Sex prósent Magnús Orri Schram skrifar 3. maí 2012 06:00 Það hefur verið gleðilegt að fylgjast með hvernig umsvif og afkoma í sjávarútvegi hafa aukist á síðustu árum. Þar hefur farið saman hátt afurðaverð í erlendri mynt, lágt raungengi krónunnar og góðar gæftir. Mörg af stærstu fyrirtækjunum hafa notað undanfarin ár til þess að grynnka á skuldum í stað þess að fjárfesta. Það var eðlileg ráðstöfun þar sem skuldir hækkuðu mikið við hrunið. Lágt veiðigjaldVeiðigjald hefur verið lagt á útgerðarfyrirtækin síðustu árin. Gjaldið hefur verið fremur lágt síðustu 10 árin enda var afkoman á árunum fyrir hrun umtalsvert lakari en hún er í dag. Nú er staðan hins vegar allt önnur og framlegðin í greininni er nálega tvöfalt hærri mælt í íslenskum krónum. Þrátt fyrir stórbætta afkomu hefur veiðigjaldið í greininni einungis numið 1-6% af framlegð fyrirtækjanna. Þetta þýðir að fyrirtæki í sjávarútvegi hafa haldið eftir ríflega 94% af framlegðinni fyrir sig til að standa straum af fjármagnskostnaði, nauðsynlegri viðhaldsfjárfestingu, tekjuskattsgreiðslum af hagnaði og til arðgreiðslu. Veiðigjaldsgreiðslur hafa því ekki haft mikil áhrif á heildarafkomu fyrirtækjanna fram að þessu. Hversu mikið?Með núverandi frumvarpi er lögð til veruleg hækkun á gjaldinu og þess freistað að veita þjóðinni hlutdeild í arði auðlindarinnar. Ég hef ekki áhuga á því að ganga of nærri útgerðinni með innheimtu gjalda, en tel þó mikilvægt að þjóðin öll njóti að minnsta kosti aukins hluta af viðbótararði auðlindarinnar. Frumvarpið leggur til að þegar útgerðin hefur staðið skil á kostnaði og tekið eðlilega arðsemi úr sínum rekstri, eigi fyrirtækin að skipta því sem eftir stendur með almenningi. Fáir hagsmunaaðilar hafa tjáð sig um hvernig eigi að skipta arðinum á milli útgerðarmanna og almennings, það er hvert sé eðlilegt veiðigjald. Áhugavert væri að heyra hugmyndir útgerðarmanna um hvernig mætti skipta arðseminni af fiskveiðunum á milli eigenda auðlindarinnar og þess sem nýtir hana. Þær hugmyndir myndu varpa skýru ljósi á viðhorf LÍÚ til stöðu almennings sem eigenda auðlindar gagnvart þeim arði sem auðlindin gefur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið gleðilegt að fylgjast með hvernig umsvif og afkoma í sjávarútvegi hafa aukist á síðustu árum. Þar hefur farið saman hátt afurðaverð í erlendri mynt, lágt raungengi krónunnar og góðar gæftir. Mörg af stærstu fyrirtækjunum hafa notað undanfarin ár til þess að grynnka á skuldum í stað þess að fjárfesta. Það var eðlileg ráðstöfun þar sem skuldir hækkuðu mikið við hrunið. Lágt veiðigjaldVeiðigjald hefur verið lagt á útgerðarfyrirtækin síðustu árin. Gjaldið hefur verið fremur lágt síðustu 10 árin enda var afkoman á árunum fyrir hrun umtalsvert lakari en hún er í dag. Nú er staðan hins vegar allt önnur og framlegðin í greininni er nálega tvöfalt hærri mælt í íslenskum krónum. Þrátt fyrir stórbætta afkomu hefur veiðigjaldið í greininni einungis numið 1-6% af framlegð fyrirtækjanna. Þetta þýðir að fyrirtæki í sjávarútvegi hafa haldið eftir ríflega 94% af framlegðinni fyrir sig til að standa straum af fjármagnskostnaði, nauðsynlegri viðhaldsfjárfestingu, tekjuskattsgreiðslum af hagnaði og til arðgreiðslu. Veiðigjaldsgreiðslur hafa því ekki haft mikil áhrif á heildarafkomu fyrirtækjanna fram að þessu. Hversu mikið?Með núverandi frumvarpi er lögð til veruleg hækkun á gjaldinu og þess freistað að veita þjóðinni hlutdeild í arði auðlindarinnar. Ég hef ekki áhuga á því að ganga of nærri útgerðinni með innheimtu gjalda, en tel þó mikilvægt að þjóðin öll njóti að minnsta kosti aukins hluta af viðbótararði auðlindarinnar. Frumvarpið leggur til að þegar útgerðin hefur staðið skil á kostnaði og tekið eðlilega arðsemi úr sínum rekstri, eigi fyrirtækin að skipta því sem eftir stendur með almenningi. Fáir hagsmunaaðilar hafa tjáð sig um hvernig eigi að skipta arðinum á milli útgerðarmanna og almennings, það er hvert sé eðlilegt veiðigjald. Áhugavert væri að heyra hugmyndir útgerðarmanna um hvernig mætti skipta arðseminni af fiskveiðunum á milli eigenda auðlindarinnar og þess sem nýtir hana. Þær hugmyndir myndu varpa skýru ljósi á viðhorf LÍÚ til stöðu almennings sem eigenda auðlindar gagnvart þeim arði sem auðlindin gefur.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar