Innlent

Hefur beðið í tvo mánuði eftir umræðu um Evrópusambandsviðræður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Bjarnason
Jón Bjarnason mynd/ daníel.
Jón Bjarnason, þingmaður VG, hefur beðið í tæpa tvo mánuði eftir því að fá sérstaka umræðu á Alþingi um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Jón segir í samtali við Vísi að hann hafi fyrst farið fram á umræðurnar þann 21. febrúar síðastliðinn. Hann hafi svo nokkrum sinnum ítrekað beiðni sína eftir það.

„Ég hef ekki fengið nein svör en ég ítrekaði þessa beiðni fyrir helgina til forseta. Þetta er náttúrlega eitt stærsta mál þingsins og eðlilegt að það sé tekin um þetta víðtæk umræða," segir Jón. Hann væntir svars frá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, á mánudaginn og að það fari fram umræða um ESB málið nú í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×