Rangfærslur Einar Þ. Magnússon skrifar 21. september 2012 06:00 Lýsing forseta bæjarstjórnar í Vogum, Ingu Sigrúnar Atladóttur, á afleiðingum álvers í Helguvík fyrir Suðurnes er því miður átakanlegt dæmi um rangfærslur eða vanþekkingu á verkefninu. Í grein í Fréttablaðinu fullyrðir hún að við blasi slík eyðilegging að Reykjanesið verði óþekkjanlegt. Því er lýst að álverið kalli á 8 til 16 jarðhitavirkjanir á Reykjanesi, með tilheyrandi borstæðum, brennisteinsmengun, röralagningu, lónum, jarðskjálftum og tvöfaldri röð af þrjátíu metra háum stálmöstrum eftir endilöngum skaganum.Þetta er rangt og hér skal skýrt af hverju: Í fyrsta lagi þarf að leggja raflínur til Suðurnesja óháð því hvort álver rís eða ekki. Staðsetning þeirra var ákveðin af sveitarstjórnum á svæðinu, þar á meðal bæjarstjórn Voga, á sínum tíma. Í dag er „skaginn“ tengdur meginflutningskerfinu með einni 130 KV línu sem er óásættanlegt rekstraröryggi fyrir raforkunotendur og orkuver á Suðurnesjum. Landsnet hefur því ákveðið að leggja aðra línu, 220 KV, án tillits til þess hvort álver rís í Helguvík eða ekki. Rísi hins vegar álver eða annar orkufrekur iðnaður á svæðinu verður 130 KV fjarlægð en önnur 220 KV lína reist í hennar stað. Áhrif álversins eru þá eingöngu þau að í stað 132 KV línu kemur 220 KV lína. Í öðru lagi er rangt að 8-16 jarðhitavirkjanir rísi á Reykjanesinu vegna þessa. Rætt er um stækkun Reykjanesvirkjunar, Eldvörp og Krísuvík hér á Reykjanesinu til að veita orku í álversverkefnið og enginn kannast við að Reykjanesið verði allt undirlagt vegna þeirra. Forseti bæjarstjórnar í Vogum ætti að eiga hægt með að kynna sér það. Í þriðja lagi eru engin brennisteinsvandamál á Reykjanesi. Sem dæmi er brennisteinsvetni frá virkjuninni í Svartsengi einungis um 10% af því sem það er á Hellisheiði. Auðvitað verður tryggt að allar þessar virkjanir uppfylli reglur sem um þetta gilda hér á landi sem eru þær ströngustu sem finnast. Í fjórða lagi eru fullyrðingar um aukna jarðskjálfta á Reykjanesi rangar. Jarðhitavinnsla hefur verið í Svartsengi í ein 35 ár og niðurdæling í 30 án þess að unnt sé að rekja til þess neina aukningu á tíðni jarðskjálfta. Sama má segja um Reykjanes þó stórfelld jarðhitanýting og niðurdæling eigi sér þar reyndar skemmri sögu. Í fimmta lagi er ekki sjálfgefið að lón skapist vegna virkjana og má benda á Hellisheiðarvirkjun í því sambandi. Þau þurfa að auki ekki að vera til vansa og má af því tilefni nefna vinsælasta ferðamannastað á Íslandi, Bláa lónið, sem varð til sem uppistöðulón virkjunar. Fólk greinir á, það er gömul saga og ný. Hins vegar hlýtur það að vera lágmarkskrafa að kjörnir fulltrúar fari rétt með í opinberri umræðu um atvinnuverkefni, auðlindanýtingu og náttúruvernd á Reykjanesi. Það er of mikið í húfi til að leyfa sér annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Lýsing forseta bæjarstjórnar í Vogum, Ingu Sigrúnar Atladóttur, á afleiðingum álvers í Helguvík fyrir Suðurnes er því miður átakanlegt dæmi um rangfærslur eða vanþekkingu á verkefninu. Í grein í Fréttablaðinu fullyrðir hún að við blasi slík eyðilegging að Reykjanesið verði óþekkjanlegt. Því er lýst að álverið kalli á 8 til 16 jarðhitavirkjanir á Reykjanesi, með tilheyrandi borstæðum, brennisteinsmengun, röralagningu, lónum, jarðskjálftum og tvöfaldri röð af þrjátíu metra háum stálmöstrum eftir endilöngum skaganum.Þetta er rangt og hér skal skýrt af hverju: Í fyrsta lagi þarf að leggja raflínur til Suðurnesja óháð því hvort álver rís eða ekki. Staðsetning þeirra var ákveðin af sveitarstjórnum á svæðinu, þar á meðal bæjarstjórn Voga, á sínum tíma. Í dag er „skaginn“ tengdur meginflutningskerfinu með einni 130 KV línu sem er óásættanlegt rekstraröryggi fyrir raforkunotendur og orkuver á Suðurnesjum. Landsnet hefur því ákveðið að leggja aðra línu, 220 KV, án tillits til þess hvort álver rís í Helguvík eða ekki. Rísi hins vegar álver eða annar orkufrekur iðnaður á svæðinu verður 130 KV fjarlægð en önnur 220 KV lína reist í hennar stað. Áhrif álversins eru þá eingöngu þau að í stað 132 KV línu kemur 220 KV lína. Í öðru lagi er rangt að 8-16 jarðhitavirkjanir rísi á Reykjanesinu vegna þessa. Rætt er um stækkun Reykjanesvirkjunar, Eldvörp og Krísuvík hér á Reykjanesinu til að veita orku í álversverkefnið og enginn kannast við að Reykjanesið verði allt undirlagt vegna þeirra. Forseti bæjarstjórnar í Vogum ætti að eiga hægt með að kynna sér það. Í þriðja lagi eru engin brennisteinsvandamál á Reykjanesi. Sem dæmi er brennisteinsvetni frá virkjuninni í Svartsengi einungis um 10% af því sem það er á Hellisheiði. Auðvitað verður tryggt að allar þessar virkjanir uppfylli reglur sem um þetta gilda hér á landi sem eru þær ströngustu sem finnast. Í fjórða lagi eru fullyrðingar um aukna jarðskjálfta á Reykjanesi rangar. Jarðhitavinnsla hefur verið í Svartsengi í ein 35 ár og niðurdæling í 30 án þess að unnt sé að rekja til þess neina aukningu á tíðni jarðskjálfta. Sama má segja um Reykjanes þó stórfelld jarðhitanýting og niðurdæling eigi sér þar reyndar skemmri sögu. Í fimmta lagi er ekki sjálfgefið að lón skapist vegna virkjana og má benda á Hellisheiðarvirkjun í því sambandi. Þau þurfa að auki ekki að vera til vansa og má af því tilefni nefna vinsælasta ferðamannastað á Íslandi, Bláa lónið, sem varð til sem uppistöðulón virkjunar. Fólk greinir á, það er gömul saga og ný. Hins vegar hlýtur það að vera lágmarkskrafa að kjörnir fulltrúar fari rétt með í opinberri umræðu um atvinnuverkefni, auðlindanýtingu og náttúruvernd á Reykjanesi. Það er of mikið í húfi til að leyfa sér annað.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar