Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 30-28 Kolbeinn Tumi Daðason í Safamýri skrifar 11. mars 2012 00:01 Mynd / Vilhelm Framarar sigruðu granna sína í Val í Reykjavíkurslagnum í N1-deildinni í handbolta karla í dag. Lokatölurnar urðu 30-28 í leik sem var spennandi langt fram í síðari hálfleik þegar Framarar sigu fram úr. Gríðarlega mikilvægur fyrir Framara í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en Valsmenn eru aftur á móti í slæmum málum. Fyrri hálfleikur í Safamýrinni var eins jafn og þeir gerast. Ljóst var að mikið var undir enda ljóst að möguleikar tapliðsins á sæti í úrslitakeppninni væru litlir sem engir. Jafnt var á flestum tölum í fyrri hálfleiknum sem einkenndist af mikilli baráttu og þónokkrum sóknarmistökum. Markaskorun dreifðist jafnt hjá báðum liðum en markverðir liðsins höfðu sig minna í frammi en oft áður. Róbert Aron Hostert byrjaði eftir sem áður á bekknum hjá Fram. Í stöðunni 8-8 skokkaði Róbert inná, skoraði tvö mörk og kom Fram tveimur mörkum yfir. Valsarar tóku hann í kjölfarið úr umferð, jöfnuðu leikinn og staðan 13-13 í hálfleik. Síðari hálfleikur var eins jafn og þeir gerast framan af og ómögulegt að spá fyrir um hvort liðið myndi sigra. Í stöðunni 22-21 fyrir Fram skoraði Einar Örn Guðmundsson mark fyrir Val en vafasamur ruðningur var dæmdur á hann. Í næstu sókn Framara fékk Einar Örn tveggja mínútna brottvísun fyrir litlar sakir og Valsarar í meira lagi ósáttir. Manni fleiri skoruðu Framarar tvö mörk í röð og í fyrsta skipti þriggja marka munur. Valsarar fengu gott tækifæri til þess að komast inn í leikinn manni fleiri. Þeir töpuðu boltanum hins vegar tvívegis með skömmu millibili og Framarar skoruðu úr hraðaupphlaupum. Munurinn orðinn fimm mörk sem reyndist Valsmönnum ómögulegur að brúa. Róbert Aron átti frábæran leik hjá Fram og skoraði átta mörk úr ellefu skotum. Þá voru Ingimundur og Ægir Hrafn grimmir í vörn Framara án þess að láta reka sig útaf. Hjá Valsmönnum var Anton Rúnarsson atkvæðamestur með sex mörk líkt og Sturla sem skoraði þrjú þeirra af vítalínunni. Þá var Orri Freyr duglegur á línunni. Markvarsla beggja liða var í meðallagi. Framarar sakna þó Magnúsar Erlendssonar sem verður frá keppni næstu vikurnar og munar um minna. Með sigrinum halda Framarar í góða von um sæti í úrslitakeppninni. Liðið situr í 5. sæti með 21 stig eins og HK en lakar innbyrðis árangur, Fjögur efstu sæti deildarinnar gefa sæti í keppninni. Líklegt má þó telja að Fram þurfi að vinna þá þrjá leiki sem liðið á eftir. HK sækir Aftureldingu fram annað kvöld. Valsmenn eru í slæmum málum í 6. sæti með 18 stig. Liðið á fræðilegan möguleika á að komast í úrslitakeppnina en þá þarf allt að ganga liðinu í hag. Róbert Aron: Geðveiki og gaman„Þetta gekk vel í dag. Þetta hefur ekki verið gott undanfarið en er allt að koma. Ef ég get hjálpað liðinu er það gott," sagði Róbert Aron Hostert sem skoraði átta mörk í dag fyrir Fram. „Við erum með fullt af góðum mönnum. Þetta er greinilega að virka fyrst við erum að vinna leiki. Það skiptir engu máli hver er inná," sagði Róbert sem byrjaði á bekknum líkt og í síðasta leik. Hann virtist þó ekkert vera að stressa sig á því. „Við erum til alls líklegir ef við spilum svona. Við vorum að spila á móti hörku Valsliði. Það var mikil barátta en okkur langaði þetta meira," sagði Róbert ánægður með baráttuna og stemmninguna í sínum mönnum. Fram hefur verið á uppleið eftir dapra byrjun á árinu 2012 þar sem lágpunkturinn var líklega bikarúrslitaleikurinn gegn Haukum. „Mig langar ekkert að ræða um bikarúrslitaleikinn. Við erum upp og niður lið. Ef stemmningin er svona þá erum við flottir eins og við vorum í byrjun móts," sagði Róbert Aron sem segir Framara engu hafa breytt í undirbúningi sínum. „Sama rútínan. Geðveiki og gaman." Sigfús Sigurðsson: Ánægður með tveggja marka tap Mynd / Vilhelm„Ég er mjög ánægður með tveggja marka tap þrátt fyrir að hafa verið tveimur til þremur mönnum færri allan leikinn," sagði Sigfús Sigurðsson allt annað en sáttur við dómgæsluna í Safamýrinni. „Fólk sá hvað var í gangi hérna. Það er dæmt víti hérna megin þegar það er dæmdur ruðningur hinumegin. Svo fá menn eins og Ægir og Diddi að toga í peysur, slá og lemja, teika menn og jafnvel fella í hraðaupphlaupum. Og komast upp með það," sagði Sigfús sem fannst sínir menn á hinn bóginn reknir útaf fyrir minnstu sakir. Staða Valsmanna eftir tapið er slæm enda var nánast um úrslitaleik að ræða fyrir bæði lið. „Þetta var náttúrulega úrslitaleikur fyrir okkur og við vorum búnir að undirbúa okkur mjög vel. Fólk hefur séð að þegar við fengum að spila okkar bolta án þess að vera rifnir niður þá galopnuðum við vörnina hjá þeim," sagði Sigfús sem viðurkenndi þó að hans menn hefðu gert of mörg mistök í leiknum. „Það er bara leiðinlegt þegar við erum að æfa eins og skepnur, halda okkur í formi þegar svona lagað gerist," bætti Sigfús við. Undirritaður vonaðist eftir fleiri áhorfendum á pallana í dag. Ekki aðeins var leikurinn óbeinn úrslitaleikur sem fyrr segir heldur var um granna- og erkifjendaslag að ræða. „Ég held að það hafi verið fleiri Valsarar en Framarar á pöllunum. Ég er ánægður með að mínir menn hafi látið sjá sig og stutt við bakið á okkur. Því miður náðum við ekki að klára þetta sökum mikillar heimadómgæslu," sagði Sigfús. Ingimundur: Strákarnir í Valsvörninni eru engir englar„Það eru bara úrslitaleikir eftir hjá okkur í ár. Við erum komnir í þannig stöðu og úrslitin hafa raðast þannig fyrir okkur. Við höfum verið frekar þungir eftir áramót en síðustu fimmtán í síðasta leik og þessi leikur hafa verið fínir," sagið Ingimundur Ingimundarson sem stóð vaktina í vörn Framara með miklum sóma. „Baráttan er bara hluti af leiknum. Strákarnir í Valsvörninni eru engir englar. Þeir eru fastir fyrir og klókir," sagði Ingimundur. Sem fyrr segir var mikil barátta á vellinum og í eitt skiptið virtust Ingimundur og Sigfús Sigurðsson ekki sáttir hvor við annan. Það rystir ekki djúpt að mati Ingimundar. „Það er engin illska á milli manna. Auðvitað eru menn að kynda hvor í öðrum. Það er hluti af leiknum. Ég talaði við Fúsa eftir leikinn og tékkaði bara á hvort það væri ekki í lagi með gamla kallinn," sagði Ingimundur sem er meðvitaður um að Framarar þurfa að vinna rest til þess að komast í úrslitakeppnina. „Við stillum þessu þannig upp. Það eru þrír leikir eftir, sex stig, og við megum ekki tapa stigi ef við viljum ekki vera komnir í frí fyrir páska," sagði Ingimundur. Óskar Bjarni: Dómgæslan ekki boðlegÓskar Bjarni á hliðarlínunni í dag.Mynd / Vilhelm„Það kom hræðilegur kafli hjá okkur í leiknum þegar við vorum í yfirtölu og köstuðum boltanum frá okkur. Á heildina litið gerðum við alltof mörg tæknileg mistök í leiknum," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Valsmanna. „Svo fannst mér dómgæslan halla svakalega á okkur í síðari hálfleik. Þá vorum við eiginlega alltaf einum færri. Þetta er ekki boðlegt," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals og týndi til nokkur atriði úr leiknum þar sem hann taldi að hallað hefði á hans menn. Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Framarar sigruðu granna sína í Val í Reykjavíkurslagnum í N1-deildinni í handbolta karla í dag. Lokatölurnar urðu 30-28 í leik sem var spennandi langt fram í síðari hálfleik þegar Framarar sigu fram úr. Gríðarlega mikilvægur fyrir Framara í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en Valsmenn eru aftur á móti í slæmum málum. Fyrri hálfleikur í Safamýrinni var eins jafn og þeir gerast. Ljóst var að mikið var undir enda ljóst að möguleikar tapliðsins á sæti í úrslitakeppninni væru litlir sem engir. Jafnt var á flestum tölum í fyrri hálfleiknum sem einkenndist af mikilli baráttu og þónokkrum sóknarmistökum. Markaskorun dreifðist jafnt hjá báðum liðum en markverðir liðsins höfðu sig minna í frammi en oft áður. Róbert Aron Hostert byrjaði eftir sem áður á bekknum hjá Fram. Í stöðunni 8-8 skokkaði Róbert inná, skoraði tvö mörk og kom Fram tveimur mörkum yfir. Valsarar tóku hann í kjölfarið úr umferð, jöfnuðu leikinn og staðan 13-13 í hálfleik. Síðari hálfleikur var eins jafn og þeir gerast framan af og ómögulegt að spá fyrir um hvort liðið myndi sigra. Í stöðunni 22-21 fyrir Fram skoraði Einar Örn Guðmundsson mark fyrir Val en vafasamur ruðningur var dæmdur á hann. Í næstu sókn Framara fékk Einar Örn tveggja mínútna brottvísun fyrir litlar sakir og Valsarar í meira lagi ósáttir. Manni fleiri skoruðu Framarar tvö mörk í röð og í fyrsta skipti þriggja marka munur. Valsarar fengu gott tækifæri til þess að komast inn í leikinn manni fleiri. Þeir töpuðu boltanum hins vegar tvívegis með skömmu millibili og Framarar skoruðu úr hraðaupphlaupum. Munurinn orðinn fimm mörk sem reyndist Valsmönnum ómögulegur að brúa. Róbert Aron átti frábæran leik hjá Fram og skoraði átta mörk úr ellefu skotum. Þá voru Ingimundur og Ægir Hrafn grimmir í vörn Framara án þess að láta reka sig útaf. Hjá Valsmönnum var Anton Rúnarsson atkvæðamestur með sex mörk líkt og Sturla sem skoraði þrjú þeirra af vítalínunni. Þá var Orri Freyr duglegur á línunni. Markvarsla beggja liða var í meðallagi. Framarar sakna þó Magnúsar Erlendssonar sem verður frá keppni næstu vikurnar og munar um minna. Með sigrinum halda Framarar í góða von um sæti í úrslitakeppninni. Liðið situr í 5. sæti með 21 stig eins og HK en lakar innbyrðis árangur, Fjögur efstu sæti deildarinnar gefa sæti í keppninni. Líklegt má þó telja að Fram þurfi að vinna þá þrjá leiki sem liðið á eftir. HK sækir Aftureldingu fram annað kvöld. Valsmenn eru í slæmum málum í 6. sæti með 18 stig. Liðið á fræðilegan möguleika á að komast í úrslitakeppnina en þá þarf allt að ganga liðinu í hag. Róbert Aron: Geðveiki og gaman„Þetta gekk vel í dag. Þetta hefur ekki verið gott undanfarið en er allt að koma. Ef ég get hjálpað liðinu er það gott," sagði Róbert Aron Hostert sem skoraði átta mörk í dag fyrir Fram. „Við erum með fullt af góðum mönnum. Þetta er greinilega að virka fyrst við erum að vinna leiki. Það skiptir engu máli hver er inná," sagði Róbert sem byrjaði á bekknum líkt og í síðasta leik. Hann virtist þó ekkert vera að stressa sig á því. „Við erum til alls líklegir ef við spilum svona. Við vorum að spila á móti hörku Valsliði. Það var mikil barátta en okkur langaði þetta meira," sagði Róbert ánægður með baráttuna og stemmninguna í sínum mönnum. Fram hefur verið á uppleið eftir dapra byrjun á árinu 2012 þar sem lágpunkturinn var líklega bikarúrslitaleikurinn gegn Haukum. „Mig langar ekkert að ræða um bikarúrslitaleikinn. Við erum upp og niður lið. Ef stemmningin er svona þá erum við flottir eins og við vorum í byrjun móts," sagði Róbert Aron sem segir Framara engu hafa breytt í undirbúningi sínum. „Sama rútínan. Geðveiki og gaman." Sigfús Sigurðsson: Ánægður með tveggja marka tap Mynd / Vilhelm„Ég er mjög ánægður með tveggja marka tap þrátt fyrir að hafa verið tveimur til þremur mönnum færri allan leikinn," sagði Sigfús Sigurðsson allt annað en sáttur við dómgæsluna í Safamýrinni. „Fólk sá hvað var í gangi hérna. Það er dæmt víti hérna megin þegar það er dæmdur ruðningur hinumegin. Svo fá menn eins og Ægir og Diddi að toga í peysur, slá og lemja, teika menn og jafnvel fella í hraðaupphlaupum. Og komast upp með það," sagði Sigfús sem fannst sínir menn á hinn bóginn reknir útaf fyrir minnstu sakir. Staða Valsmanna eftir tapið er slæm enda var nánast um úrslitaleik að ræða fyrir bæði lið. „Þetta var náttúrulega úrslitaleikur fyrir okkur og við vorum búnir að undirbúa okkur mjög vel. Fólk hefur séð að þegar við fengum að spila okkar bolta án þess að vera rifnir niður þá galopnuðum við vörnina hjá þeim," sagði Sigfús sem viðurkenndi þó að hans menn hefðu gert of mörg mistök í leiknum. „Það er bara leiðinlegt þegar við erum að æfa eins og skepnur, halda okkur í formi þegar svona lagað gerist," bætti Sigfús við. Undirritaður vonaðist eftir fleiri áhorfendum á pallana í dag. Ekki aðeins var leikurinn óbeinn úrslitaleikur sem fyrr segir heldur var um granna- og erkifjendaslag að ræða. „Ég held að það hafi verið fleiri Valsarar en Framarar á pöllunum. Ég er ánægður með að mínir menn hafi látið sjá sig og stutt við bakið á okkur. Því miður náðum við ekki að klára þetta sökum mikillar heimadómgæslu," sagði Sigfús. Ingimundur: Strákarnir í Valsvörninni eru engir englar„Það eru bara úrslitaleikir eftir hjá okkur í ár. Við erum komnir í þannig stöðu og úrslitin hafa raðast þannig fyrir okkur. Við höfum verið frekar þungir eftir áramót en síðustu fimmtán í síðasta leik og þessi leikur hafa verið fínir," sagið Ingimundur Ingimundarson sem stóð vaktina í vörn Framara með miklum sóma. „Baráttan er bara hluti af leiknum. Strákarnir í Valsvörninni eru engir englar. Þeir eru fastir fyrir og klókir," sagði Ingimundur. Sem fyrr segir var mikil barátta á vellinum og í eitt skiptið virtust Ingimundur og Sigfús Sigurðsson ekki sáttir hvor við annan. Það rystir ekki djúpt að mati Ingimundar. „Það er engin illska á milli manna. Auðvitað eru menn að kynda hvor í öðrum. Það er hluti af leiknum. Ég talaði við Fúsa eftir leikinn og tékkaði bara á hvort það væri ekki í lagi með gamla kallinn," sagði Ingimundur sem er meðvitaður um að Framarar þurfa að vinna rest til þess að komast í úrslitakeppnina. „Við stillum þessu þannig upp. Það eru þrír leikir eftir, sex stig, og við megum ekki tapa stigi ef við viljum ekki vera komnir í frí fyrir páska," sagði Ingimundur. Óskar Bjarni: Dómgæslan ekki boðlegÓskar Bjarni á hliðarlínunni í dag.Mynd / Vilhelm„Það kom hræðilegur kafli hjá okkur í leiknum þegar við vorum í yfirtölu og köstuðum boltanum frá okkur. Á heildina litið gerðum við alltof mörg tæknileg mistök í leiknum," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Valsmanna. „Svo fannst mér dómgæslan halla svakalega á okkur í síðari hálfleik. Þá vorum við eiginlega alltaf einum færri. Þetta er ekki boðlegt," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals og týndi til nokkur atriði úr leiknum þar sem hann taldi að hallað hefði á hans menn.
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira