Erlent

Geta um frjálst höfuð strokið

Chen Guangcheng Kom til Bandaríkjanna í lok maí.
Chen Guangcheng Kom til Bandaríkjanna í lok maí. nordicphotos/AFP
Varðstöðvar, eftirlitsmyndavélar og annar viðbúnaður er horfinn úr þorpinu þar sem blindi andófsmaðurinn Chen Guangcheng var hafður í stofufangelsi í tæp tvö ár.

Chen flúði úr stofufangelsinu í apríl og fékk síðan að fara til Bandaríkjanna til náms ásamt fjölskyldu sinni.

Íbúar þorpsins fundu illilega fyrir öryggisráðstöfunum meðan Chen var þar í stofufangelsi, en segjast nú loksins geta um frjálst höfuð strokið.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×