Áhætturekstur Bændasamtaka Íslands Þórólfur Matthíasson skrifar 3. maí 2012 10:00 Ég hef eftir talsverða eftirgangsmuni og fyrir tilstilli úrskurðarnefndar um upplýsingamál fengið ársreikning Bændasamtaka Íslands fyrir árin 2008 til 2010 afhentan óritskoðaðan. Það er ekki fögur lesning. Og fleiri ágengar spurningar vakna í kjölfar þeirra sem svör fást við. Bændasamtök Íslands eiga einkahlutafélögin Hótel Saga ehf. og Hótel Ísland ehf. Þessi félög hafa til umráða umtalsverðar og verðmætar fasteignir tengdar hótel- og veitingarekstri sínum. Árið 2006 virðist staða þessa áhætturekstrar hafa verið góð, en það ár hafnaði Búnaðarþing að selja hluta rekstrarins þó í boði væru 4,3 milljarðar króna. En skjótt skipast veður í lofti því sex árum síðar var eiginfé Hótels Sögu ehf. neikvætt um 2,5 milljarða króna skv. ársreikningi! Félagið virðist ekki hafa getað staðið við skuldbindingar sínar á árinu 2010. Eigandinn, Bændasamtökin, tekur afleiðingu þessarar stöðu og færir verðmæti hlutafjáreignar sinnar niður í núll bæði í Hótel Sögu ehf. og Hótel Íslandi ehf. og afskrifar 950 milljón króna skuld Hótels Sögu við Bændasamtök Íslands. Af efnahagsreikningi Bændasamtakanna verður einnig ráðið að Bændasamtökin hafi talsverðar vaxtatekjur af svokölluðu geymslufé. Hér vaknar sú spurning hvort þar sé um að ræða fé sem Bændasamtökin sýsla með í umboði ríkissjóðs. Geymslufé var um 160 milljónir króna um áramót 2007/8, um 350 milljónir króna áramótin 2008/9, 708 milljónir króna 2009/10 og 702 milljónir króna áramótin 2010/11. Aðeins er sýnd samtala vaxtatekna og vaxtagjalda, en líklegt er að brúttóvaxtatekjur aukist í takt við aukið geymslufé. Virðist því fara saman aukin fjárþörf Bændasamtakanna í tengslum við hallarekstur hótelrekstrarins og hækkanir upphæða á geymslufjárreikningi. Margar spurningar vakna í kjölfar þessa lestrar. Hér eru nokkrar:1. Hvað skýrir hið mikla tap í hótelrekstri Bændasamtakanna síðan 2006? 2. Er tap Bændasamtakanna sambærilegt við tap annarra rekstraraðila í sams konar rekstri hér á landi á sama tíma? 3. Hafa lánastofnanir verið viljugri til að lána til hótelrekstrar Bændasamtakanna en til hótelrekstrar annarra aðila? Og ef það er tilfellið, þá hvers vegna? 4. Er rétt að hagsmunasamtök eins og Bændasamtök Íslands, sem sýsla með almannafé fyrir ríkissjóð, standi í áhættusömum rekstri á borð við rekstur veitingahúsa og hótela? 5. Er rétt að félag, sem að stórum hluta hefur tekjur af opinberu fé, sé jafnframt að byggja upp eiginfé sem notað er í áhætturekstri? 6. Hvaða samrekstrarhagkvæmni er fólgin í því að reka saman hagsmunasamtök bænda annars vegar og hótel hins vegar? Eða að reka saman hagsmunasamtök annars vegar og bari og lúxusveitingahús hins vegar? 7. Hvernig er hægt að skýra milljarða halla á rekstri hótela og veitingahúsa þegar ferðamenn flykkjast til landsins sem aldrei fyrr? 8. Geta Bændasamtök Íslands stjórnað aðstreymi geymslufjár úr ríkissjóði, og ef svo er að hve miklu leyti? 9. Geta Bændasamtök Íslands stjórnað frástreymi geymslufjár til umbjóðenda sinna, bænda, og þá í hvað ríkum mæli? 10. Hvaða sjónarmið leggja Bændasamtökin til grundvallar þegar þau safna geymslufé á vaxtaberandi reikninga? Af hverju aukast fjárhæðir á þessum reikningum áramót eftir áramót á tímabilinu 2007 til 2010? 11. Hefur það verklag sem viðhaft er hvað varðar fjárreiður Bændasamtakanna verið borið undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið? 12. Hver hafa viðbrögð ráðuneytisins verið? 13. Hefur ráðuneytið fylgst af eigin frumkvæði með því hvernig Bændasamtökin greiða út styrki og annað ríkissjóðsfé til bænda? 14. Hafa Bændasamtökin beinan eða óbeinan ávinning af umsýslu geymslufjár? 15. Með hvaða hætti hafa kjörnir og ráðnir forsvarsmenn Bændasamtakanna gert aðildarfélögum sínum grein fyrir tapi af hótelrekstrinum? 16. Hafa komið upp hugmyndir um að fá óháða aðila til að gera úttekt á hallarekstri félaga í eigu Bændasamtaka Íslands? 17. Hefur verið fjallað um hallarekstur félaga í eigu Bændasamtaka Íslands í Bændablaðinu? 18. Hvers vegna eru Bændasamtökin mótfallin því að umsýsla sty rkja til bænda fari um sérstaka greiðslustofu að evrópskri fyrirmynd? Allar þessar spurningar snerta neytendur og skattgreiðendur beint, því staðreyndin er sú að með núverandi fyrirkomulagi á sölumálum landbúnaðarins lendir allur kostnaður, nauðsynlegur jafnt sem ónauðsynlegur, að lokum annað hvort á neytendum í formi hærra vöruverðs eða hjá skattgreiðendum í formi hærri beingreiðslna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Ég hef eftir talsverða eftirgangsmuni og fyrir tilstilli úrskurðarnefndar um upplýsingamál fengið ársreikning Bændasamtaka Íslands fyrir árin 2008 til 2010 afhentan óritskoðaðan. Það er ekki fögur lesning. Og fleiri ágengar spurningar vakna í kjölfar þeirra sem svör fást við. Bændasamtök Íslands eiga einkahlutafélögin Hótel Saga ehf. og Hótel Ísland ehf. Þessi félög hafa til umráða umtalsverðar og verðmætar fasteignir tengdar hótel- og veitingarekstri sínum. Árið 2006 virðist staða þessa áhætturekstrar hafa verið góð, en það ár hafnaði Búnaðarþing að selja hluta rekstrarins þó í boði væru 4,3 milljarðar króna. En skjótt skipast veður í lofti því sex árum síðar var eiginfé Hótels Sögu ehf. neikvætt um 2,5 milljarða króna skv. ársreikningi! Félagið virðist ekki hafa getað staðið við skuldbindingar sínar á árinu 2010. Eigandinn, Bændasamtökin, tekur afleiðingu þessarar stöðu og færir verðmæti hlutafjáreignar sinnar niður í núll bæði í Hótel Sögu ehf. og Hótel Íslandi ehf. og afskrifar 950 milljón króna skuld Hótels Sögu við Bændasamtök Íslands. Af efnahagsreikningi Bændasamtakanna verður einnig ráðið að Bændasamtökin hafi talsverðar vaxtatekjur af svokölluðu geymslufé. Hér vaknar sú spurning hvort þar sé um að ræða fé sem Bændasamtökin sýsla með í umboði ríkissjóðs. Geymslufé var um 160 milljónir króna um áramót 2007/8, um 350 milljónir króna áramótin 2008/9, 708 milljónir króna 2009/10 og 702 milljónir króna áramótin 2010/11. Aðeins er sýnd samtala vaxtatekna og vaxtagjalda, en líklegt er að brúttóvaxtatekjur aukist í takt við aukið geymslufé. Virðist því fara saman aukin fjárþörf Bændasamtakanna í tengslum við hallarekstur hótelrekstrarins og hækkanir upphæða á geymslufjárreikningi. Margar spurningar vakna í kjölfar þessa lestrar. Hér eru nokkrar:1. Hvað skýrir hið mikla tap í hótelrekstri Bændasamtakanna síðan 2006? 2. Er tap Bændasamtakanna sambærilegt við tap annarra rekstraraðila í sams konar rekstri hér á landi á sama tíma? 3. Hafa lánastofnanir verið viljugri til að lána til hótelrekstrar Bændasamtakanna en til hótelrekstrar annarra aðila? Og ef það er tilfellið, þá hvers vegna? 4. Er rétt að hagsmunasamtök eins og Bændasamtök Íslands, sem sýsla með almannafé fyrir ríkissjóð, standi í áhættusömum rekstri á borð við rekstur veitingahúsa og hótela? 5. Er rétt að félag, sem að stórum hluta hefur tekjur af opinberu fé, sé jafnframt að byggja upp eiginfé sem notað er í áhætturekstri? 6. Hvaða samrekstrarhagkvæmni er fólgin í því að reka saman hagsmunasamtök bænda annars vegar og hótel hins vegar? Eða að reka saman hagsmunasamtök annars vegar og bari og lúxusveitingahús hins vegar? 7. Hvernig er hægt að skýra milljarða halla á rekstri hótela og veitingahúsa þegar ferðamenn flykkjast til landsins sem aldrei fyrr? 8. Geta Bændasamtök Íslands stjórnað aðstreymi geymslufjár úr ríkissjóði, og ef svo er að hve miklu leyti? 9. Geta Bændasamtök Íslands stjórnað frástreymi geymslufjár til umbjóðenda sinna, bænda, og þá í hvað ríkum mæli? 10. Hvaða sjónarmið leggja Bændasamtökin til grundvallar þegar þau safna geymslufé á vaxtaberandi reikninga? Af hverju aukast fjárhæðir á þessum reikningum áramót eftir áramót á tímabilinu 2007 til 2010? 11. Hefur það verklag sem viðhaft er hvað varðar fjárreiður Bændasamtakanna verið borið undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið? 12. Hver hafa viðbrögð ráðuneytisins verið? 13. Hefur ráðuneytið fylgst af eigin frumkvæði með því hvernig Bændasamtökin greiða út styrki og annað ríkissjóðsfé til bænda? 14. Hafa Bændasamtökin beinan eða óbeinan ávinning af umsýslu geymslufjár? 15. Með hvaða hætti hafa kjörnir og ráðnir forsvarsmenn Bændasamtakanna gert aðildarfélögum sínum grein fyrir tapi af hótelrekstrinum? 16. Hafa komið upp hugmyndir um að fá óháða aðila til að gera úttekt á hallarekstri félaga í eigu Bændasamtaka Íslands? 17. Hefur verið fjallað um hallarekstur félaga í eigu Bændasamtaka Íslands í Bændablaðinu? 18. Hvers vegna eru Bændasamtökin mótfallin því að umsýsla sty rkja til bænda fari um sérstaka greiðslustofu að evrópskri fyrirmynd? Allar þessar spurningar snerta neytendur og skattgreiðendur beint, því staðreyndin er sú að með núverandi fyrirkomulagi á sölumálum landbúnaðarins lendir allur kostnaður, nauðsynlegur jafnt sem ónauðsynlegur, að lokum annað hvort á neytendum í formi hærra vöruverðs eða hjá skattgreiðendum í formi hærri beingreiðslna.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar