Fótbolti

Camoranesi þarf að borga háar skaðabætur fyrir 18 ára gamla tæklingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Argentínumaðurinn Mauro Camoranesi hefur verið dæmdur til að greiða rúmlega átta milljónir íslenskra króna í skaðabætur fyrir afar ljóta tæklingu í leik í argentínsku b-deildinni árið 1994.

Camoranesi fór þá mjög illa með Roberto Pizzo í leik Aldosivi og Alvarado. Pizzo endurheimti aðeins 39 prósent hreyfigetu í hnénu og varð að leggja fótboltaskónna á hilluna.

Camoranesi átti hinsvegar farsælan fótboltaferil þar sem að hann spilaði meðal annars með Juventus frá 2002–2010 og ítalska landsliðinu frá 2003–2010. Camoranesi er 35 ára og enn að spila en hann er nú leikmaður Racing Club í Argentínu.

Roberto Pizzo kærði Mauro Camoranesi og í vikunni kom útskurðurinn hjá dómstól í Buenos Aires. Camoranesi þarf að greiða Pizzo átta milljónir íslenskra króna auk vaxta sem ætti að vera orðnir myndarlegir á þessum 18 árum.

Fyrir þá sem eru ekki viðkvæmir þá er hægt að sjá þessa frægu tæklingu með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×