
Landlæknir og PSA-mælingar
Getur það verið vegna vankunnáttu að lýst sé yfir að engin heilbrigðisyfirvöld hvetji menn að láta mæla hjá sér PSA? Viðkomandi bandarísk stofnun er the National Cancer Institute at the National Institute of Health í Washington. Þessi stofnun upplýsir að the U.S. Food and Drug Administration (FDA) hefur staðfest að PSA-mæling og þuklun sé notað til að hjálpa til við að greina blöðruhálskrabbamein í körlum 50 ára og eldri. („has approved the use of the PSA test along with digital rectal exam to help detect prostate cancer on men age 50 and older"). Ameríska tryggingarkerfið – Medicare – greiðir fyrir árlegt PSA próf allra karlmanna 50 ára og eldri. Athugun sem Harvard gerði 2005 leiddi í ljós að karlmenn sem láta gera PSA-próf árlega hafi þrisvar sinnum minni líkur að deyja úr krabbameini en þeir sem ekki gera það.
Varðandi meðferðarúrræði má benda á spánnýja (febrúar 2012) bandaríska athugun frá Kibel et al. á 10 ára lífslíkum eftir skurðaðgerð, ytri geislun og innri geislun. Um er að ræða 10.429 sjúklinga á tveim sjúkrahúsum m.t.t. byrjunargilda PSA, Gleason og klínískrar stöðu. Fyrir þá 6.485 sem voru í skurðaðgerð ( radical prostatectomy of some type) voru 10 ára lífslíkur 88,9%, fyrir 2.264 sem fengu geislun ( some form of external beam radiation therapy – EBRT) var það 82,6% og fyrir 1.680 í innri geislun (brachytherapy) 81,7%. Væri ekki rétt að upplýsa fremur um þetta en aukaverkanir eins og ristruflanir og þvagleka?
Svo vikið sé að minni reynslu, greindist ég með staðbundið BHKK haustið 2009 en hafði þá verið í árlegu eftirliti frá því 2000 með PSA blóðprófi, þreifingu, ómskoðun og sýnatöku. Um var lengi að ræða nokkuð hækkað PSA gildi og stækkun kirtilsins sem reyndist góðkynja. Haustið 2009 fór þetta úr böndunum og ég mældist með PSA 25 og Gleason greiningu 9. Talið er að mikil hætta sé á ferðum ef PSA er yfir 20 og Gleason yfir 8. Það sem ákveðið var fyrir mig var geislameðferð. Ég fékk sk IMRT High Dose geislun eða 76Gy eða 2Gy í hvert skipti og þýddi það 38 komur í tækin á Krabbameinadeild LSH. Þetta tók tæpt kortér í geislun og var ég lengst af þarna kl. 1.30 fimm virka daga vikunnar í apríl-júní 2010 og naut þar frábærrar aðhlynningar starfsliðs þessa erfiða sviðs. Tekið er á móti 40-50 krabbameinssjúklingum á dag í geislameðferðir. Frá byrjun og samhliða geisluninni var ég í hórmónahvarfsmeðferð með tveim lyfjum. Geislameðferðin er sársaukalaus en aukaverkanir voru aðallega þreyta og taugastrekkingur. PSA-ið fór í 2.5 í meðferðinni, varð 0.05 við lokin og var þar enn í ársbyrjun 2012. Er enn á mjög minnkuðum lyfjaskammti, reyndar með hliðarverkunum sem mér eru ekki til teljandi ama. Þetta gat með öðrum orðum ekki verið betra.
Er þarna nokkurn lærdóm að draga í sambandi við forvarnir? Hér skal þá fullyrt það augljósa, að það er aðeins vegna reglulegra töku PSA gildanna að það er í tæka tíð hægt að hjálpa mér. Meinið var staðbundið í kirtlinum og þá eru ráð til að eyða því. Þannig á ég frábærum læknum og geislameðferðartæki LSH bókstaflega líf mitt að launa.
Krabbamein er hræðilegur sjúkdómur þegar illa fer. Við sem fórum í meðferð vegna BHKK, höfum víst margir einhverjar aukaverkanir. Hvað sjálfan mig snertir er það blátt áfram afkáralegt – absúrd – að spyrja hvorn kostinn ég hefði valið, að dragast upp í kvalafullum sjúkdómi eða að fá að lifa þótt með einhverjum aukaverkunum sé. Þetta er því að þakka að fylgst var með mér með PSA- mælingum. Landlæknir segir að ekki hafi verið sýnt með óyggjandi hætti að það bjargi mannslífum. Einmitt það, segi ég þá undrandi.
Skoðun

Ég frétti af konu
Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar

Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Eineltið endaði með örkumlun
Davíð Bergmann skrifar

Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs
Finnur Ulf Dellsén skrifar

Við megum ekki tapa leiknum utan vallar
Eysteinn Pétur Lárusson skrifar

Börnin heyra bara sprengjugnýinn
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Gagnslausa fólkið
Þröstur Friðfinnsson skrifar

Tjáningarfrelsi
Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar

Allt mun fara vel
Bjarni Karlsson skrifar

Normið á ekki síðasta orðið
Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar

Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Við lifum á tíma fasisma
Una Margrét Jónsdóttir skrifar

Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hinir miklu lýðræðissinnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Kolefnishlutleysi eftir 15 ár?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Gleði eða ógleði?
Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar

Tískuorð eða sjálfsögð réttindi?
Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar

Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir
Freyr Ólafsson skrifar

Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Er einhver hissa á fúskinu?
Magnús Guðmundsson skrifar

Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar?
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

„Þótt náttúran sé lamin með lurk!“
Sigurjón Þórðarson skrifar

Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana
María Lilja Tryggvadóttir skrifar

Nám í skugga óöryggis
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Tæknin á ekki að nota okkur
Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar

Ytra mat í skólum og hvað svo?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar