Framtíðarnýting orkuauðlinda á Íslandi Jóhanna Harpa Árnadóttir skrifar 6. mars 2012 06:00 Fyrir Alþingi liggur til afgreiðslu Orkustefna fyrir Ísland en slík stefnumótun og eftirfylgni með henni getur ráðið miklu um lífskjör á Íslandi í framtíðinni. Fleiri mikilvæg mál bíða. Fyrirhugað er að leggja fram þingsályktun um rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða á yfirstandandi þingi, með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði, en unnið hefur verið að áætluninni síðan árið 1999. Ef um þessi tvö mikilvægu mál næst samstaða verður komin stefnumarkandi ákvörðun sem snertir alla þjóðina og hefur afgerandi áhrif á þjóðarhag. Það má því segja að við stöndum á krossgötum. Nauðsynlegt er að átta sig á hvert leiðin liggur og ná sátt um hvert skal haldið. Ljóst er að sú tíð er liðin að ráðist verði í framkvæmdir við stórvirkjun til sölu á orku til eins kaupanda. Í Orkustefnunni kemur fram að í dag er verið að nýta um 18 Twh/a en því til viðbótar getur áætluð orkugeta í vatnsafli og jarðvarma verið 12-16 Twh/a skv. niðurstöðum rammaáætlunar. Flestir geta verið sammála um að æskilegt sé að fá fjölbreyttari hóp orkukaupenda um leið og þeim er fjölgað. En hverjir eru þessir væntanlegu orkukaupendur og hvaða atvinnutækifæri munu þeir skapa? Verða þeir jafnvel á meginlandi Evrópu og orkan seld um sæstreng ? Þrátt fyrir að yfir 80% af frumorkuþörf Íslendinga komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum eru 20% þess sem við notum jarðefnaeldsneyti.Í dag er það dýr orkugjafi og allar líkur á að hann verði það áfram á komandi árum og áratugum. Innflutningur þess er kostnaðarsamur og þar að auki eru áhrif á umhverfi tengd jarðefnaeldsneyti neikvæð. Það þarf því að leita leiða til að lækka þetta hlutfall enn frekar og þá með því að innleiða endurnýjanlega orkugjafa í samgöngur til sjós og lands. Nú þegar gerum við slíkt með góðum árangri. Með því að nýta heitt vatn til upphitunar á húsum sparast um 80 milljarðar króna á ári hérlendis miðað við ef innflutt jarðefnaeldsneyti væri notað til húshitunar. Verkfræðingar hafa í meira en 100 ár tengst orkuuppbyggingu hér á landi s.s. hitaveitum, rafveitum og orkuvinnslu. Á aðalfundi Verkfræðingafélags Íslands árið 2011 voru samþykktar endurskoðaðar siðareglur. Þar er áréttað að verkfræðingar eru meðvitaðir um áhrif verka sinna á samfélag, umhverfi og náttúru. Felur það m.a. í sér að verkfræðingar taka virkan þátt í upplýstri opinberri umræðu um samfélagsleg málefni þegar hún beinist að fagsviði starfsins. Það er því á ábyrgð félagsins að skapa vettvang þar sem rætt verði um framtíðarnýtingu orkuauðlinda landsins á faglegum grundvelli og með sjálfbærni að leiðarljósi en þannig er verið að tryggja efnahagslega, samfélagslega og umhverfislega hagsmuni komandi kynslóða. Það þarf að horfa til framtíðar og svara spurningum eins og hversu hratt á að nýta auðlindirnar og hversu mikið? Hvaða notkun á orkunni er eftirsóknarverð og hver eru áhrif þess á samfélagið? Með því að leitast við að svara þessum spurningum eflum við samræðu sem nauðsynleg er að fari fram og komum á framfæri fleiri sjónarhornum. Framan af 20. öldinni þurftu íslenskir verkfræðingar að sækja menntun sína til útlanda. Fyrstu verkfræðingarnir komu heim með menntun sem þeir náðu að aðlaga og nýta við mjög svo erfiðar aðstæður. Með tilkomu verkfræðináms við Háskóla Íslands árið 1940, og síðar við Háskólann í Reykjavík, hafa möguleikar til náms í verkfræði aukist til muna. Þessi þróun hefur m.a. stuðlað að því að verkfræðingar hafa getað sinnt æ stærri og flóknari verkefnum til góðs fyrir almannaheill. Ekki þarf lengur að styðjast við þekkingu erlendra verkfræðinga en það er ekki lengra síðan en við hönnun Búrfellsvirkjunar, á sjöunda áratug síðustu aldar, að leita þurfti út fyrir landsteinana eftir nauðsynlegri verkfræðiþekkingu. Sú verkfræðilega þekking og kunnátta sem hefur orðið til í landinu á sl. áratugum hefur orðið til þess að ekki hefur orðið meiriháttar atvinnuleysi í faginu nú eftir hrun. Verkfræðifyrirtækin hafa getað selt þjónustu sína, og tekið að sér verkefni erlendis, í samkeppni við erlenda aðila. Segja má að sem þjóð höfum við náð verkfræðilegu sjálfstæði en öflug verkfræði og tæknimenntun eru forsenda þess að tæknivædd þekkingarfyrirtæki geti fæðst, vaxið og dafnað í landinu. Það er því mikilvægt að við ræðum það hvernig auðlindir landsins eru og verði nýttar til áframhaldandi uppbyggingar íslensks samfélags og tækniþekkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur til afgreiðslu Orkustefna fyrir Ísland en slík stefnumótun og eftirfylgni með henni getur ráðið miklu um lífskjör á Íslandi í framtíðinni. Fleiri mikilvæg mál bíða. Fyrirhugað er að leggja fram þingsályktun um rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða á yfirstandandi þingi, með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði, en unnið hefur verið að áætluninni síðan árið 1999. Ef um þessi tvö mikilvægu mál næst samstaða verður komin stefnumarkandi ákvörðun sem snertir alla þjóðina og hefur afgerandi áhrif á þjóðarhag. Það má því segja að við stöndum á krossgötum. Nauðsynlegt er að átta sig á hvert leiðin liggur og ná sátt um hvert skal haldið. Ljóst er að sú tíð er liðin að ráðist verði í framkvæmdir við stórvirkjun til sölu á orku til eins kaupanda. Í Orkustefnunni kemur fram að í dag er verið að nýta um 18 Twh/a en því til viðbótar getur áætluð orkugeta í vatnsafli og jarðvarma verið 12-16 Twh/a skv. niðurstöðum rammaáætlunar. Flestir geta verið sammála um að æskilegt sé að fá fjölbreyttari hóp orkukaupenda um leið og þeim er fjölgað. En hverjir eru þessir væntanlegu orkukaupendur og hvaða atvinnutækifæri munu þeir skapa? Verða þeir jafnvel á meginlandi Evrópu og orkan seld um sæstreng ? Þrátt fyrir að yfir 80% af frumorkuþörf Íslendinga komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum eru 20% þess sem við notum jarðefnaeldsneyti.Í dag er það dýr orkugjafi og allar líkur á að hann verði það áfram á komandi árum og áratugum. Innflutningur þess er kostnaðarsamur og þar að auki eru áhrif á umhverfi tengd jarðefnaeldsneyti neikvæð. Það þarf því að leita leiða til að lækka þetta hlutfall enn frekar og þá með því að innleiða endurnýjanlega orkugjafa í samgöngur til sjós og lands. Nú þegar gerum við slíkt með góðum árangri. Með því að nýta heitt vatn til upphitunar á húsum sparast um 80 milljarðar króna á ári hérlendis miðað við ef innflutt jarðefnaeldsneyti væri notað til húshitunar. Verkfræðingar hafa í meira en 100 ár tengst orkuuppbyggingu hér á landi s.s. hitaveitum, rafveitum og orkuvinnslu. Á aðalfundi Verkfræðingafélags Íslands árið 2011 voru samþykktar endurskoðaðar siðareglur. Þar er áréttað að verkfræðingar eru meðvitaðir um áhrif verka sinna á samfélag, umhverfi og náttúru. Felur það m.a. í sér að verkfræðingar taka virkan þátt í upplýstri opinberri umræðu um samfélagsleg málefni þegar hún beinist að fagsviði starfsins. Það er því á ábyrgð félagsins að skapa vettvang þar sem rætt verði um framtíðarnýtingu orkuauðlinda landsins á faglegum grundvelli og með sjálfbærni að leiðarljósi en þannig er verið að tryggja efnahagslega, samfélagslega og umhverfislega hagsmuni komandi kynslóða. Það þarf að horfa til framtíðar og svara spurningum eins og hversu hratt á að nýta auðlindirnar og hversu mikið? Hvaða notkun á orkunni er eftirsóknarverð og hver eru áhrif þess á samfélagið? Með því að leitast við að svara þessum spurningum eflum við samræðu sem nauðsynleg er að fari fram og komum á framfæri fleiri sjónarhornum. Framan af 20. öldinni þurftu íslenskir verkfræðingar að sækja menntun sína til útlanda. Fyrstu verkfræðingarnir komu heim með menntun sem þeir náðu að aðlaga og nýta við mjög svo erfiðar aðstæður. Með tilkomu verkfræðináms við Háskóla Íslands árið 1940, og síðar við Háskólann í Reykjavík, hafa möguleikar til náms í verkfræði aukist til muna. Þessi þróun hefur m.a. stuðlað að því að verkfræðingar hafa getað sinnt æ stærri og flóknari verkefnum til góðs fyrir almannaheill. Ekki þarf lengur að styðjast við þekkingu erlendra verkfræðinga en það er ekki lengra síðan en við hönnun Búrfellsvirkjunar, á sjöunda áratug síðustu aldar, að leita þurfti út fyrir landsteinana eftir nauðsynlegri verkfræðiþekkingu. Sú verkfræðilega þekking og kunnátta sem hefur orðið til í landinu á sl. áratugum hefur orðið til þess að ekki hefur orðið meiriháttar atvinnuleysi í faginu nú eftir hrun. Verkfræðifyrirtækin hafa getað selt þjónustu sína, og tekið að sér verkefni erlendis, í samkeppni við erlenda aðila. Segja má að sem þjóð höfum við náð verkfræðilegu sjálfstæði en öflug verkfræði og tæknimenntun eru forsenda þess að tæknivædd þekkingarfyrirtæki geti fæðst, vaxið og dafnað í landinu. Það er því mikilvægt að við ræðum það hvernig auðlindir landsins eru og verði nýttar til áframhaldandi uppbyggingar íslensks samfélags og tækniþekkingar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun