Ávarp á alþjóðadegi fjölmiðlafrelsis Irina Bokova og Ban Ki-Moon skrifar 3. maí 2012 11:00 Tjáningarfrelsið er á meðal okkar dýrmætustu réttinda. Það liggur til grundvallar öllu öðru frelsi og er ein helsta stoð mannlegrar reisnar. Frjálsir, margradda og óháðir fjölmiðlar eru ómissandi til þess að tjáningarfrelsið fái notið sín. Þetta er inntak Alþjóðlegs dags fjölmiðlafrelsis. Frelsi fjölmiðla felur í sér frelsi til að hafa skoðanir og leita, sækja og miðla upplýsingum og hugmyndum á hvaða hátt sem er og án tillits til landamæra; eins og kveðið er á um í 19. grein Mannréttindayfirlýsingarinnar. Slíkt frelsi er frumskilyrði heilbrigðs og kraftmikils samfélags. Umbreytingarnar í Arabaheiminum hafa sýnt hversu sterkt afl felst í þránni eftir réttindum þegar nýir og gamlir fjölmiðlar eru virkjaðir. Nýfengið fjölmiðlafrelsi gefur fyrirheit um umbreytingu samfélaga í krafti gagnsæis og reikningsskila. Það opnar nýjar leiðir til samskipta og til að deila upplýsingum og þekkingu. Öflugar nýjar raddir sem áður fengu ekki að heyrast, hasla sér völl, ekki síst á meðal hinna yngri. Af þessum sökum er Alþjóðadagur fjölmiðlafrelsis í ár helgaður þemanu Nýjar raddir: Fjölmiðlafrelsi í þágu þjóðfélagsbreytinga. Fjölmiðlafrelsi er líka ógnað víða um heim. Á síðasta ári fordæmdi UNESCO morð sextíu og tveggja blaðamanna sem týndu lífi vegna starfa sinna. Þessir blaðamenn ættu ekki að gleymast og draga ber fremjendur ódæðisverkanna til ábyrgðar. Fjölmiðlun færist í æ ríkari mæli inn á netið og á sama tíma sæta vefblaðamenn, þar á meðal bloggarar, ofríki og árásum og eru jafnvel drepnir starfa sinna vegna. Þá verður að vernda rétt eins og starfsmenn hefðbundinna fjölmiðla. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna þinguðu í fyrsta skipti um öryggi blaðamanna og refsileysi ofsækjenda þeirra 13. og 14. september 2011. Þar var tekin saman áætlun um hvernig Sameinuðu þjóðirnar gætu skapað frjálsara og öruggara umhverfi fyrir blaðamenn og fjölmiðlastarfsmenn hvarvetna í heiminum. Á sama tíma munum við halda áfram að styrkja lagalegar stoðir frjálsra, margradda og óháðra fjölmiðla, sérstaklega í ríkjum sem ganga í gegnum umbreytingar eða endurreisn eftir átök. Við verðum sérstaklega að leggja ungu fólki lið til þess að þróa með sér gagnrýnt viðhorf og fjölmiðlalæsi, nú á tímum upplýsingaofgnóttar. Alþjóðadagurinn er okkar tækifæri til að draga fánann að húni í baráttunni við að efla fjölmiðlafrelsi. Við hvetjum ríki, atvinnufjölmiðla og óháð félagasamtök til að taka höndum saman við Sameinuðu þjóðirnar í þeirri viðleitni að efla tjáningarfrelsi jafnt á netinu sem utan þess í samræmi við alþjóðlega viðurkennd grundvallarsjónarmið. Þetta er hryggjarstykki einstaklingsréttinda, grunnur heilbrigðra samfélaga og afl í þágu félagslegra breytinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsið er á meðal okkar dýrmætustu réttinda. Það liggur til grundvallar öllu öðru frelsi og er ein helsta stoð mannlegrar reisnar. Frjálsir, margradda og óháðir fjölmiðlar eru ómissandi til þess að tjáningarfrelsið fái notið sín. Þetta er inntak Alþjóðlegs dags fjölmiðlafrelsis. Frelsi fjölmiðla felur í sér frelsi til að hafa skoðanir og leita, sækja og miðla upplýsingum og hugmyndum á hvaða hátt sem er og án tillits til landamæra; eins og kveðið er á um í 19. grein Mannréttindayfirlýsingarinnar. Slíkt frelsi er frumskilyrði heilbrigðs og kraftmikils samfélags. Umbreytingarnar í Arabaheiminum hafa sýnt hversu sterkt afl felst í þránni eftir réttindum þegar nýir og gamlir fjölmiðlar eru virkjaðir. Nýfengið fjölmiðlafrelsi gefur fyrirheit um umbreytingu samfélaga í krafti gagnsæis og reikningsskila. Það opnar nýjar leiðir til samskipta og til að deila upplýsingum og þekkingu. Öflugar nýjar raddir sem áður fengu ekki að heyrast, hasla sér völl, ekki síst á meðal hinna yngri. Af þessum sökum er Alþjóðadagur fjölmiðlafrelsis í ár helgaður þemanu Nýjar raddir: Fjölmiðlafrelsi í þágu þjóðfélagsbreytinga. Fjölmiðlafrelsi er líka ógnað víða um heim. Á síðasta ári fordæmdi UNESCO morð sextíu og tveggja blaðamanna sem týndu lífi vegna starfa sinna. Þessir blaðamenn ættu ekki að gleymast og draga ber fremjendur ódæðisverkanna til ábyrgðar. Fjölmiðlun færist í æ ríkari mæli inn á netið og á sama tíma sæta vefblaðamenn, þar á meðal bloggarar, ofríki og árásum og eru jafnvel drepnir starfa sinna vegna. Þá verður að vernda rétt eins og starfsmenn hefðbundinna fjölmiðla. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna þinguðu í fyrsta skipti um öryggi blaðamanna og refsileysi ofsækjenda þeirra 13. og 14. september 2011. Þar var tekin saman áætlun um hvernig Sameinuðu þjóðirnar gætu skapað frjálsara og öruggara umhverfi fyrir blaðamenn og fjölmiðlastarfsmenn hvarvetna í heiminum. Á sama tíma munum við halda áfram að styrkja lagalegar stoðir frjálsra, margradda og óháðra fjölmiðla, sérstaklega í ríkjum sem ganga í gegnum umbreytingar eða endurreisn eftir átök. Við verðum sérstaklega að leggja ungu fólki lið til þess að þróa með sér gagnrýnt viðhorf og fjölmiðlalæsi, nú á tímum upplýsingaofgnóttar. Alþjóðadagurinn er okkar tækifæri til að draga fánann að húni í baráttunni við að efla fjölmiðlafrelsi. Við hvetjum ríki, atvinnufjölmiðla og óháð félagasamtök til að taka höndum saman við Sameinuðu þjóðirnar í þeirri viðleitni að efla tjáningarfrelsi jafnt á netinu sem utan þess í samræmi við alþjóðlega viðurkennd grundvallarsjónarmið. Þetta er hryggjarstykki einstaklingsréttinda, grunnur heilbrigðra samfélaga og afl í þágu félagslegra breytinga.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar