Lífið

Endurnýja kynni sín

Mickey Rourke og Kim Basinger leiða saman hesta sína á nýjan leik.
Mickey Rourke og Kim Basinger leiða saman hesta sína á nýjan leik.
Mickey Rourke og Kim Basinger ætla að leiða hesta sína saman á ný í pólitísku dramamyndinni Black November. Þau hafa áður leikið hvort á móti öðru á hvíta tjaldinu í hinni erótísku Níu og hálfri viku frá árinu 1986. Þau léku einnig bæði í The Informers sem kom út fyrir fimm árum en ekki hvort á móti öðru.

Black November byggir á sannri sögu og gerist í Nígeríu. Leikstjórinn er einmitt nígerískur og heitir Jeta Amata og myndin er væntanleg í bíó vestanhafs síðar á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.