Ferðaþjónustan og tíminn Pétur Óskarsson skrifar 17. ágúst 2012 06:00 Hugmynd sett fram af fjármálaráðherra um hækkun á virðisaukaskatti á gistingu frá 1. júní 2013 er nú þegar farin að hafa neikvæð áhrif á sölu Íslandsferða fyrir næsta ár. Óvissan er algjör, málið virðist vera órætt meðal stjórnarliða og enginn veit hvert þessi vonda hugmynd er að fara. Það er óþolandi fyrir okkur sem störfum í greininni að svona sé sett fram með svo stuttum fyrirvara með þeim skilaboðum að ákvörðunin verði ekki tekin fyrr en í lok þessa árs. Salan á Íslandsferðum árið 2013 er í gangi núna, ekki seinna. Margir ferðaheildsalar eru búnir að ganga frá öllum sínum samningum fyrir sumarið 2013 og tilboðagerð og sala hjá öðrum er nú í fullum gangi. Það er ljóst að ekki verður hægt að setja skattahækkun innanlands út í verðið á samningum sem búið er að gera. Fjármálaráðherra þarf að svara því strax, hvað við sem erum að selja Íslandsferðir eigum að gera núna. Eigum við að hækka verðið strax á ferðum til Íslands frá og með 1. júní 2013 í þeim samningum sem við eigum eftir að gera fyrir næsta sumar? Enginn erlendur dreifiaðili mun setja slíka vöru í hilluna við hliðina á vörum frá þeim sem sömdu áður en ráðherra kastaði sprengjunni. Eða eigum við að láta sem ekkert sé og taka áhættuna á því að allar tekjur okkar sem ferðaheildsala sem eru í meðalári u.þ.b. 10% af veltu verði þurrkaðar upp með ákvörðun í desember þegar fjárlagafrumvarpið verður afgreitt af Alþingi? Öllum völdum fylgir ábyrgð, stjórnmálamennirnir okkar verða að umgangast atvinnugreinarnar okkar af virðingu, þar er mikið í húfi. Það er alveg sama hversu vond eða góð þingmönnunum okkar kann að finnast hugmyndin um hækkunina vera. Það er ekki hægt að koma slíkri hækkun í framkvæmd nema með a.m.k. 18 mánaða fyrirvara eigi atvinnugreinin að geta velt slíkum breytingum til þeirra neytenda sem eiga að bera þessa hækkun. Eins og þetta liggur fyrir í dag, lendir þessi hækkun fyrir vanþekkingu stjórnmálamanna á starfsháttum og eðli ferðaþjónustunnar, á ferðaþjónustufyrirtækjunum sjálfum. Ekki þarf sérfræðinga til þess að skoða stöðu margra fyrirtækja í greininni til þess að sjá að þau munu ekki þola slíkt högg. Ef svo ólíklega vill til að meirihluti þingmanna á haustþingi styður þessa tillögu, þá verður sá meirihluti a.m.k. að sýna þá ábyrgð að hækkunin taki ekki gildi fyrir 1. júní 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Sjá meira
Hugmynd sett fram af fjármálaráðherra um hækkun á virðisaukaskatti á gistingu frá 1. júní 2013 er nú þegar farin að hafa neikvæð áhrif á sölu Íslandsferða fyrir næsta ár. Óvissan er algjör, málið virðist vera órætt meðal stjórnarliða og enginn veit hvert þessi vonda hugmynd er að fara. Það er óþolandi fyrir okkur sem störfum í greininni að svona sé sett fram með svo stuttum fyrirvara með þeim skilaboðum að ákvörðunin verði ekki tekin fyrr en í lok þessa árs. Salan á Íslandsferðum árið 2013 er í gangi núna, ekki seinna. Margir ferðaheildsalar eru búnir að ganga frá öllum sínum samningum fyrir sumarið 2013 og tilboðagerð og sala hjá öðrum er nú í fullum gangi. Það er ljóst að ekki verður hægt að setja skattahækkun innanlands út í verðið á samningum sem búið er að gera. Fjármálaráðherra þarf að svara því strax, hvað við sem erum að selja Íslandsferðir eigum að gera núna. Eigum við að hækka verðið strax á ferðum til Íslands frá og með 1. júní 2013 í þeim samningum sem við eigum eftir að gera fyrir næsta sumar? Enginn erlendur dreifiaðili mun setja slíka vöru í hilluna við hliðina á vörum frá þeim sem sömdu áður en ráðherra kastaði sprengjunni. Eða eigum við að láta sem ekkert sé og taka áhættuna á því að allar tekjur okkar sem ferðaheildsala sem eru í meðalári u.þ.b. 10% af veltu verði þurrkaðar upp með ákvörðun í desember þegar fjárlagafrumvarpið verður afgreitt af Alþingi? Öllum völdum fylgir ábyrgð, stjórnmálamennirnir okkar verða að umgangast atvinnugreinarnar okkar af virðingu, þar er mikið í húfi. Það er alveg sama hversu vond eða góð þingmönnunum okkar kann að finnast hugmyndin um hækkunina vera. Það er ekki hægt að koma slíkri hækkun í framkvæmd nema með a.m.k. 18 mánaða fyrirvara eigi atvinnugreinin að geta velt slíkum breytingum til þeirra neytenda sem eiga að bera þessa hækkun. Eins og þetta liggur fyrir í dag, lendir þessi hækkun fyrir vanþekkingu stjórnmálamanna á starfsháttum og eðli ferðaþjónustunnar, á ferðaþjónustufyrirtækjunum sjálfum. Ekki þarf sérfræðinga til þess að skoða stöðu margra fyrirtækja í greininni til þess að sjá að þau munu ekki þola slíkt högg. Ef svo ólíklega vill til að meirihluti þingmanna á haustþingi styður þessa tillögu, þá verður sá meirihluti a.m.k. að sýna þá ábyrgð að hækkunin taki ekki gildi fyrir 1. júní 2014.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun