Óttast að verðmætar minjar endi í bræðslu 11. febrúar 2012 08:30 Sumt skartið sem maðurinn hugðist flytja úr landi reyndist ekki hafa menningarsögulegt gildi og var honum leyft að flytja það hvert sem var. Fréttablaðið/gva Safnaráð tók skeiðar og skart úr silfri af breskum kaupmanni sem hugðist fara með góssið úr landi. Nú verður metið hvort um dýrmætar menningarsögulegar minjar sé að ræða. Sérfræðingar óttast að slíkir hlutir séu bræddir hérlendis. Safnaráð meinaði í gær enskum skartgripakaupmanni að fara úr landi með safn af skeiðum og búningaskart úr silfri. Ráðið tók gripina í sína vörslu og mun nú meta menningarsögulegt gildi þeirra. Maðurinn starfar fyrir breska fyrirtækið P&H Jewellers og hafði keypt gull og silfur hér á landi til bræðslu. „Þegar við rákum augun í auglýsingu frá honum þá óskuðum við eftir fundi með manninum til að fara yfir það hvaða gripi hann væri að fara með,“ segir Rakel Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri safnaráðs. Athugunin hafi leitt í ljós að silfurskeiðasafn, fjögur armbönd, tvær nælur og eyrnalokkar kynnu að teljast slík menningarverðmæti að manninum væri óheimilt að fara utan með góssið, enda kveða lög á um að slíkt sé bannað. „Nú verður óskað eftir formlegum umsögnum frá sérfræðingum þar sem þeir greina gripina nánar og athuga frá hvaða tíma þeir eru og hversu verðmætir þeir eru fyrir menningarsöguna,“ segir Rakel. Í framhaldi muni safnaráð fjalla um umsagnirnar og ákveða hvort veita skuli leyfi til útflutnings. Rakel segir það ekki oft hafa komið fyrir að útflutningi sé hafnað. Það eru hins vegar ekki bara útlendingar sem kaupa hér gull og silfur til bræðslu. Rakel segir að fólk sé hrætt um að innlendir aðilar hafi þegar keypt merkar minjar og eyðilagt. „Það er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur af því að eitthvað af okkar menningarauði hafi endað hér í bræðslu,“ segir hún. Það sé hins vegar ekki Safnaráðs að fylgjast með því heldur Þjóðminjasafnsins, segir Rakel. „Ég veit að Þjóðminjasafnið hefur verið í sambandi við gullsmiði og átt gott samstarf við þá. Ég veit að þau vilja treysta þessu fagfólki til að þekkja muninn á einhverju sem er mjög dýrmætt og öðru sem skiptir kannski ekki mjög miklu máli.“ Rakel segir að enn fremur sé Safnaráð í samstarfi við tollstjóraembætti á landinu öllu um eftirlit með skarti sem flutt er úr landi. Ekki hafi hins vegar komið til þess að tollurinn hafi stoppað neitt. „Maður gerir ráð fyrir að það sé alveg heilmikið sem hefur sloppið,“ segir hún.stigur@frettabladid.is Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
Safnaráð tók skeiðar og skart úr silfri af breskum kaupmanni sem hugðist fara með góssið úr landi. Nú verður metið hvort um dýrmætar menningarsögulegar minjar sé að ræða. Sérfræðingar óttast að slíkir hlutir séu bræddir hérlendis. Safnaráð meinaði í gær enskum skartgripakaupmanni að fara úr landi með safn af skeiðum og búningaskart úr silfri. Ráðið tók gripina í sína vörslu og mun nú meta menningarsögulegt gildi þeirra. Maðurinn starfar fyrir breska fyrirtækið P&H Jewellers og hafði keypt gull og silfur hér á landi til bræðslu. „Þegar við rákum augun í auglýsingu frá honum þá óskuðum við eftir fundi með manninum til að fara yfir það hvaða gripi hann væri að fara með,“ segir Rakel Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri safnaráðs. Athugunin hafi leitt í ljós að silfurskeiðasafn, fjögur armbönd, tvær nælur og eyrnalokkar kynnu að teljast slík menningarverðmæti að manninum væri óheimilt að fara utan með góssið, enda kveða lög á um að slíkt sé bannað. „Nú verður óskað eftir formlegum umsögnum frá sérfræðingum þar sem þeir greina gripina nánar og athuga frá hvaða tíma þeir eru og hversu verðmætir þeir eru fyrir menningarsöguna,“ segir Rakel. Í framhaldi muni safnaráð fjalla um umsagnirnar og ákveða hvort veita skuli leyfi til útflutnings. Rakel segir það ekki oft hafa komið fyrir að útflutningi sé hafnað. Það eru hins vegar ekki bara útlendingar sem kaupa hér gull og silfur til bræðslu. Rakel segir að fólk sé hrætt um að innlendir aðilar hafi þegar keypt merkar minjar og eyðilagt. „Það er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur af því að eitthvað af okkar menningarauði hafi endað hér í bræðslu,“ segir hún. Það sé hins vegar ekki Safnaráðs að fylgjast með því heldur Þjóðminjasafnsins, segir Rakel. „Ég veit að Þjóðminjasafnið hefur verið í sambandi við gullsmiði og átt gott samstarf við þá. Ég veit að þau vilja treysta þessu fagfólki til að þekkja muninn á einhverju sem er mjög dýrmætt og öðru sem skiptir kannski ekki mjög miklu máli.“ Rakel segir að enn fremur sé Safnaráð í samstarfi við tollstjóraembætti á landinu öllu um eftirlit með skarti sem flutt er úr landi. Ekki hafi hins vegar komið til þess að tollurinn hafi stoppað neitt. „Maður gerir ráð fyrir að það sé alveg heilmikið sem hefur sloppið,“ segir hún.stigur@frettabladid.is
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira