Staðan í þjóðfélaginu vegna úreltra búskaparhátta Herdís Þorvaldsdóttir skrifar 17. ágúst 2012 06:00 Gömul og löngu úrelt lög um sauðfjárbúskap skikka okkur hin til að halda uppi dýrasta landbúnaðarkerfi sem þekkist. Sauðfjárbændur fá 4,2 milljarða á ári frá ríkinu fyrir að rækta sauðfé, auk ótal annarra styrkja. Það er auðvitað framleiðsluhvetjandi fyrir þá, en hefur skelfilegar afleiðingar fyrir gróður landsins. Meira en milljón sauðfjár er á lausagöngu allt sumarið, auk sjötíu og sjö þúsund hrossa. Og auðvitað er engin leið að stjórna lausabeitinni, jafnvel þó hún sé á skemmdum svæðum, sem alls ekki þola neina beit. Bændur bera enga ábyrgð gagnvart gróðurskemmdum og mega hafa eins margar skepnur á beit og þeim þóknast. Því fleiri, því meira borgum við þeim fyrir! Og það þó landið beri mikinn skaða af og við höfum enga þörf fyrir allt þetta kjöt. Sala á því rýrnar stöðugt og er núna komin í þriðja sæti á eftir kjúklinga- og svínakjöti auk þess sem sala á nautakjöti er að aukast. Lambakjötið er þó eina kjötið sem er niðurgreitt af ríkinu! Ef annað kjöt nyti slíkrar niðurgreiðslu væri það næstum ókeypis. Afgangs lambakjötið, offramleiðslan, hefur í áratugi fram að hruni kostað okkur milljarðatugi og ekkert fengum við út úr því nema enn meiri kostnað; niðurgreiðslu á útflutningi afgangskjöts sem selt var á undirverði í útlöndum, urðun upp á milljónir króna á því sem ekki fór út og eitthvað hefur svo geymsla í frystihúsum í heilt ár, á skrokkum sem síðan er fargað, kostað. Þvílík sóun! Síðan kreppan skall á og krónan féll hefur útflutningurinn loks nokkurn veginn staðið undir sér og jafnvel nokkur gjaldeyrir skapast. En ef við reiknum út kostnaðinn sem fer í framleiðsluna á þessu kjöti, á skemmdu landinu, er þetta tap fyrir alla nema útflytjendurna sjálfa. Við sem höfum þó borgað framleiðsluna fáum í raun ekkert til baka. Gjaldeyririnn fer aftur úr landi vegna kaupa á útlendum mengandi áburði, rúlluplasti, lyfjum, vélum og fleiru – síðan þarf Landgræðslan að gera við gróðurskemmdirnar vegna ofbeitarinnar, þar sem það er á annað borð hægt. Hún hefur í meira en hundrað ár reynt hvað hún getur og barist við að stöðva uppblásturinn, með samtals sautján milljarða framlagi frá okkur, og hefur þó varla undan bitvarginum. Hvað finnst ykkur kæru landsmenn? Við erum orðin langt á eftir öðrum menningarþjóðum hvað snertir umgengni við landið okkar. „Framsóknarflokkurinn/bændaaðallinn“ var allt of lengi við völd. Þeirra pólitík gekk út á það að halda öllu óbreyttu, sem varð til þess að hér var allt í fátækt og stöðnun löngu eftir að nágrannalöndin voru búin að byggja upp þéttbýliskjarna og borgir með skóla á öllum stigum, heilbrigðisstofnanir, listasöfn, verkmenningu og nýjustu tækni þess tíma. Hér máttu útlendingar ekki menga þessa gáfuðu og merkilegu þjóð. Enn leynist víða þessi hugsunarháttur að okkur sé allt leyfilegt af því að við séum svo sérstök og lítil og smá. Við högum okkur eins og frekir krakkar. Íslendingar rása um önnur lönd, kaupa sér hús, stofna fyrirtæki og taka vinnu frá innlendum og þykir þetta allt sjálfsagt. Þetta væri ágætt ef sá sami hugsunarháttur ríkti hér gagnvart útlendingum sem vilja starfa hér og búa. Menning þarf að nærast af nýjum straumum en ekki stöðnun ef hún á að vaxa og blómgast. Hún vill alla glugga opna og „sjá um veröld alla“ en ekki bara út um skjáinn…MINN. Allt er breytingum háð og við megum ekki standa gegn þróun fram á við þó hún kosti okkur smá persónulegar fórnir. Leggjum heldur til okkar skerf, til betri og réttlátari framtíðar. Er ekki meiri gæfa fólgin í því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Gömul og löngu úrelt lög um sauðfjárbúskap skikka okkur hin til að halda uppi dýrasta landbúnaðarkerfi sem þekkist. Sauðfjárbændur fá 4,2 milljarða á ári frá ríkinu fyrir að rækta sauðfé, auk ótal annarra styrkja. Það er auðvitað framleiðsluhvetjandi fyrir þá, en hefur skelfilegar afleiðingar fyrir gróður landsins. Meira en milljón sauðfjár er á lausagöngu allt sumarið, auk sjötíu og sjö þúsund hrossa. Og auðvitað er engin leið að stjórna lausabeitinni, jafnvel þó hún sé á skemmdum svæðum, sem alls ekki þola neina beit. Bændur bera enga ábyrgð gagnvart gróðurskemmdum og mega hafa eins margar skepnur á beit og þeim þóknast. Því fleiri, því meira borgum við þeim fyrir! Og það þó landið beri mikinn skaða af og við höfum enga þörf fyrir allt þetta kjöt. Sala á því rýrnar stöðugt og er núna komin í þriðja sæti á eftir kjúklinga- og svínakjöti auk þess sem sala á nautakjöti er að aukast. Lambakjötið er þó eina kjötið sem er niðurgreitt af ríkinu! Ef annað kjöt nyti slíkrar niðurgreiðslu væri það næstum ókeypis. Afgangs lambakjötið, offramleiðslan, hefur í áratugi fram að hruni kostað okkur milljarðatugi og ekkert fengum við út úr því nema enn meiri kostnað; niðurgreiðslu á útflutningi afgangskjöts sem selt var á undirverði í útlöndum, urðun upp á milljónir króna á því sem ekki fór út og eitthvað hefur svo geymsla í frystihúsum í heilt ár, á skrokkum sem síðan er fargað, kostað. Þvílík sóun! Síðan kreppan skall á og krónan féll hefur útflutningurinn loks nokkurn veginn staðið undir sér og jafnvel nokkur gjaldeyrir skapast. En ef við reiknum út kostnaðinn sem fer í framleiðsluna á þessu kjöti, á skemmdu landinu, er þetta tap fyrir alla nema útflytjendurna sjálfa. Við sem höfum þó borgað framleiðsluna fáum í raun ekkert til baka. Gjaldeyririnn fer aftur úr landi vegna kaupa á útlendum mengandi áburði, rúlluplasti, lyfjum, vélum og fleiru – síðan þarf Landgræðslan að gera við gróðurskemmdirnar vegna ofbeitarinnar, þar sem það er á annað borð hægt. Hún hefur í meira en hundrað ár reynt hvað hún getur og barist við að stöðva uppblásturinn, með samtals sautján milljarða framlagi frá okkur, og hefur þó varla undan bitvarginum. Hvað finnst ykkur kæru landsmenn? Við erum orðin langt á eftir öðrum menningarþjóðum hvað snertir umgengni við landið okkar. „Framsóknarflokkurinn/bændaaðallinn“ var allt of lengi við völd. Þeirra pólitík gekk út á það að halda öllu óbreyttu, sem varð til þess að hér var allt í fátækt og stöðnun löngu eftir að nágrannalöndin voru búin að byggja upp þéttbýliskjarna og borgir með skóla á öllum stigum, heilbrigðisstofnanir, listasöfn, verkmenningu og nýjustu tækni þess tíma. Hér máttu útlendingar ekki menga þessa gáfuðu og merkilegu þjóð. Enn leynist víða þessi hugsunarháttur að okkur sé allt leyfilegt af því að við séum svo sérstök og lítil og smá. Við högum okkur eins og frekir krakkar. Íslendingar rása um önnur lönd, kaupa sér hús, stofna fyrirtæki og taka vinnu frá innlendum og þykir þetta allt sjálfsagt. Þetta væri ágætt ef sá sami hugsunarháttur ríkti hér gagnvart útlendingum sem vilja starfa hér og búa. Menning þarf að nærast af nýjum straumum en ekki stöðnun ef hún á að vaxa og blómgast. Hún vill alla glugga opna og „sjá um veröld alla“ en ekki bara út um skjáinn…MINN. Allt er breytingum háð og við megum ekki standa gegn þróun fram á við þó hún kosti okkur smá persónulegar fórnir. Leggjum heldur til okkar skerf, til betri og réttlátari framtíðar. Er ekki meiri gæfa fólgin í því?
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun