Ásdís: Nú hefst undirbúningurinn fyrir Ríó Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 10. ágúst 2012 07:00 Ásdís Hjálmsdóttir sést hér eftir þriðja og síðasta kastið sitt á Ólympíuleikvanginum í London í gær en þá varð ljóst að hún yrði ekki meðal þeirra átta sem fengu þrjú köst til viðbótar. Mynd/Valli Ásdís Hjálmsdóttir hafnaði í ellefta sæti í spjótkastskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í London í gærkvöldi. Hún kastaði 59,08 m strax í fyrstu tilraun og reyndist það lengsta kast hennar. „Þetta er alls ekki lélegur árangur þó svo að ég hafi verið að kasta 62,77m fyrir tveimur dögum," sagði Ásdís í gærkvöldi en hún setti glæsilegt Íslandsmet í undankeppninni á þriðjudag. Hún neitaði því þó ekki að hún ætlaði sér meira. „Að sjálfsögðu er þetta pínulítið svekkjandi. Ég er keppnismanneskja og það er það sem kom mér hingað. Ég er svekkt í kvöld en á morgun verð ég ánægð, enda ekki annað hægt en að komast í úrslit og enda í ellefta sæti." Heimsmeistarinn í 10. sætiÁtta efstu eftir fyrstu þrjú köstin fengu að halda áfram og taka önnur þrjú köst. Ásdís var ekki í þeim hópi en ekki heldur heimsmeistarinn Maria Abakumova. „Það segir mikið um þessa grein og hvernig hún er. Þess fyrir utan náði stelpa sem hefur ekki verið að kasta vel í sumar í brons," sagði hún og átti þar við Lindu Stahl frá Þýskalandi. Heimsmethafinn Barbora Spotakova frá Tékklandi varði Ólympíutitil sinn í greininni með kasti upp á 69,55m og önnur varð, Christina Obergföll, með 65,16m en hún er einnig frá Þýskalandi. Ásdís kastaði 57,35m í annarri tilraun en gerði viljandi ógilt í þriðju. Hún sá um leið að spjótið færi ekki langt enda reis það mjög hátt og varð fyrir vikið mun styttra en ella. „Það var rosalega gott kast – betra en á þriðjudaginn. En ég reif aðeins í það – það kom smá hreyfing í úlnliðinn sem varð til þess að spjótið reis of mikið upp," sagði hún. „Upphitunin hafði gengið mjög vel og mér leið vel. Ég var of rög í fyrsta kastinu og svo geymdi ég hægri höndina ekki nógu vel í öðru kastinu, svo ég vísi í tæknimálið. Ég ætlaði svo að negla þriðja kastið en svo fór það svona. Það þarf smá heppni og þýðir ekki að dvelja lengur við það." Ætla að toppa í RíóÁsdís er 26 ára gömul og er hvergi nærri hætt. „Undirbúningurinn fyrir [Ólympíuleikana] í Ríó hefst á morgun. Ég er ekki einu sinni að hugleiða að hætta. Spjótkastarar eru oft að toppa í kringum þrítugt og ég ætla mér að toppa í Ríó." Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir hafnaði í ellefta sæti í spjótkastskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í London í gærkvöldi. Hún kastaði 59,08 m strax í fyrstu tilraun og reyndist það lengsta kast hennar. „Þetta er alls ekki lélegur árangur þó svo að ég hafi verið að kasta 62,77m fyrir tveimur dögum," sagði Ásdís í gærkvöldi en hún setti glæsilegt Íslandsmet í undankeppninni á þriðjudag. Hún neitaði því þó ekki að hún ætlaði sér meira. „Að sjálfsögðu er þetta pínulítið svekkjandi. Ég er keppnismanneskja og það er það sem kom mér hingað. Ég er svekkt í kvöld en á morgun verð ég ánægð, enda ekki annað hægt en að komast í úrslit og enda í ellefta sæti." Heimsmeistarinn í 10. sætiÁtta efstu eftir fyrstu þrjú köstin fengu að halda áfram og taka önnur þrjú köst. Ásdís var ekki í þeim hópi en ekki heldur heimsmeistarinn Maria Abakumova. „Það segir mikið um þessa grein og hvernig hún er. Þess fyrir utan náði stelpa sem hefur ekki verið að kasta vel í sumar í brons," sagði hún og átti þar við Lindu Stahl frá Þýskalandi. Heimsmethafinn Barbora Spotakova frá Tékklandi varði Ólympíutitil sinn í greininni með kasti upp á 69,55m og önnur varð, Christina Obergföll, með 65,16m en hún er einnig frá Þýskalandi. Ásdís kastaði 57,35m í annarri tilraun en gerði viljandi ógilt í þriðju. Hún sá um leið að spjótið færi ekki langt enda reis það mjög hátt og varð fyrir vikið mun styttra en ella. „Það var rosalega gott kast – betra en á þriðjudaginn. En ég reif aðeins í það – það kom smá hreyfing í úlnliðinn sem varð til þess að spjótið reis of mikið upp," sagði hún. „Upphitunin hafði gengið mjög vel og mér leið vel. Ég var of rög í fyrsta kastinu og svo geymdi ég hægri höndina ekki nógu vel í öðru kastinu, svo ég vísi í tæknimálið. Ég ætlaði svo að negla þriðja kastið en svo fór það svona. Það þarf smá heppni og þýðir ekki að dvelja lengur við það." Ætla að toppa í RíóÁsdís er 26 ára gömul og er hvergi nærri hætt. „Undirbúningurinn fyrir [Ólympíuleikana] í Ríó hefst á morgun. Ég er ekki einu sinni að hugleiða að hætta. Spjótkastarar eru oft að toppa í kringum þrítugt og ég ætla mér að toppa í Ríó."
Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira