Stuðningsgrein: Tungan er beitt vopn Sigurbjörg Bergsdóttir skrifar 25. júní 2012 22:00 Ég kýs Þóru sem næsta forseta vegna þess að hún er heiðarleg, einlæg og er í góðum tengslum við fólkið í landinu og ber mikla virðingu fyrir skoðunum annarra. Ég veit hvað býr í Þóru og ég er þess fullviss að hún mun valda þessu embætti. Kosningabarátta Þóru einkennist af heilindum og virðingu fyrir fólki og þannig þekki ég hana. En það sem gerir Þóru kleift að sinna þessu mikilvæga hlutverki er það að hún á alveg einstaklega góðan og heilbrigðan mann sem stendur eins og klettur við bakið á henni. Það vita allir sem eiga börn að afar mikilvægt er að hafa góðan stuðning frá maka og mér þykir það merki um framfarir og þróun í jákvæða átt hvernig Svavar Halldórsson styður við bakið á konu sinni. En að þessu sögðu langar mig líka að segja hvað það hryggir mig að fylgjast með hvernig er ráðist á framboð Þóru í gegnum Svavar. Það sem ég á við í þessum efnum er hvernig forsetaframbjóðandi getur réttlætt fyrir sjálfum sér að eyða dýrmætum tíma sínum í að gagnrýna meðframbjóðendur eða maka þeirra þegar þessum tíma ætti að verja í að tala við fólkið í landinu um það hvað það hefur sjálft fram að færa til embættisins. Það þarf engan Einstein til að átta sig á að við erum öll mannleg sama hver við erum. Það er enginn fullkominn og það er hægt að gagnrýna allt og alla ef viljinn er fyrir hendi. Mér finnst það segja svo mikið um persónu hvernig hún kemur fram við annað fólk og það sem fólk leyfir sér í kosningabaráttu, sem og annars staðar, sýnir innri mann. Ég hef aldrei verið hrifin að því þegar fólk situr og ver tíma sínum og annarra í að rífa niður og gagnrýna í stað þess að byggja upp og bæta það sem þarf að laga. Það þarf ákveðinn myndugleika og hugrekki til að geta staðið með sjálfum sér án þess að gera lítið úr öðrum í leiðinni. Uppbyggileg gagnrýni er holl en gagnrýni sem felur í sér ósannindi og ærumeiðingar er ekki af því góða. Tungan er beitt vopn og ég segi að það sé merki um þroska og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum þegar henni er beitt af skynsemi og heiðarleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég kýs Þóru sem næsta forseta vegna þess að hún er heiðarleg, einlæg og er í góðum tengslum við fólkið í landinu og ber mikla virðingu fyrir skoðunum annarra. Ég veit hvað býr í Þóru og ég er þess fullviss að hún mun valda þessu embætti. Kosningabarátta Þóru einkennist af heilindum og virðingu fyrir fólki og þannig þekki ég hana. En það sem gerir Þóru kleift að sinna þessu mikilvæga hlutverki er það að hún á alveg einstaklega góðan og heilbrigðan mann sem stendur eins og klettur við bakið á henni. Það vita allir sem eiga börn að afar mikilvægt er að hafa góðan stuðning frá maka og mér þykir það merki um framfarir og þróun í jákvæða átt hvernig Svavar Halldórsson styður við bakið á konu sinni. En að þessu sögðu langar mig líka að segja hvað það hryggir mig að fylgjast með hvernig er ráðist á framboð Þóru í gegnum Svavar. Það sem ég á við í þessum efnum er hvernig forsetaframbjóðandi getur réttlætt fyrir sjálfum sér að eyða dýrmætum tíma sínum í að gagnrýna meðframbjóðendur eða maka þeirra þegar þessum tíma ætti að verja í að tala við fólkið í landinu um það hvað það hefur sjálft fram að færa til embættisins. Það þarf engan Einstein til að átta sig á að við erum öll mannleg sama hver við erum. Það er enginn fullkominn og það er hægt að gagnrýna allt og alla ef viljinn er fyrir hendi. Mér finnst það segja svo mikið um persónu hvernig hún kemur fram við annað fólk og það sem fólk leyfir sér í kosningabaráttu, sem og annars staðar, sýnir innri mann. Ég hef aldrei verið hrifin að því þegar fólk situr og ver tíma sínum og annarra í að rífa niður og gagnrýna í stað þess að byggja upp og bæta það sem þarf að laga. Það þarf ákveðinn myndugleika og hugrekki til að geta staðið með sjálfum sér án þess að gera lítið úr öðrum í leiðinni. Uppbyggileg gagnrýni er holl en gagnrýni sem felur í sér ósannindi og ærumeiðingar er ekki af því góða. Tungan er beitt vopn og ég segi að það sé merki um þroska og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum þegar henni er beitt af skynsemi og heiðarleika.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar