Út með bleika fílinn 17. ágúst 2012 16:00 Það er gleðiefni að sjá að „Bleiki fíllinn“ virðist vera á vörum margra landsmanna. Reyndar er hugsunin á bak við bleika fílinn sorgarefni (hann stendur jú fyrir nauðgara eða nauðgun) – en markmið átaksins var að stuðla að hugarfarsbreytingu – og til að hefja hugarfarsbreytingu verður að byrja á að fá fólk til að tala. Og það virðist hafa tekist.En hvað er „Bleiki fíllinn“? Þetta hófst með Meintu Druslugöngunni. Aðstandendur hennar í Vestmannaeyjum héldu þar ræðu þar sem algenga setningin „bleiki fíllinn í stofunni“ var notuð um vandamál sem virðist vera orðið svo stórt að fólk hikar við að reyna að leysa það og reynir frekar að líta fram hjá því. Í þessu samhengi var átt við nauðganir í samfélagi okkar. Þar hittu aðstandendur göngunnar forsvarsmenn ÍBV. Fljótlega funduðu þessir aðilar og stofnaður var Forvarnahópur ÍBV. Starfsemi hópsins er hugsuð allt árið um kring og ekki einungis kringum Þjóðhátíð. En alvarlegasta vandamálið sem þurfti að beina sjónum að fyrst var nokkuð augljóst: nauðganir. Íslenskt samfélag er mjög einkennilegt þegar kemur að því hver ber ábyrgð á glæpum. Við tökum í sífellu ábyrgðina af þeim sem braut á og klínum ábyrgðinni á brotaþola. Hve oft segjum við við börnin okkar „Passaðu þig á bílunum!“ í staðinn fyrir að kalla á eftir hvort öðru „Mundu, ekki keyra eins og hálfviti!“ Ef það er brotist inn á heimili okkar taka tryggingafélögin jafnvel þátt í þessu ef einn gluggi var ólæstur. Þá er ábyrgðin tekin af þeim sem braut þau grundvallarmannréttindi okkar að ekki sé brotist inn á heimili okkar því þessi eini gluggi var ólæstur. Þá sýndum við „óábyrga“ hegðun (en ekki sá sem braust inn?). Við lifum í samfélagi sem virðist hafa undanfarin ár gefist upp í bardaganum gagnvart kynferðisofbeldi. Þetta er hryllilegur glæpur sem fólk á erfitt með að horfast í augu við. Skiljanlega. En í stað þess að beina sjónum okkar að gerandanum reynum við að koma sökinni yfir á alla aðra og það versta er, við reynum að kenna brotaþola um. Sá eini sem ber ábyrgð á þessum glæp er gerandinn. Punktur. Gerandinn er ekki eitthvert losaralegt hugtak eða gegnsætt ský, gerandinn er manneskja af holdi og blóði, sem braut á annarri manneskju, vissulega af mismiklum brotavilja, en braut ekki bara lög heldur braut á bak aftur mannréttindi annarrar manneskju til að lifa sínu lífi eins og sú manneskja kýs. Hingað og ekki lengra. Við neitum að líta fram hjá þessu lengur. Við höfum fengið nóg. Við viljum að samfélag okkar fari að tala saman um þennan glæp. Hann á ekki að vera einhvers konar „óumflýjanlegur“ fylgifiskur skemmtanahalds Íslendinga. Hann þarf heldur ekki að vera einhver fylgja við tilveru okkar. Í alvöru? Af hverju ölum við t.d. stúlkur upp við að hræðast vissar aðstæður í staðinn fyrir að ala börnin okkar upp í því einfalda viðmiði að bera virðingu fyrir öðrum manneskjum og að hreinlega „ekki nauðga“? Reynsla okkar af átakinu á þessari umtöluðu hátíð var merkileg. Fyrirtæki bæjarins flykktust um að taka þátt í því með okkur ásamt bæjarbúum. Við bjuggum til stiklur á risaskjáina sem spurðu spurninga eins og „Er bleikur fíll í þínu liði?“ eða bentu á augljósar staðreyndir eins og „Það MÁ skipta um skoðun“ og „Það býður enginn upp á að láta nauðga sér“ ásamt því að hamra á mikilvægi samþykkis í kynlífi. Við útbýttum límmiðum á tjöldin þar sem bleikum fílum var vinsamlegast bent á að halda sig úti (límmiðarnir urðu reyndar það vinsælir að fólk var farið að setja þetta bannmerki á sig). Við heyrðum ungt fólk á förnum vegi tala um hvað þetta væri „geggjað átak“ og það sem líklega hefur verið vænlegast til árangurs – karlkyns sjálfboðaliðar gengu um tjaldsvæðið og ræddu við aðra unga karlmenn um kynlíf, samþykki, nauðganir, alvarleika þess að segja nauðgunarbrandara o.s.frv. Einn ungur maður ætlaði að fara með nauðgunarbrandara þegar talsmaður átaksins sagði honum frá viðtölum sem höfðu verið tekin við nauðgara þar sem þeir sögðu frá því að þegar þeir væru í hópi þar sem slíkir „brandarar“ voru sagðir, upplifðu þeir þögult samþykki frá hinum. Að innst inni væru allir hinir í hópnum sammála um að nauðganir væru í lagi, þeir bara þyrðu ekki að stíga fram og segja það. Mundu þetta næst þegar þú segir nauðgunarbrandara, það gæti verið bleikur fíll í hópnum sem lítur á þig sem einn af nauðgurum. Kúl, ha? Að fá karlmenn til að tala við aðra karlmenn um nauðganir er svo hin grundvallarhugsunin á bak við átakið. Vissulega má núna karpa um að konur nauðgi líka en tölum íslensku; gerendur eru í langstærstum hluta karlmenn. Og þó nauðganir hafi ætíð verið hluti af samfélagi okkar virðist sem klámvæðingin hafi gert skilin milli kynlífs og nauðgunar furðulega óljós undanfarin ár. En karlmenn samsama sig frekar með öðrum karlmönnum – hvað þá einhverjum sem þeir líta upp til. Ef fyrirmynd stígur fram og talar um mikilvægi samþykkis, að það skipti ekki öllu að „skora“ – að ef leiðtogi hópsins gerir lítið úr nauðgunum þá megi andmæla og svona mætti lengi telja, þá getum við mögulega komið af stað hugarfarsbreytingu. Og þá kemur að stóru spurningunni: Fyrst nauðganir hafa verið hluti af samfélagi mannsins frá örófi alda, er þá ekki algjör tímasóun að reyna að sporna við þeim? Svarið er nei. Það er ALDREI tímasóun að reyna að betrumbæta samfélag okkar. Það er aftur á móti alltaf tímasóun að líta á glasið hálftómt og tuða í neikvæðnistóni yfir einhverju sem verið er að reyna að laga. Því ef við vinnum saman, getum við allt. Breytum orðræðunni, hættum að segja nauðgunarbrandara, hættum að ala stúlkur upp í að þær séu bráðin og karlarnir veiðimennirnir, hættum að ala stráka upp í að karlmennska þeirra byggist á tölum um fjölda kvenna en ekki gæðin á bak við frammistöðu þeirra (virðing, nærgætni, spyrja óhikað um samþykki), hættum að ala stúlkur upp í að þær séu ekki kynverur og megi ekki vera graðar (við vitum öll að það er kjaftæði), hættum að útbreiða þá mýtu að karlmenn séu ekki tilfinningaverur, hættum að ala börnin okkar upp í að einhver bjóði uppá að brjóta megi á sér og hættum að gefa í skyn að einhver annar beri ábyrgð á slíkum glæpum nema gerandinn. Karlmenn, stígið fram, hættið að þegja. Við vitum að þið viljið ekki að dætur ykkar, eiginkonur, kærustur, systur, mæður lifi í þessum grákalda veruleika, að það eru hreinlega góðar líkur á því að þær verði fyrir kynferðisofbeldi um ævina. Gerið eitthvað í því. Byrjið að tala. Þið eruð þeir einu sem getið í alvöru gert eitthvað til forvarna. Þessi bleiki fíll er jú stór og mikill. Við þurfum ykkar krafta til að losa okkur við hann. Höfundar eru: Jóhanna Ýr Jónsdóttir, Hilmar Jón Stefánsson, Birkir Thór Högnason, Halldór Hrafn Gíslason og Sísí Ástþórsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það er gleðiefni að sjá að „Bleiki fíllinn“ virðist vera á vörum margra landsmanna. Reyndar er hugsunin á bak við bleika fílinn sorgarefni (hann stendur jú fyrir nauðgara eða nauðgun) – en markmið átaksins var að stuðla að hugarfarsbreytingu – og til að hefja hugarfarsbreytingu verður að byrja á að fá fólk til að tala. Og það virðist hafa tekist.En hvað er „Bleiki fíllinn“? Þetta hófst með Meintu Druslugöngunni. Aðstandendur hennar í Vestmannaeyjum héldu þar ræðu þar sem algenga setningin „bleiki fíllinn í stofunni“ var notuð um vandamál sem virðist vera orðið svo stórt að fólk hikar við að reyna að leysa það og reynir frekar að líta fram hjá því. Í þessu samhengi var átt við nauðganir í samfélagi okkar. Þar hittu aðstandendur göngunnar forsvarsmenn ÍBV. Fljótlega funduðu þessir aðilar og stofnaður var Forvarnahópur ÍBV. Starfsemi hópsins er hugsuð allt árið um kring og ekki einungis kringum Þjóðhátíð. En alvarlegasta vandamálið sem þurfti að beina sjónum að fyrst var nokkuð augljóst: nauðganir. Íslenskt samfélag er mjög einkennilegt þegar kemur að því hver ber ábyrgð á glæpum. Við tökum í sífellu ábyrgðina af þeim sem braut á og klínum ábyrgðinni á brotaþola. Hve oft segjum við við börnin okkar „Passaðu þig á bílunum!“ í staðinn fyrir að kalla á eftir hvort öðru „Mundu, ekki keyra eins og hálfviti!“ Ef það er brotist inn á heimili okkar taka tryggingafélögin jafnvel þátt í þessu ef einn gluggi var ólæstur. Þá er ábyrgðin tekin af þeim sem braut þau grundvallarmannréttindi okkar að ekki sé brotist inn á heimili okkar því þessi eini gluggi var ólæstur. Þá sýndum við „óábyrga“ hegðun (en ekki sá sem braust inn?). Við lifum í samfélagi sem virðist hafa undanfarin ár gefist upp í bardaganum gagnvart kynferðisofbeldi. Þetta er hryllilegur glæpur sem fólk á erfitt með að horfast í augu við. Skiljanlega. En í stað þess að beina sjónum okkar að gerandanum reynum við að koma sökinni yfir á alla aðra og það versta er, við reynum að kenna brotaþola um. Sá eini sem ber ábyrgð á þessum glæp er gerandinn. Punktur. Gerandinn er ekki eitthvert losaralegt hugtak eða gegnsætt ský, gerandinn er manneskja af holdi og blóði, sem braut á annarri manneskju, vissulega af mismiklum brotavilja, en braut ekki bara lög heldur braut á bak aftur mannréttindi annarrar manneskju til að lifa sínu lífi eins og sú manneskja kýs. Hingað og ekki lengra. Við neitum að líta fram hjá þessu lengur. Við höfum fengið nóg. Við viljum að samfélag okkar fari að tala saman um þennan glæp. Hann á ekki að vera einhvers konar „óumflýjanlegur“ fylgifiskur skemmtanahalds Íslendinga. Hann þarf heldur ekki að vera einhver fylgja við tilveru okkar. Í alvöru? Af hverju ölum við t.d. stúlkur upp við að hræðast vissar aðstæður í staðinn fyrir að ala börnin okkar upp í því einfalda viðmiði að bera virðingu fyrir öðrum manneskjum og að hreinlega „ekki nauðga“? Reynsla okkar af átakinu á þessari umtöluðu hátíð var merkileg. Fyrirtæki bæjarins flykktust um að taka þátt í því með okkur ásamt bæjarbúum. Við bjuggum til stiklur á risaskjáina sem spurðu spurninga eins og „Er bleikur fíll í þínu liði?“ eða bentu á augljósar staðreyndir eins og „Það MÁ skipta um skoðun“ og „Það býður enginn upp á að láta nauðga sér“ ásamt því að hamra á mikilvægi samþykkis í kynlífi. Við útbýttum límmiðum á tjöldin þar sem bleikum fílum var vinsamlegast bent á að halda sig úti (límmiðarnir urðu reyndar það vinsælir að fólk var farið að setja þetta bannmerki á sig). Við heyrðum ungt fólk á förnum vegi tala um hvað þetta væri „geggjað átak“ og það sem líklega hefur verið vænlegast til árangurs – karlkyns sjálfboðaliðar gengu um tjaldsvæðið og ræddu við aðra unga karlmenn um kynlíf, samþykki, nauðganir, alvarleika þess að segja nauðgunarbrandara o.s.frv. Einn ungur maður ætlaði að fara með nauðgunarbrandara þegar talsmaður átaksins sagði honum frá viðtölum sem höfðu verið tekin við nauðgara þar sem þeir sögðu frá því að þegar þeir væru í hópi þar sem slíkir „brandarar“ voru sagðir, upplifðu þeir þögult samþykki frá hinum. Að innst inni væru allir hinir í hópnum sammála um að nauðganir væru í lagi, þeir bara þyrðu ekki að stíga fram og segja það. Mundu þetta næst þegar þú segir nauðgunarbrandara, það gæti verið bleikur fíll í hópnum sem lítur á þig sem einn af nauðgurum. Kúl, ha? Að fá karlmenn til að tala við aðra karlmenn um nauðganir er svo hin grundvallarhugsunin á bak við átakið. Vissulega má núna karpa um að konur nauðgi líka en tölum íslensku; gerendur eru í langstærstum hluta karlmenn. Og þó nauðganir hafi ætíð verið hluti af samfélagi okkar virðist sem klámvæðingin hafi gert skilin milli kynlífs og nauðgunar furðulega óljós undanfarin ár. En karlmenn samsama sig frekar með öðrum karlmönnum – hvað þá einhverjum sem þeir líta upp til. Ef fyrirmynd stígur fram og talar um mikilvægi samþykkis, að það skipti ekki öllu að „skora“ – að ef leiðtogi hópsins gerir lítið úr nauðgunum þá megi andmæla og svona mætti lengi telja, þá getum við mögulega komið af stað hugarfarsbreytingu. Og þá kemur að stóru spurningunni: Fyrst nauðganir hafa verið hluti af samfélagi mannsins frá örófi alda, er þá ekki algjör tímasóun að reyna að sporna við þeim? Svarið er nei. Það er ALDREI tímasóun að reyna að betrumbæta samfélag okkar. Það er aftur á móti alltaf tímasóun að líta á glasið hálftómt og tuða í neikvæðnistóni yfir einhverju sem verið er að reyna að laga. Því ef við vinnum saman, getum við allt. Breytum orðræðunni, hættum að segja nauðgunarbrandara, hættum að ala stúlkur upp í að þær séu bráðin og karlarnir veiðimennirnir, hættum að ala stráka upp í að karlmennska þeirra byggist á tölum um fjölda kvenna en ekki gæðin á bak við frammistöðu þeirra (virðing, nærgætni, spyrja óhikað um samþykki), hættum að ala stúlkur upp í að þær séu ekki kynverur og megi ekki vera graðar (við vitum öll að það er kjaftæði), hættum að útbreiða þá mýtu að karlmenn séu ekki tilfinningaverur, hættum að ala börnin okkar upp í að einhver bjóði uppá að brjóta megi á sér og hættum að gefa í skyn að einhver annar beri ábyrgð á slíkum glæpum nema gerandinn. Karlmenn, stígið fram, hættið að þegja. Við vitum að þið viljið ekki að dætur ykkar, eiginkonur, kærustur, systur, mæður lifi í þessum grákalda veruleika, að það eru hreinlega góðar líkur á því að þær verði fyrir kynferðisofbeldi um ævina. Gerið eitthvað í því. Byrjið að tala. Þið eruð þeir einu sem getið í alvöru gert eitthvað til forvarna. Þessi bleiki fíll er jú stór og mikill. Við þurfum ykkar krafta til að losa okkur við hann. Höfundar eru: Jóhanna Ýr Jónsdóttir, Hilmar Jón Stefánsson, Birkir Thór Högnason, Halldór Hrafn Gíslason og Sísí Ástþórsdóttir.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun