Kóngarnir í Þýskalandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. nóvember 2012 07:00 Árangur þjálfaranna talar sínu máli. Hægt er að skoða tölfræðina nánar með því að smella á myndina. samsett mynd/jónas Íslensku handboltaþjálfararnir þrír í þýsku úrvalsdeildinni eru að gera frábæra hluti í bestu handboltadeild heims og skjóta öðrum þjálfurum ref fyrir rass. Vinnusemi og góð stjórnun er lykillinn að þessum árangri segir Patrekur Jóhannesson. Þeir Alfreð Gíslason, Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson eru allir að gera frábæra hluti með sín lið í sterkustu handboltadeild heims. Þeir stýra liðunum sem eru í þremur efstu sætum þýsku úrvalsdeildarinnar. Alfreð er þjálfari meistara Kiel sem töpuðu ekki leik á síðustu leiktíð og unnu þýsku deildina, bikarinn og Meistaradeildina. Lið Guðmundar Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, er búið að vinna alla sína leiki í vetur og Dagur Sigurðsson hefur þótt vinna þrekvirki með Füchse Berlin á síðustu árum. Því ævintýri er hvergi nærri lokið. Það hefur vakið mikla athygli ytra að íslenskir þjálfarar séu að skjóta öðrum þjálfurum ref fyrir rass í deildinni. Dagur var á meðal þeirra sem voru orðaðir við þýska landsliðið er Heiner Brand hætti en þýska sambandið ákvað frekar að velja Martin Heuberger. Ekkert hefur gengið hjá honum með liðið. Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins og Vals, var að þjálfa í Þýskalandi og þekkir vel það góða orðspor sem fer af íslenskum þjálfurum ytra. Það orðspor hefur líka hjálpað honum. „Það eru margir þættir sem stuðla að þessum flotta árangri hjá þessum þjálfurum. Þeir eiga það þó allir sameiginlegt að vera rosalega vinnusamir. Þetta kemur ekki af sjálfu sér og það vita þeir. Ég veit að þeir leggja mikinn tíma í sína vinnu. Þeir hafa allir mikla reynslu sem leikmenn og það hjálpar þeim. Svo eru þeir ótrúlega klókir þjálfarar," segir Patrekur. „Ég held að þeir þrír séu líka allir ákaflega hæfir stjórnendur. Það eru flestir að gera nákvæmlega það sama og handbolti snýst um sömu hlutina í grunninn. Stjórnunarstíllinn skiptir því miklu máli og þar held ég að þeir séu skrefi á undan flestum öðrum." Patrekur segir að þekking á íþróttinni og góð menntun hafi mikið að segja og það hafi þessir þjálfarar allir. „Þeir eru alltaf til í að læra eitthvað nýtt og eru ósérhlífnir. Það er ekki hægt að ná toppárangri nema menn helli sér í vinnuna og ég veit að þeir vinna bæði daga og nætur." Það hefur löngum farið gott orð af íslenskum handboltamönnum erlendis. Þeir séu vinnusamir, fljótir að læra tungumálið og aldrei neitt vesen á þeim. „Nú fer sama góða orðið af þjálfurunum okkar úti sem er jákvætt. Íslendingar eru orðnir eftirsóttir og það er gott fyrir okkur hina sem höfum metnað. Dagur kom austurríska liðinu á kortið og ég naut góðs af því og veit það." Alfreð og Guðmundur verða báðir í eldlínunni með sínum liðum í kvöld í sannkölluðum stórleikjum. Kiel tekur þá á móti Arnóri Atlasyni og félögum í Flensburg á meðan Rhein-Neckar Löwen sækir Hamburg heim. Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira
Íslensku handboltaþjálfararnir þrír í þýsku úrvalsdeildinni eru að gera frábæra hluti í bestu handboltadeild heims og skjóta öðrum þjálfurum ref fyrir rass. Vinnusemi og góð stjórnun er lykillinn að þessum árangri segir Patrekur Jóhannesson. Þeir Alfreð Gíslason, Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson eru allir að gera frábæra hluti með sín lið í sterkustu handboltadeild heims. Þeir stýra liðunum sem eru í þremur efstu sætum þýsku úrvalsdeildarinnar. Alfreð er þjálfari meistara Kiel sem töpuðu ekki leik á síðustu leiktíð og unnu þýsku deildina, bikarinn og Meistaradeildina. Lið Guðmundar Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, er búið að vinna alla sína leiki í vetur og Dagur Sigurðsson hefur þótt vinna þrekvirki með Füchse Berlin á síðustu árum. Því ævintýri er hvergi nærri lokið. Það hefur vakið mikla athygli ytra að íslenskir þjálfarar séu að skjóta öðrum þjálfurum ref fyrir rass í deildinni. Dagur var á meðal þeirra sem voru orðaðir við þýska landsliðið er Heiner Brand hætti en þýska sambandið ákvað frekar að velja Martin Heuberger. Ekkert hefur gengið hjá honum með liðið. Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins og Vals, var að þjálfa í Þýskalandi og þekkir vel það góða orðspor sem fer af íslenskum þjálfurum ytra. Það orðspor hefur líka hjálpað honum. „Það eru margir þættir sem stuðla að þessum flotta árangri hjá þessum þjálfurum. Þeir eiga það þó allir sameiginlegt að vera rosalega vinnusamir. Þetta kemur ekki af sjálfu sér og það vita þeir. Ég veit að þeir leggja mikinn tíma í sína vinnu. Þeir hafa allir mikla reynslu sem leikmenn og það hjálpar þeim. Svo eru þeir ótrúlega klókir þjálfarar," segir Patrekur. „Ég held að þeir þrír séu líka allir ákaflega hæfir stjórnendur. Það eru flestir að gera nákvæmlega það sama og handbolti snýst um sömu hlutina í grunninn. Stjórnunarstíllinn skiptir því miklu máli og þar held ég að þeir séu skrefi á undan flestum öðrum." Patrekur segir að þekking á íþróttinni og góð menntun hafi mikið að segja og það hafi þessir þjálfarar allir. „Þeir eru alltaf til í að læra eitthvað nýtt og eru ósérhlífnir. Það er ekki hægt að ná toppárangri nema menn helli sér í vinnuna og ég veit að þeir vinna bæði daga og nætur." Það hefur löngum farið gott orð af íslenskum handboltamönnum erlendis. Þeir séu vinnusamir, fljótir að læra tungumálið og aldrei neitt vesen á þeim. „Nú fer sama góða orðið af þjálfurunum okkar úti sem er jákvætt. Íslendingar eru orðnir eftirsóttir og það er gott fyrir okkur hina sem höfum metnað. Dagur kom austurríska liðinu á kortið og ég naut góðs af því og veit það." Alfreð og Guðmundur verða báðir í eldlínunni með sínum liðum í kvöld í sannkölluðum stórleikjum. Kiel tekur þá á móti Arnóri Atlasyni og félögum í Flensburg á meðan Rhein-Neckar Löwen sækir Hamburg heim.
Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira