
Vandræði VG
Þingmenn úr öllum flokkum greiddu atkvæði með umsókninni, en þingmenn Vinstri græns gerðu það þrátt fyrir andstöðu við aðild að ESB. Ástæðan fyrir þessu er einföld: Samningaviðræður eru eitt, aðild er annað. Vinstri grænum stóð auðvitað til boða að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Slík draumaríkisstjórn Ragnars Arnalds og Jóns Bjarnasonar hefði ekki sótt um aðild að ESB. Ef marka má djúpa speki þeirra félaga og ýmissa annarra minni spámanna í forystu flokksins, væri staða Vinstri græns augljóslega mun betri nú. Steingrímur J. og Lilja Mósesdóttir væru sjálfsagt perluvinir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason hrókar alls fagnaðar í þingflokknum og Jón Bjarnason enn þá ráðherra. Eða hvað?
Draumaríkisstjórnin varð ekki að veruleika sumarið 2009, en gæti augljóslega orðið það sumarið 2013. Jafnvel fyrr. Miðað við málflutning margra þingmanna, og jafnvel ráðherra, vinstri grænna allar götur síðan 2009 voru það mistök að mynda ekki slíka stjórn. Samningaviðræður við ESB eru nefnilega ekki samningaviðræður við ESB heldur samsæri um „aðlögun" Íslands að ESB. Þessi málflutningur er furðulegur. Þó engin væri umsóknin um ESB væri aðlögun Íslands að ESB með sama hætti og nú er, enda hófst hún með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Vilji menn stöðva aðlögun Íslands að ESB þá er auðvitað heiðarlegast að hætta í EES. Eru vinstri græn tilbúin í slíka umræðu?
Það hefur margt breyst síðan 2009. Eitt hefur þó ekki breyst: Þau vandamál sem aðild að ESB getur hjálpað okkur að leysa eru enn til staðar og hverfa ekki þótt samningaviðræðum verði slitið. Þetta er kjarni málsins.
Skoðun

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar