á að tryggja þyrfti enn betur sjálfstæði Seðlabanka Íslands. Áður en til aðildar gæti komið yrði einnig nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöftin á Íslandi. Sameiginlegur vinnuhópur Íslands, ESB, Seðlabanka Evrópu og AGS skoðar það brýna úrlausnarefni sérstaklega. Tækifæri í byggðamálum Um þriðjungur útgjalda ESB rennur til byggðamála. Markmið byggðastefnu Evrópusambandsins er að jafna stöðu svæða í Evrópu og það er gert með því að styðja við verkefni sem stuðla að atvinnuuppbyggingu og bæta samkeppnishæfni á þeim svæðum sem eiga undir högg að sækja. Þau svæði sem einkum fá stuðning eru þau sem glíma meðal annars við fámenni, strjálbýli, einhæft atvinnulíf, erfitt náttúrufar og almennt harðbýlar aðstæður. Þetta hljómar kunnuglega fyrir okkur hér á Íslandi og það er mat samninganefndarinnar að Ísland uppfylli flest ef ekki öll þessi viðmið. Verkefnið í samningaviðræðunum er að búa þannig um hnúta að íslensk sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki geti nýtt sér þann stuðning sem er í boði innan ESB en í því felast mörg tækifæri. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga þessara aðila að taka þátt í uppbyggingarverkefnum ESB á sviði byggðamála. Hvað gerist næst? Eftir er að hefja viðræður um fimmtung samningskafla. Ísland hefur þegar afhent samningsafstöðu sína í samningsköflum um matvælaöryggi og dóms- og innanríkismál, og boltinn er því hjá Evrópusambandinu í þeim málum. Samninganefndin heldur nú áfram að undirbúa samningsafstöðu Íslands í landbúnaði og sjávarútvegi, og tvo EES-kafla sem fjalla um staðfesturétt, þjónustufrelsi og frjálsa fjármagnsflutninga (og tengjast þannig sjávarútvegskaflanum). Fram undan er að ljúka okkar undirbúningsvinnu á næstu misserum, í nánu samráði við hagsmunaaðila og Alþingi, hér eftir sem hingað til, og hefja svo viðræður um þessa kafla. Þá verða öll málefnin sem semja þarf um komin upp á borðið – þá hefst lokaáfanginn. Hagsmunir Íslands, og færni samningsaðila beggja vegna borðsins að finna lausnir, munu ráða hraðanum. Þolinmæði og úthald eru mikilvægir eiginleikar í samningum. Fagleg framvinda Samninganefndin hefur leitast við að starfa af fagmennsku. Sérhvert skref í viðræðunum hefur verið vandlega undirbúið að höfðu samráði við fjölmarga aðila og þannig hefur mikilvægum áföngum verið náð. Samvinna við Alþingi hefur verið góð, þótt vissulega séu þar skiptar skoðanir um Evrópumálin eins og eðlilegt er í lýðræðisríki. Öll meiriháttar mál, þ.m.t. samningsafstaða Íslands í öllum köflum, hafa verið rædd í utanríkismálanefnd og eftir atvikum fagnefndum þingsins. Öll gögn málsins hafa verið birt jafnt og þétt og samninganefndin hefur lagt sig fram um að upplýsa skilmerkilega um stöðu og framvindu viðræðnanna. Þannig á það líka að vera því viðræðurnar um aðild Íslands eru grundvallarhagsmunamál sem varðar alla þjóðina. Það er okkar mat að framlag þeirra fjölmörgu hagsmunaaðila, félagasamtaka, stofnana og sérfræðinga sem lagt hafa hönd á plóginn í samningavinnunni hingað til hafi verið ómetanlegt og gert málflutning Íslands áhrifameiri. Verkefni okkar í samninganefnd Íslands er skýrt: Að tryggja hagsmuni Íslands og koma heim með aðildarsamning sem Íslendingar geta tekið afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í vikunni fór fram ríkjaráðstefna í Brussel þar sem samningar hófust um sex nýja málaflokka í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Það er mesti fjöldi samningskafla sem hefur verið opnaður á sama fundi frá því að viðræðurnar hófust, en samanlagt voru opnaðir níu samningskaflar í formennskutíð Kýpur á síðustu sex mánuðum. Kaflarnir sem nú er byrjað að semja um eru flestir utan EES-samstarfsins, eins og evran og byggðamálin, og því má segja að viðræðurnar séu að færast inn á ný svið. Viðræður eru nú hafnar um 27 málaflokka af þeim 33 sem semja þarf um, en það eru um 4/5 allra mála. Þetta er umtalsverður árangur á þeim 18 mánuðum sem liðnir eru frá því að efnislegar samningaviðræður hófust. Evrumálin eru mikilvæg Þegar samningskaflinn um evruna var opnaður á ríkjaráðstefnunni 18. desember sl. kom fram í máli fulltrúa ESB að Ísland hefði fullnægjandi getu til að taka þátt í myntsamstarfinu, og taka upp evruna að uppfylltum ákveðnum efnahagslegum skilyrðum. Þetta greiðir götu fyrir mögulegri þátttöku Íslands í myntsamstarfinu ERM II. Þá gæti íslenska krónan komist í skjól með því að tengjast evrunni og efnahagsramma hennar, og þannig yrði lagður grunnur að auknum efnahagslegum stöðugleika. Um leið benti fulltrúi ESB á að tryggja þyrfti enn betur sjálfstæði Seðlabanka Íslands. Áður en til aðildar gæti komið yrði einnig nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöftin á Íslandi. Sameiginlegur vinnuhópur Íslands, ESB, Seðlabanka Evrópu og AGS skoðar það brýna úrlausnarefni sérstaklega. Tækifæri í byggðamálum Um þriðjungur útgjalda ESB rennur til byggðamála. Markmið byggðastefnu Evrópusambandsins er að jafna stöðu svæða í Evrópu og það er gert með því að styðja við verkefni sem stuðla að atvinnuuppbyggingu og bæta samkeppnishæfni á þeim svæðum sem eiga undir högg að sækja. Þau svæði sem einkum fá stuðning eru þau sem glíma meðal annars við fámenni, strjálbýli, einhæft atvinnulíf, erfitt náttúrufar og almennt harðbýlar aðstæður. Þetta hljómar kunnuglega fyrir okkur hér á Íslandi og það er mat samninganefndarinnar að Ísland uppfylli flest ef ekki öll þessi viðmið. Verkefnið í samningaviðræðunum er að búa þannig um hnúta að íslensk sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki geti nýtt sér þann stuðning sem er í boði innan ESB en í því felast mörg tækifæri. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga þessara aðila að taka þátt í uppbyggingarverkefnum ESB á sviði byggðamála. Hvað gerist næst? Eftir er að hefja viðræður um fimmtung samningskafla. Ísland hefur þegar afhent samningsafstöðu sína í samningsköflum um matvælaöryggi og dóms- og innanríkismál, og boltinn er því hjá Evrópusambandinu í þeim málum. Samninganefndin heldur nú áfram að undirbúa samningsafstöðu Íslands í landbúnaði og sjávarútvegi, og tvo EES-kafla sem fjalla um staðfesturétt, þjónustufrelsi og frjálsa fjármagnsflutninga (og tengjast þannig sjávarútvegskaflanum). Fram undan er að ljúka okkar undirbúningsvinnu á næstu misserum, í nánu samráði við hagsmunaaðila og Alþingi, hér eftir sem hingað til, og hefja svo viðræður um þessa kafla. Þá verða öll málefnin sem semja þarf um komin upp á borðið – þá hefst lokaáfanginn. Hagsmunir Íslands, og færni samningsaðila beggja vegna borðsins að finna lausnir, munu ráða hraðanum. Þolinmæði og úthald eru mikilvægir eiginleikar í samningum. Fagleg framvinda Samninganefndin hefur leitast við að starfa af fagmennsku. Sérhvert skref í viðræðunum hefur verið vandlega undirbúið að höfðu samráði við fjölmarga aðila og þannig hefur mikilvægum áföngum verið náð. Samvinna við Alþingi hefur verið góð, þótt vissulega séu þar skiptar skoðanir um Evrópumálin eins og eðlilegt er í lýðræðisríki. Öll meiriháttar mál, þ.m.t. samningsafstaða Íslands í öllum köflum, hafa verið rædd í utanríkismálanefnd og eftir atvikum fagnefndum þingsins. Öll gögn málsins hafa verið birt jafnt og þétt og samninganefndin hefur lagt sig fram um að upplýsa skilmerkilega um stöðu og framvindu viðræðnanna. Þannig á það líka að vera því viðræðurnar um aðild Íslands eru grundvallarhagsmunamál sem varðar alla þjóðina. Það er okkar mat að framlag þeirra fjölmörgu hagsmunaaðila, félagasamtaka, stofnana og sérfræðinga sem lagt hafa hönd á plóginn í samningavinnunni hingað til hafi verið ómetanlegt og gert málflutning Íslands áhrifameiri. Verkefni okkar í samninganefnd Íslands er skýrt: Að tryggja hagsmuni Íslands og koma heim með aðildarsamning sem Íslendingar geta tekið afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun