Sagan af litla gula hagkerfinu Kristinn Örn Torfason skrifar 27. febrúar 2012 11:45 Margir hafa uppi stór orð um hugmyndir Lilju Mósesdóttur þessa dagana - ansi löng og fyrirferðamikil orð eins og „lýðskrumari" og „bullhagfræðingur." Sem betur fer fyrir þann er hér ritar, eru slík orð löng og mikil um sig þannig að höfundi finnst hann hafa úr talsverðu að moða og jafnvel eiga möguleika á að skilja orðin. Sá er hér ritar á oft erfitt með að skilja virkilega stór orð - þung orð eins og „guð," „ást" og „líf" svo eitthvað sé nefnt. Undirritaður getur því miður ekki talist til „bullhagfræðinga" - hefur enda enga formlega menntun hvað hagfræði varðar af nokkru tagi. Hvar er hægt að læra að vera „lýðskrumari," og hvað ætli orðið þýði nákvæmlega? Er það grein innan hagfræðinnar? Í fávisku sinni sest sá er hér ritar í þægilegan stól og hugsar svolitla stund. Hann myndast við að beita nokkru sem gjarna er kallað hugsuð tilraun. Það er mikilvægt að vanda sig við að hugsa, og freista þess að einfalda hlutina eitthvað til þess að komast nær kjarna málanna. Tilrauninin verður að upprifjun og vangaveltum yfir lítilli sögu sem höfundur heyrði einhvern tíma. Sagan var nokkurn vegin svona : Ferðalangur kemur í þorp nokkurt, og gengur inn á gistiheimilið á staðnum. Hann hittir að máli gestgjafann og beiðist gistingar. Gestgjafinn tekur honum fagnandi, enda nægt laust rými fyrir ferðalanginn. Gistingin kostar 100 gulur, og greiðir ferðalangurinn gestfjafanum fyrir gistinguna. Þessu næst segist ferðalangurinn ætla að fara í gönguferð um þorpið að finna leiði í kirkjugarðinum og sýna vini sínum sem þar er grafinn virðingu sína. Eftir að hafa sagt ferðalanginum til vegar, fer gestgjafinn að hitta smiðinn. Hann borgar smiðnum 100 gulu skuldina fyrir vinnu við endurbætur á gistiheimilinu. Smiðurinn er himinlifandi og fer til endurskoðandans og borgar honum 100 gulu skuldina sem hafði orðið til þegar bókhald smiðsins var lagfært. Endurskoðandinn fer beina leið til gestgjafans og borgar honum 100 gulu skuldina fyrir aðstöðuna þegar hann hélt héraðsnámskeiðið í bókfærslu. Nokkru síðar kemur ferðalangurinn úr labbitúrnum. Hann útskýrir fyrir gestgjafanum að hann hafi farið þorpavillt - að vinur hans sé jarðsettur í næsta þorpi, og biður gestgjafann að endurgreiða sér gistinguna. Gestgjafanum fannst það sjálfsagt og endurgreiðir ferðalangnum 100 gulurnar hans. Ferðalangurinn kveður þessu næst með virktum og hverfur á braut. Eftir standa gestgjafinn, smiðurinn og endurskoðandinn - allir skuldlausir. Litla gula hagkerfi þorpsins þeirra er skyndilega laust við skuldir eftir stutta viðkomu ferðalangsins. Sá er hér ritar er alls ekki hagfræðingur, hvað þá „bullhagfræðingur," heldur aðeins fyrstaársnemi í heimspeki - á öðru misseri náms sem er með eindæmum áhugavert og nærandi. Það væri hyggilegt fyrir lesandann að taka því sem hér er ritað á gagnrýninn hátt, og jafnvel eyða svolitlum tíma sjálfur í að hugsa vandlega um þessa litlu sögu í því skyni að velta fyrir sér hvort einhver boðskapur gæti leynst í henni. Hver veit, máske gæti eihver alvöru hagfræðingur haft eitthvað um þennan litla pistil að segja, og frætt okkur hin sem erum ekki hagfræðingar eitthvað nánar um hvað í þessari litlu sögu felst. Kristinn Örn Torfason, heimspekinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Margir hafa uppi stór orð um hugmyndir Lilju Mósesdóttur þessa dagana - ansi löng og fyrirferðamikil orð eins og „lýðskrumari" og „bullhagfræðingur." Sem betur fer fyrir þann er hér ritar, eru slík orð löng og mikil um sig þannig að höfundi finnst hann hafa úr talsverðu að moða og jafnvel eiga möguleika á að skilja orðin. Sá er hér ritar á oft erfitt með að skilja virkilega stór orð - þung orð eins og „guð," „ást" og „líf" svo eitthvað sé nefnt. Undirritaður getur því miður ekki talist til „bullhagfræðinga" - hefur enda enga formlega menntun hvað hagfræði varðar af nokkru tagi. Hvar er hægt að læra að vera „lýðskrumari," og hvað ætli orðið þýði nákvæmlega? Er það grein innan hagfræðinnar? Í fávisku sinni sest sá er hér ritar í þægilegan stól og hugsar svolitla stund. Hann myndast við að beita nokkru sem gjarna er kallað hugsuð tilraun. Það er mikilvægt að vanda sig við að hugsa, og freista þess að einfalda hlutina eitthvað til þess að komast nær kjarna málanna. Tilrauninin verður að upprifjun og vangaveltum yfir lítilli sögu sem höfundur heyrði einhvern tíma. Sagan var nokkurn vegin svona : Ferðalangur kemur í þorp nokkurt, og gengur inn á gistiheimilið á staðnum. Hann hittir að máli gestgjafann og beiðist gistingar. Gestgjafinn tekur honum fagnandi, enda nægt laust rými fyrir ferðalanginn. Gistingin kostar 100 gulur, og greiðir ferðalangurinn gestfjafanum fyrir gistinguna. Þessu næst segist ferðalangurinn ætla að fara í gönguferð um þorpið að finna leiði í kirkjugarðinum og sýna vini sínum sem þar er grafinn virðingu sína. Eftir að hafa sagt ferðalanginum til vegar, fer gestgjafinn að hitta smiðinn. Hann borgar smiðnum 100 gulu skuldina fyrir vinnu við endurbætur á gistiheimilinu. Smiðurinn er himinlifandi og fer til endurskoðandans og borgar honum 100 gulu skuldina sem hafði orðið til þegar bókhald smiðsins var lagfært. Endurskoðandinn fer beina leið til gestgjafans og borgar honum 100 gulu skuldina fyrir aðstöðuna þegar hann hélt héraðsnámskeiðið í bókfærslu. Nokkru síðar kemur ferðalangurinn úr labbitúrnum. Hann útskýrir fyrir gestgjafanum að hann hafi farið þorpavillt - að vinur hans sé jarðsettur í næsta þorpi, og biður gestgjafann að endurgreiða sér gistinguna. Gestgjafanum fannst það sjálfsagt og endurgreiðir ferðalangnum 100 gulurnar hans. Ferðalangurinn kveður þessu næst með virktum og hverfur á braut. Eftir standa gestgjafinn, smiðurinn og endurskoðandinn - allir skuldlausir. Litla gula hagkerfi þorpsins þeirra er skyndilega laust við skuldir eftir stutta viðkomu ferðalangsins. Sá er hér ritar er alls ekki hagfræðingur, hvað þá „bullhagfræðingur," heldur aðeins fyrstaársnemi í heimspeki - á öðru misseri náms sem er með eindæmum áhugavert og nærandi. Það væri hyggilegt fyrir lesandann að taka því sem hér er ritað á gagnrýninn hátt, og jafnvel eyða svolitlum tíma sjálfur í að hugsa vandlega um þessa litlu sögu í því skyni að velta fyrir sér hvort einhver boðskapur gæti leynst í henni. Hver veit, máske gæti eihver alvöru hagfræðingur haft eitthvað um þennan litla pistil að segja, og frætt okkur hin sem erum ekki hagfræðingar eitthvað nánar um hvað í þessari litlu sögu felst. Kristinn Örn Torfason, heimspekinemi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun