Ásdís: Nú hefst undirbúningurinn fyrir Ríó Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 10. ágúst 2012 07:00 Ásdís Hjálmsdóttir sést hér eftir þriðja og síðasta kastið sitt á Ólympíuleikvanginum í London í gær en þá varð ljóst að hún yrði ekki meðal þeirra átta sem fengu þrjú köst til viðbótar. Mynd/Valli Ásdís Hjálmsdóttir hafnaði í ellefta sæti í spjótkastskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í London í gærkvöldi. Hún kastaði 59,08 m strax í fyrstu tilraun og reyndist það lengsta kast hennar. „Þetta er alls ekki lélegur árangur þó svo að ég hafi verið að kasta 62,77m fyrir tveimur dögum," sagði Ásdís í gærkvöldi en hún setti glæsilegt Íslandsmet í undankeppninni á þriðjudag. Hún neitaði því þó ekki að hún ætlaði sér meira. „Að sjálfsögðu er þetta pínulítið svekkjandi. Ég er keppnismanneskja og það er það sem kom mér hingað. Ég er svekkt í kvöld en á morgun verð ég ánægð, enda ekki annað hægt en að komast í úrslit og enda í ellefta sæti." Heimsmeistarinn í 10. sætiÁtta efstu eftir fyrstu þrjú köstin fengu að halda áfram og taka önnur þrjú köst. Ásdís var ekki í þeim hópi en ekki heldur heimsmeistarinn Maria Abakumova. „Það segir mikið um þessa grein og hvernig hún er. Þess fyrir utan náði stelpa sem hefur ekki verið að kasta vel í sumar í brons," sagði hún og átti þar við Lindu Stahl frá Þýskalandi. Heimsmethafinn Barbora Spotakova frá Tékklandi varði Ólympíutitil sinn í greininni með kasti upp á 69,55m og önnur varð, Christina Obergföll, með 65,16m en hún er einnig frá Þýskalandi. Ásdís kastaði 57,35m í annarri tilraun en gerði viljandi ógilt í þriðju. Hún sá um leið að spjótið færi ekki langt enda reis það mjög hátt og varð fyrir vikið mun styttra en ella. „Það var rosalega gott kast – betra en á þriðjudaginn. En ég reif aðeins í það – það kom smá hreyfing í úlnliðinn sem varð til þess að spjótið reis of mikið upp," sagði hún. „Upphitunin hafði gengið mjög vel og mér leið vel. Ég var of rög í fyrsta kastinu og svo geymdi ég hægri höndina ekki nógu vel í öðru kastinu, svo ég vísi í tæknimálið. Ég ætlaði svo að negla þriðja kastið en svo fór það svona. Það þarf smá heppni og þýðir ekki að dvelja lengur við það." Ætla að toppa í RíóÁsdís er 26 ára gömul og er hvergi nærri hætt. „Undirbúningurinn fyrir [Ólympíuleikana] í Ríó hefst á morgun. Ég er ekki einu sinni að hugleiða að hætta. Spjótkastarar eru oft að toppa í kringum þrítugt og ég ætla mér að toppa í Ríó." Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir hafnaði í ellefta sæti í spjótkastskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í London í gærkvöldi. Hún kastaði 59,08 m strax í fyrstu tilraun og reyndist það lengsta kast hennar. „Þetta er alls ekki lélegur árangur þó svo að ég hafi verið að kasta 62,77m fyrir tveimur dögum," sagði Ásdís í gærkvöldi en hún setti glæsilegt Íslandsmet í undankeppninni á þriðjudag. Hún neitaði því þó ekki að hún ætlaði sér meira. „Að sjálfsögðu er þetta pínulítið svekkjandi. Ég er keppnismanneskja og það er það sem kom mér hingað. Ég er svekkt í kvöld en á morgun verð ég ánægð, enda ekki annað hægt en að komast í úrslit og enda í ellefta sæti." Heimsmeistarinn í 10. sætiÁtta efstu eftir fyrstu þrjú köstin fengu að halda áfram og taka önnur þrjú köst. Ásdís var ekki í þeim hópi en ekki heldur heimsmeistarinn Maria Abakumova. „Það segir mikið um þessa grein og hvernig hún er. Þess fyrir utan náði stelpa sem hefur ekki verið að kasta vel í sumar í brons," sagði hún og átti þar við Lindu Stahl frá Þýskalandi. Heimsmethafinn Barbora Spotakova frá Tékklandi varði Ólympíutitil sinn í greininni með kasti upp á 69,55m og önnur varð, Christina Obergföll, með 65,16m en hún er einnig frá Þýskalandi. Ásdís kastaði 57,35m í annarri tilraun en gerði viljandi ógilt í þriðju. Hún sá um leið að spjótið færi ekki langt enda reis það mjög hátt og varð fyrir vikið mun styttra en ella. „Það var rosalega gott kast – betra en á þriðjudaginn. En ég reif aðeins í það – það kom smá hreyfing í úlnliðinn sem varð til þess að spjótið reis of mikið upp," sagði hún. „Upphitunin hafði gengið mjög vel og mér leið vel. Ég var of rög í fyrsta kastinu og svo geymdi ég hægri höndina ekki nógu vel í öðru kastinu, svo ég vísi í tæknimálið. Ég ætlaði svo að negla þriðja kastið en svo fór það svona. Það þarf smá heppni og þýðir ekki að dvelja lengur við það." Ætla að toppa í RíóÁsdís er 26 ára gömul og er hvergi nærri hætt. „Undirbúningurinn fyrir [Ólympíuleikana] í Ríó hefst á morgun. Ég er ekki einu sinni að hugleiða að hætta. Spjótkastarar eru oft að toppa í kringum þrítugt og ég ætla mér að toppa í Ríó."
Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjá meira