Opið bréf til eigenda smálánafyrirtækja Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Ég og elsta systir mín komum fram í Kastljósi 18. september og skýrðum frá þeim vítahring smálána sem fárveik systir okkar var þá komin í. Fengum við sterk viðbrögð og mikið hrós fyrir hugrekki. Ég þakka hólið en velti því samt fyrir mér hvort það sé virkilega hugrekki að neita að vera meðvirkur í þessu þjóðfélagi, stíga fram og segja frá því þegar gráðugir, siðlausir menn notfæra sér ástvini manns? Á það í alvöru að vera regla fremur en undantekning að hylma yfir með níðingunum? Áttum við að skammast okkar fyrir þá stöðu sem systir mín var komin í? Hafði hún eitthvað til að skammast sín fyrir? Nei. Það var ekki henni að kenna að hún veiktist alvarlega svo að dómgreind hennar skertist, hún missti stjórn á hvötum sínum og tapaði skammtímaminninu. Það var ekki henni að kenna að hún reyndi í örvæntingu að fela vandræði sín, með því að steypa sér í enn meiri skuldir. Sennilega skildi hún eða mundi lítið í hvað peningarnir fóru, gerði sér ekki grein fyrir að smálánafyrirtækin fóru inn á reikninginn hennar eða hvers vegna innistæðan þar hvarf eins og dögg fyrir sólu um leið og búið væri að greiða út örorkubæturnar. Hún var veik, þreytt og vissi að eitthvað skrítið væri að gerast í höfðinu á sér, löngu á undan okkur hinum. Tilhugsunin um að smálánafyrirtækin hafi aukið á vanlíðan systur minnar síðustu mánuðina; ruglað hana í ríminu með alls konar áreiti og valdið henni áhyggjum ofan á óttann um hvað væri að gerast, er svo óbærileg að ég þarf daglega að banda henni frá mér með krepptum hnefa. Því ég reyni að sleppa takinu og sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. En ég get kannski stuðlað að breytingum og það var ástæða þess að við stigum fram og sögðum sögu systur okkar, ekki til að fá meðaumkun eða hrós, heldur til að reyna að koma öðrum til aðstoðar og bæta samfélagið okkar. Ég get ekki sagt að það hafi hreyft nokkuð við mér að horfa á lögfræðinginn ykkar bera sig aumlega í Kastljósi nýlega. Þar taldi hann upp þær úrbætur sem smálánafyrirtækin hafa gert eftir að í ljós kom hversu langt er gengið í frumvarpinu sem bíður samþykkis Alþingis. Jújú, það er allt gott og blessað en ber því einungis vitni hversu hræddir aðstandendur smálánafyrirtækjanna eru orðnir um að nú fari að tæmast speninn sem þeir hafa notað til að blóðmjólka þá sem minnst mega við. Því það vita allir hver markhópur smálánafyrirtækja er; fyrirmyndin er til erlendis, þið voruð ekkert að finna upp hjólið þegar þið hófuð þessa starfsemi og vissuð alveg í hvernig aðstæðum flestir viðskiptavinir ykkar yrðu. Ekki tala til okkar eins og við séum fífl. Og einhver hlýtur gróðinn að vera fyrst fyrirtækin geta fellt niður kröfur á ákveðinn samfélagshóp. Mér skilst að við gætum nú – ef við bærum okkur eftir því – fengið felldar niður skuldir systur okkar við fyrirtækin ykkar. Skuldir sem voru orðnar mörg hundruð þúsund krónur með vöxtum og áföllnum kostnaði og fóru síhækkandi. Það kemur þó ekki til þess þar sem systir mín lést 9. október. Þið ætlið kannski að endurgreiða okkur peningana sem þið sópuðuð út af reikningnum hennar meðan hún lá inni á sjúkrahúsi í lok ágúst? Það kæmi sér ekkert illa að fá þann pening upp í útfararkostnaðinn, því sem öryrki var systir mín jafnframt öreigi eins og því miður er algengt á Íslandi. Lögfræðingurinn ykkar kvartaði mikið undan því að í frumvarpinu ætti að setja þak á árlegan, hlutfallslegan kostnað. Ég gat ekki betur skilið en að með því skilyrði væri smálánafyrirtækjunum gert ókleift að starfa, það væri ósanngjarnt og að í samanburði við þær reglur sem giltu um bankana væri það óréttlátt; menn ættu bara að koma hreint fram og setja lög sem banna svona starfsemi frekar en að sníða smálánafyrirtækjunum svo þröngan stakk. Ég er eiginlega alveg sammála, ég skil nefnilega ekki hvers vegna svona starfsemi er yfir höfuð leyfð og sé ekkert athugavert við að stöðva hana alveg með lagasetningu. Hvaða tilvistarrétt hafa smálánafyrirtækin? Hvaða gagn gera þau þjóðfélaginu? Hversu mikilvæg eru þau þjóðarbúinu, atvinnulífinu, þjóðfélagsþegnunum? Ég skil að í vestrænu nútímaþjóðfélagi er nauðsynlegt að hafa banka en ég skil ekki mikilvægi smálánafyrirtækja eða hvers vegna þau ættu að sitja við sama borð og bankarnir. Þið vonið eflaust að einhverjir vinir ykkar á Alþingi sjái aumur á ykkur og knýi fram þær breytingar á frumvarpinu sem þið vonist eftir, svo þið getið áfram notfært ykkur bágindi meðbræðra ykkar til að fæða og klæða ykkar eigin börn meðan börn þeirra líða e.t.v. skort. Það má með vissu segja að menn sem geta óhikað litið í spegil þótt þeir hagnist á neyð samborgara sinni þjást ekki af meðvirkni, en þeir eru hvorki hugrakkir né eiga þeir skilið hrós fyrir vikið. Þetta er siðlaus okurlánastarfsemi með slaufu á, ekkert annað. Og ef þingmennirnir okkar hafa kjark til að útrýma þessu þjóðfélagsmeini þá mun enginn vorkenna ykkur, og enginn sakna smálánafyrirtækjanna. Enginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Ég og elsta systir mín komum fram í Kastljósi 18. september og skýrðum frá þeim vítahring smálána sem fárveik systir okkar var þá komin í. Fengum við sterk viðbrögð og mikið hrós fyrir hugrekki. Ég þakka hólið en velti því samt fyrir mér hvort það sé virkilega hugrekki að neita að vera meðvirkur í þessu þjóðfélagi, stíga fram og segja frá því þegar gráðugir, siðlausir menn notfæra sér ástvini manns? Á það í alvöru að vera regla fremur en undantekning að hylma yfir með níðingunum? Áttum við að skammast okkar fyrir þá stöðu sem systir mín var komin í? Hafði hún eitthvað til að skammast sín fyrir? Nei. Það var ekki henni að kenna að hún veiktist alvarlega svo að dómgreind hennar skertist, hún missti stjórn á hvötum sínum og tapaði skammtímaminninu. Það var ekki henni að kenna að hún reyndi í örvæntingu að fela vandræði sín, með því að steypa sér í enn meiri skuldir. Sennilega skildi hún eða mundi lítið í hvað peningarnir fóru, gerði sér ekki grein fyrir að smálánafyrirtækin fóru inn á reikninginn hennar eða hvers vegna innistæðan þar hvarf eins og dögg fyrir sólu um leið og búið væri að greiða út örorkubæturnar. Hún var veik, þreytt og vissi að eitthvað skrítið væri að gerast í höfðinu á sér, löngu á undan okkur hinum. Tilhugsunin um að smálánafyrirtækin hafi aukið á vanlíðan systur minnar síðustu mánuðina; ruglað hana í ríminu með alls konar áreiti og valdið henni áhyggjum ofan á óttann um hvað væri að gerast, er svo óbærileg að ég þarf daglega að banda henni frá mér með krepptum hnefa. Því ég reyni að sleppa takinu og sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. En ég get kannski stuðlað að breytingum og það var ástæða þess að við stigum fram og sögðum sögu systur okkar, ekki til að fá meðaumkun eða hrós, heldur til að reyna að koma öðrum til aðstoðar og bæta samfélagið okkar. Ég get ekki sagt að það hafi hreyft nokkuð við mér að horfa á lögfræðinginn ykkar bera sig aumlega í Kastljósi nýlega. Þar taldi hann upp þær úrbætur sem smálánafyrirtækin hafa gert eftir að í ljós kom hversu langt er gengið í frumvarpinu sem bíður samþykkis Alþingis. Jújú, það er allt gott og blessað en ber því einungis vitni hversu hræddir aðstandendur smálánafyrirtækjanna eru orðnir um að nú fari að tæmast speninn sem þeir hafa notað til að blóðmjólka þá sem minnst mega við. Því það vita allir hver markhópur smálánafyrirtækja er; fyrirmyndin er til erlendis, þið voruð ekkert að finna upp hjólið þegar þið hófuð þessa starfsemi og vissuð alveg í hvernig aðstæðum flestir viðskiptavinir ykkar yrðu. Ekki tala til okkar eins og við séum fífl. Og einhver hlýtur gróðinn að vera fyrst fyrirtækin geta fellt niður kröfur á ákveðinn samfélagshóp. Mér skilst að við gætum nú – ef við bærum okkur eftir því – fengið felldar niður skuldir systur okkar við fyrirtækin ykkar. Skuldir sem voru orðnar mörg hundruð þúsund krónur með vöxtum og áföllnum kostnaði og fóru síhækkandi. Það kemur þó ekki til þess þar sem systir mín lést 9. október. Þið ætlið kannski að endurgreiða okkur peningana sem þið sópuðuð út af reikningnum hennar meðan hún lá inni á sjúkrahúsi í lok ágúst? Það kæmi sér ekkert illa að fá þann pening upp í útfararkostnaðinn, því sem öryrki var systir mín jafnframt öreigi eins og því miður er algengt á Íslandi. Lögfræðingurinn ykkar kvartaði mikið undan því að í frumvarpinu ætti að setja þak á árlegan, hlutfallslegan kostnað. Ég gat ekki betur skilið en að með því skilyrði væri smálánafyrirtækjunum gert ókleift að starfa, það væri ósanngjarnt og að í samanburði við þær reglur sem giltu um bankana væri það óréttlátt; menn ættu bara að koma hreint fram og setja lög sem banna svona starfsemi frekar en að sníða smálánafyrirtækjunum svo þröngan stakk. Ég er eiginlega alveg sammála, ég skil nefnilega ekki hvers vegna svona starfsemi er yfir höfuð leyfð og sé ekkert athugavert við að stöðva hana alveg með lagasetningu. Hvaða tilvistarrétt hafa smálánafyrirtækin? Hvaða gagn gera þau þjóðfélaginu? Hversu mikilvæg eru þau þjóðarbúinu, atvinnulífinu, þjóðfélagsþegnunum? Ég skil að í vestrænu nútímaþjóðfélagi er nauðsynlegt að hafa banka en ég skil ekki mikilvægi smálánafyrirtækja eða hvers vegna þau ættu að sitja við sama borð og bankarnir. Þið vonið eflaust að einhverjir vinir ykkar á Alþingi sjái aumur á ykkur og knýi fram þær breytingar á frumvarpinu sem þið vonist eftir, svo þið getið áfram notfært ykkur bágindi meðbræðra ykkar til að fæða og klæða ykkar eigin börn meðan börn þeirra líða e.t.v. skort. Það má með vissu segja að menn sem geta óhikað litið í spegil þótt þeir hagnist á neyð samborgara sinni þjást ekki af meðvirkni, en þeir eru hvorki hugrakkir né eiga þeir skilið hrós fyrir vikið. Þetta er siðlaus okurlánastarfsemi með slaufu á, ekkert annað. Og ef þingmennirnir okkar hafa kjark til að útrýma þessu þjóðfélagsmeini þá mun enginn vorkenna ykkur, og enginn sakna smálánafyrirtækjanna. Enginn.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun