Fer Aron aðrar leiðir en forverarnir? Guðjón Guðmundsson. skrifar 28. desember 2012 08:00 Bogdan Kowalczyk með Guðjóni Guðmundssyni. Þegar flautað verður til leiks á heimsmeistaramótinu í handknattleik 11. janúar má segja að nýtt upphaf hefjist hjá íslenska karlalandsliðinu sem tekur þátt í sínu sautjánda HM. Aron Kristjánsson, einn sigursælasti þjálfari okkar Íslendinga, mun stjórna liðinu í fyrsta skipti á stóra sviðinu í Sevilla og öll þjóðin mun fylgjast með hvernig Hafnfirðingnum reiðir af. Kröfurnar eru miklar enda hefur liðið á undangengnum árum náð afburðaárangri sem á sér ekki hliðstæðu hjá íslenskum flokkaíþróttamönnum. Forverar Arons í starfi námu allir fræðin hjá þjálfurum úr austurvegi og skal þar fremstan nefna Bogdan Kowalczyk sem markaði dýpri spor í handboltann á Íslandi en nokkur hefur gert sér grein fyrir. Með gjörbreyttum vinnubrögðum hafði hann áhrif á lærisveina sína sem á eftir komu þá Þorberg Aðalsteinsson, Viggó Sigurðsson, Alfreð Gíslason og síðast en ekki síst Guðmund Guðmundsson. Ekki má gleyma þeim þjálfara sem náð hefur bestum árangri á heimsmeistaramóti til þessa, Þorbirni Jenssyni, sem náði fimmta sætinu í Kumamoto í Japan 1997. Honum til halds og trausts var einhver alsnjallasti þjálfari fyrrum Sovétríkja, Boris Bjarni Akbachev. Skipulagður leikur í vörn sem sókn ásamt öflugum hraðaupphlaupum hafa verið aðalsmerki landsliðsins á undangengnum árum og hafa austur-evrópsk áhrif á leikstíl liðsins verið augljós. Ljóst er að Bogdan hafði mikil áhrif á fyrrum lærisveina sína, þá Viggó, Alfreð og ekki síst Guðmund sem kom landsliðinu í fremstu röð á alþjóðavettvangi. Afrek sem væntanlega seint verður toppað. Aron Kristjánsson kemur í raun úr allt öðru umhverfi. Hans lærimeistari og mentor var einhver albesti handknattleiksmaður Dana í gegnum tíðina, Anders Dahl-Nielsen. Nielsen þjálfaði danska landsliðið, Flensburg, Skjern og auðvitað KR þar sem hann gerði garðinn frægan á árunum 1983-1984. Aron Kristjánsson lék undir stjórn Danans hjá Skjern og tók síðan við starfi hans hjá félaginu og náði afbragðsgóðum árangri. Það hefur glöggt mátt greina á leikstíl Hauka að þar gætir skandinavískra áhrifa mun meira en hjá forverum Arons með landsliðið. Það er ljóst að Aron mun fara aðrar leiðir en forverar hans í starfi. Það sást strax í undankeppni Evrópumótsins í haust þegar Íslendingar lögðu Hvít-Rússa og Rúmena. Aron Kristjánsson notaði þar fleiri leikmenn en Íslendingar hafa átt að venjast og minnti mjög á vinnubrögð Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfara Dana. Guðmundur Guðmundsson var íhaldssamur þjálfari. Það var hans stærsti kostur og jafnframt hans mesti galli. Þetta mun Aron reyna að forðast í lengstu lög en hafa ber í huga að íslenska landsliðið hefur orðið fyrir áföllum í aðdraganda mótsins. Tveir af máttarstólpum liðsins, Arnór Atlason og Alexander Petersson, gáfu ekki kost á sér vegna meiðsla. Í þeirra stað munu ungir leikmenn væntanlega fá þau tækifæri sem margir hafa beðið eftir á síðustu árum. Þar skal helsta telja Ólafana þrjá Ragnarsson, Gústafsson og Guðmundsson. Það er ekki sjálfgefið að þessir leikmenn feti í fótspor þeirra sem ekki gáfu kost á sér en einhvern tímann er allt fyrst og þeirra tími er kominn. Aron Kristjánsson á erfitt verkefni fyrir höndum. Það er ekki einfalt mál að taka við keflinu af sigursælasta þjálfara Íslands fyrr og síðar, Guðmundi Guðmundssyni. Fjórða sætið á Evrópumeistaramótinu árið 2002, silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2010 og bronsverðlaun á EM í Austurríki sama ár. Þetta eru viðmiðin sem nýráðinn landsliðsþjálfari þarf að keppa við og mæla sig við. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Þegar flautað verður til leiks á heimsmeistaramótinu í handknattleik 11. janúar má segja að nýtt upphaf hefjist hjá íslenska karlalandsliðinu sem tekur þátt í sínu sautjánda HM. Aron Kristjánsson, einn sigursælasti þjálfari okkar Íslendinga, mun stjórna liðinu í fyrsta skipti á stóra sviðinu í Sevilla og öll þjóðin mun fylgjast með hvernig Hafnfirðingnum reiðir af. Kröfurnar eru miklar enda hefur liðið á undangengnum árum náð afburðaárangri sem á sér ekki hliðstæðu hjá íslenskum flokkaíþróttamönnum. Forverar Arons í starfi námu allir fræðin hjá þjálfurum úr austurvegi og skal þar fremstan nefna Bogdan Kowalczyk sem markaði dýpri spor í handboltann á Íslandi en nokkur hefur gert sér grein fyrir. Með gjörbreyttum vinnubrögðum hafði hann áhrif á lærisveina sína sem á eftir komu þá Þorberg Aðalsteinsson, Viggó Sigurðsson, Alfreð Gíslason og síðast en ekki síst Guðmund Guðmundsson. Ekki má gleyma þeim þjálfara sem náð hefur bestum árangri á heimsmeistaramóti til þessa, Þorbirni Jenssyni, sem náði fimmta sætinu í Kumamoto í Japan 1997. Honum til halds og trausts var einhver alsnjallasti þjálfari fyrrum Sovétríkja, Boris Bjarni Akbachev. Skipulagður leikur í vörn sem sókn ásamt öflugum hraðaupphlaupum hafa verið aðalsmerki landsliðsins á undangengnum árum og hafa austur-evrópsk áhrif á leikstíl liðsins verið augljós. Ljóst er að Bogdan hafði mikil áhrif á fyrrum lærisveina sína, þá Viggó, Alfreð og ekki síst Guðmund sem kom landsliðinu í fremstu röð á alþjóðavettvangi. Afrek sem væntanlega seint verður toppað. Aron Kristjánsson kemur í raun úr allt öðru umhverfi. Hans lærimeistari og mentor var einhver albesti handknattleiksmaður Dana í gegnum tíðina, Anders Dahl-Nielsen. Nielsen þjálfaði danska landsliðið, Flensburg, Skjern og auðvitað KR þar sem hann gerði garðinn frægan á árunum 1983-1984. Aron Kristjánsson lék undir stjórn Danans hjá Skjern og tók síðan við starfi hans hjá félaginu og náði afbragðsgóðum árangri. Það hefur glöggt mátt greina á leikstíl Hauka að þar gætir skandinavískra áhrifa mun meira en hjá forverum Arons með landsliðið. Það er ljóst að Aron mun fara aðrar leiðir en forverar hans í starfi. Það sást strax í undankeppni Evrópumótsins í haust þegar Íslendingar lögðu Hvít-Rússa og Rúmena. Aron Kristjánsson notaði þar fleiri leikmenn en Íslendingar hafa átt að venjast og minnti mjög á vinnubrögð Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfara Dana. Guðmundur Guðmundsson var íhaldssamur þjálfari. Það var hans stærsti kostur og jafnframt hans mesti galli. Þetta mun Aron reyna að forðast í lengstu lög en hafa ber í huga að íslenska landsliðið hefur orðið fyrir áföllum í aðdraganda mótsins. Tveir af máttarstólpum liðsins, Arnór Atlason og Alexander Petersson, gáfu ekki kost á sér vegna meiðsla. Í þeirra stað munu ungir leikmenn væntanlega fá þau tækifæri sem margir hafa beðið eftir á síðustu árum. Þar skal helsta telja Ólafana þrjá Ragnarsson, Gústafsson og Guðmundsson. Það er ekki sjálfgefið að þessir leikmenn feti í fótspor þeirra sem ekki gáfu kost á sér en einhvern tímann er allt fyrst og þeirra tími er kominn. Aron Kristjánsson á erfitt verkefni fyrir höndum. Það er ekki einfalt mál að taka við keflinu af sigursælasta þjálfara Íslands fyrr og síðar, Guðmundi Guðmundssyni. Fjórða sætið á Evrópumeistaramótinu árið 2002, silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2010 og bronsverðlaun á EM í Austurríki sama ár. Þetta eru viðmiðin sem nýráðinn landsliðsþjálfari þarf að keppa við og mæla sig við.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira