Skrímslavæðingin Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar 17. ágúst 2012 06:00 Árviss fylgifiskur útihátíða sumarsins er umræða um nauðganir. Það kemur ekki til af góðu, því nauðganir virðast vera fylgifiskur slíkra hátíða, hvort sem þær eru haldnar um verslunarmannahelgina eða á öðrum tíma. Umræðan einkennist í heildina – sem betur fer – af mikilli andúð á kynferðisofbeldi. Algengt er að heyra að það sé sannarlega óþolandi að fáir „veikir“/„truflaðir“/ „vondir“ menn, eða jafnvel „illmenni“ eða „skrímsli“ skuli geta „skemmt hátíðirnar“ fyrir þeim sem haga sér sómasamlega. Það er jákvætt að fólk líti á kynferðisofbeldi sem alvarlegt og forkastanlegt brot gegn öðrum manneskjum. Um leið má efast um að nokkrum sé greiði gerður með orðræðu sem gefur til kynna að allir sem beita kynferðislegu ofbeldi séu sjúk illmenni, ógæfumenn og siðleysingjar. Staðreyndin er nefnilega sú að nauðgarar eru börn, systkin, foreldrar, vinir og makar einhverra annarra. Þeir eru oft vænir við menn og málleysingja, styrkja jafnvel SOS barnaþorp, aka ekki utan vega, kaupa lífrænt, taka þátt í félagsstarfi hvers konar og eru kurteisir við afgreiðslufólk. Kannski. Þeir eru misjafnir, eins og aðrir meðlimir samfélagsins. Tilhneiging okkar til að leggja áherslu á afbrigðileika og illsku nauðgara mætti kalla „skrímslavæðingu“. Við freistumst til að líta á gerendur sem skrímsli vegna alvarleika glæpsins, og þess vegna verður það óskiljanleg tilhugsun að þeir séu venjulegir menn; vinir okkar, samstarfsmenn og ættingjar. Í sumar hafa sögur fólks sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi verið fyrirferðarmiklar, sér í lagi í kringum „meinta Druslugöngu“ fyrr í sumar. Í framhaldi vorum við hvött til að spyrja okkur spurningarinnar „hversu marga þekkir þú sem hefur verið nauðgað?“ Sorglega staðreyndin er sú að langflest þekkjum við þolendur kynferðisofbeldis, og oft fleiri en einn. En bent hefur verið á að við þurfum líka að spyrja okkur spurningarinnar „hversu marga þekkir þú sem hafa nauðgað?“ Því á bak við hverja nauðgun er a.m.k. einn gerandi. Mörg hundruð manns tilkynna kynferðisbrot til lögreglunnar og leita stuðnings hjá samtökum á borð við Stígamót á hverju ári. Þá eru ótalin þau sem hvorki kæra né sjá sér fært að leita sér hjálpar vegna ofbeldisins. Samfélagið okkar er ekki fullt af skrímslum. En það er augljóslega fullt af fólki sem nauðgar. Sem misnotar. Sem fer yfir mörk annarra og brýtur á þeim. Það er óásættanlegt. En hvers vegna erum við að troða þessum óþægilega sannleika upp á ykkur þegar það væri miklu þægilegra (og maklegra að margra mati) að líta á nauðgara sem skrímsli? Við erum að því vegna þess að ef við trúum því að það séu bara skrímsli sem nauðga þá munum við aldrei trúa því upp á fólk sem við þekkjum eða jafnvel kunnum vel við, að það nauðgi. Okkur mun jafnvel finnast það falleinkunn fyrir okkur sjálf, og við munum freistast til að trúa ekki þolendum. Því vinir okkar eru ekki skrímsli, þar af leiðandi finnst okkur óhugsandi að þeir hafi nauðgað. Vandinn er bara að jú, þeir gera það. Sumir. Það þýðir ekki að við eigum að fyllast vænisýki og líta á alla sem hugsanlega nauðgara. Það þýðir hins vegar að við þurfum að virða upplifun þolenda og trúa þeim, ekki afskrifa þau vegna þess að við þekkjum engin skrímsli. Það þarf heldur ekki að afskrifa þá sem nauðga. Sá möguleiki er fyrir hendi að nauðgari geti áttað sig á því að hann fór yfir mörk og braut á annarri manneskju. Til að mönnum sem fara yfir mörk annarra sé gert kleift að viðurkenna gjörðir sínar og bæta fyrir þær eins vel og þeim er unnt þannig að þær endurtaki sig ekki, verður að vera andrúmsloft til staðar sem gerir þeim það kleift. Menn geta ekki gert slíkt ef þeir eru þá sjálfkrafa orðnir skrímsli. Og þá erum við föst á sama stað, með eintóm nauðgara-skrímsli sem enginn vill kannast við að þekkja, og þolendur vænda um lygar. Það er til mikils að vinna að komast af þeim stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Árviss fylgifiskur útihátíða sumarsins er umræða um nauðganir. Það kemur ekki til af góðu, því nauðganir virðast vera fylgifiskur slíkra hátíða, hvort sem þær eru haldnar um verslunarmannahelgina eða á öðrum tíma. Umræðan einkennist í heildina – sem betur fer – af mikilli andúð á kynferðisofbeldi. Algengt er að heyra að það sé sannarlega óþolandi að fáir „veikir“/„truflaðir“/ „vondir“ menn, eða jafnvel „illmenni“ eða „skrímsli“ skuli geta „skemmt hátíðirnar“ fyrir þeim sem haga sér sómasamlega. Það er jákvætt að fólk líti á kynferðisofbeldi sem alvarlegt og forkastanlegt brot gegn öðrum manneskjum. Um leið má efast um að nokkrum sé greiði gerður með orðræðu sem gefur til kynna að allir sem beita kynferðislegu ofbeldi séu sjúk illmenni, ógæfumenn og siðleysingjar. Staðreyndin er nefnilega sú að nauðgarar eru börn, systkin, foreldrar, vinir og makar einhverra annarra. Þeir eru oft vænir við menn og málleysingja, styrkja jafnvel SOS barnaþorp, aka ekki utan vega, kaupa lífrænt, taka þátt í félagsstarfi hvers konar og eru kurteisir við afgreiðslufólk. Kannski. Þeir eru misjafnir, eins og aðrir meðlimir samfélagsins. Tilhneiging okkar til að leggja áherslu á afbrigðileika og illsku nauðgara mætti kalla „skrímslavæðingu“. Við freistumst til að líta á gerendur sem skrímsli vegna alvarleika glæpsins, og þess vegna verður það óskiljanleg tilhugsun að þeir séu venjulegir menn; vinir okkar, samstarfsmenn og ættingjar. Í sumar hafa sögur fólks sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi verið fyrirferðarmiklar, sér í lagi í kringum „meinta Druslugöngu“ fyrr í sumar. Í framhaldi vorum við hvött til að spyrja okkur spurningarinnar „hversu marga þekkir þú sem hefur verið nauðgað?“ Sorglega staðreyndin er sú að langflest þekkjum við þolendur kynferðisofbeldis, og oft fleiri en einn. En bent hefur verið á að við þurfum líka að spyrja okkur spurningarinnar „hversu marga þekkir þú sem hafa nauðgað?“ Því á bak við hverja nauðgun er a.m.k. einn gerandi. Mörg hundruð manns tilkynna kynferðisbrot til lögreglunnar og leita stuðnings hjá samtökum á borð við Stígamót á hverju ári. Þá eru ótalin þau sem hvorki kæra né sjá sér fært að leita sér hjálpar vegna ofbeldisins. Samfélagið okkar er ekki fullt af skrímslum. En það er augljóslega fullt af fólki sem nauðgar. Sem misnotar. Sem fer yfir mörk annarra og brýtur á þeim. Það er óásættanlegt. En hvers vegna erum við að troða þessum óþægilega sannleika upp á ykkur þegar það væri miklu þægilegra (og maklegra að margra mati) að líta á nauðgara sem skrímsli? Við erum að því vegna þess að ef við trúum því að það séu bara skrímsli sem nauðga þá munum við aldrei trúa því upp á fólk sem við þekkjum eða jafnvel kunnum vel við, að það nauðgi. Okkur mun jafnvel finnast það falleinkunn fyrir okkur sjálf, og við munum freistast til að trúa ekki þolendum. Því vinir okkar eru ekki skrímsli, þar af leiðandi finnst okkur óhugsandi að þeir hafi nauðgað. Vandinn er bara að jú, þeir gera það. Sumir. Það þýðir ekki að við eigum að fyllast vænisýki og líta á alla sem hugsanlega nauðgara. Það þýðir hins vegar að við þurfum að virða upplifun þolenda og trúa þeim, ekki afskrifa þau vegna þess að við þekkjum engin skrímsli. Það þarf heldur ekki að afskrifa þá sem nauðga. Sá möguleiki er fyrir hendi að nauðgari geti áttað sig á því að hann fór yfir mörk og braut á annarri manneskju. Til að mönnum sem fara yfir mörk annarra sé gert kleift að viðurkenna gjörðir sínar og bæta fyrir þær eins vel og þeim er unnt þannig að þær endurtaki sig ekki, verður að vera andrúmsloft til staðar sem gerir þeim það kleift. Menn geta ekki gert slíkt ef þeir eru þá sjálfkrafa orðnir skrímsli. Og þá erum við föst á sama stað, með eintóm nauðgara-skrímsli sem enginn vill kannast við að þekkja, og þolendur vænda um lygar. Það er til mikils að vinna að komast af þeim stað.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun