Hungurlúsin Guðjón Ragnar Jónasson skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Á dögunum gerði Félag framhaldsskólakennara samning við ríkisvaldið sem byggir á kjarasamningi frá árinu 2011. Í honum var ákvæði um endurskoðun á starfskjörum framhaldsskólakennara haustið 2012 til að bregðast við óheppilegri launaþróun. Í febrúar 2006, þegar hið svokallaða tíu punkta samkomulag um sókn í skólamálum var undirritað, voru meðaldagvinnulaun félaga í BHM þau sömu og framhaldsskólakennara. Um mitt ár 2006 voru meðallaun þeirra um 280.000 kr. en félagsmenn BHM höfðu skriðið yfir 300.000 króna múrinn. Í dag eru meðaldagvinnulaun framhaldsskólakennara 379.197 kr. en meðallaun félaga BHM um 438.856 kr. á mánuði. Munurinn jókst þegar hjúkrunarfræðingar yfirgáfu BHM árið 2009; sú stétt á það sammerkt með kennurum að bera lítið úr býtum. Hjúkrunarfræðingar hafa þó verið óþreytandi við að klifa á bágum kjörum sínum á meðan þögnin er aðalsmerki málsvara íslenskra kennara. Markmið nýja samningsins er að sporna við óæskilegri launaþróun og hafa til hliðsjónar aðrar stéttir háskólamanna. Í staðinn tækju kennarar þátt í innleiðingu nýrra framhaldsskólalaga. Skoða á vinnutímann en framhaldsskólakennarar hafa búið við traust og unnið fjarri stimpilklukku og án ægivalds skólastjórnenda, ólíkt grunnskólakennurum sem lúta síauknu forræði skólastjóra og víða glymur þeim klukkan. Fyrir þetta hækki útborgunin um rúmar 4.000 kr. og svo aftur fyrir jólin 2013 um 2.000 krónur. Kennarar sem vinna við námskrárgerð geta eygt von um nokkrar krónur en menntamálaráðuneytið úthlutar sérstöku fé til skólameistara. Mér er til efs að peningar skili sér til kennara. Fyrirætlanir kjarasamningsins frá 2011 um viðbrögð við óæskilegri launaþróun hafa ekki gengið eftir. Sett voru ný og rándýr framhaldsskólalög sem verða ekki að veruleika án atbeina kennara. Það er óábyrgt af kennurum að samþykkja að hefja formlega innleiðingu laganna án nægjanlegs fjármagns. Kennarar verða að vera staðfastir, hafna samningstilboðinu og láta ekki glepjast af hræðsluáróðri. Ríkið verður að bæta kjör kennara svo að þau verði áþekk því sem þau voru eftir verkfallið 2001 en þá stóðu kennarar saman og uppskáru kjarabætur. Stjórnvöld munu ræða við kennara enda okkar ágæti menntamálaráðherra þekktur fyrir samræðustjórnmál. Breytingaferli framhaldsskólans hefur rýrt kjör kennara. Nýi samningurinn færir kennurum einungis dúsu í munn, ekki bita sem tönn á festir. Við þurfum að eiga til stolt og hugrekki og neita að glefsa í agn sem er ekkert nema hungurlús. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum gerði Félag framhaldsskólakennara samning við ríkisvaldið sem byggir á kjarasamningi frá árinu 2011. Í honum var ákvæði um endurskoðun á starfskjörum framhaldsskólakennara haustið 2012 til að bregðast við óheppilegri launaþróun. Í febrúar 2006, þegar hið svokallaða tíu punkta samkomulag um sókn í skólamálum var undirritað, voru meðaldagvinnulaun félaga í BHM þau sömu og framhaldsskólakennara. Um mitt ár 2006 voru meðallaun þeirra um 280.000 kr. en félagsmenn BHM höfðu skriðið yfir 300.000 króna múrinn. Í dag eru meðaldagvinnulaun framhaldsskólakennara 379.197 kr. en meðallaun félaga BHM um 438.856 kr. á mánuði. Munurinn jókst þegar hjúkrunarfræðingar yfirgáfu BHM árið 2009; sú stétt á það sammerkt með kennurum að bera lítið úr býtum. Hjúkrunarfræðingar hafa þó verið óþreytandi við að klifa á bágum kjörum sínum á meðan þögnin er aðalsmerki málsvara íslenskra kennara. Markmið nýja samningsins er að sporna við óæskilegri launaþróun og hafa til hliðsjónar aðrar stéttir háskólamanna. Í staðinn tækju kennarar þátt í innleiðingu nýrra framhaldsskólalaga. Skoða á vinnutímann en framhaldsskólakennarar hafa búið við traust og unnið fjarri stimpilklukku og án ægivalds skólastjórnenda, ólíkt grunnskólakennurum sem lúta síauknu forræði skólastjóra og víða glymur þeim klukkan. Fyrir þetta hækki útborgunin um rúmar 4.000 kr. og svo aftur fyrir jólin 2013 um 2.000 krónur. Kennarar sem vinna við námskrárgerð geta eygt von um nokkrar krónur en menntamálaráðuneytið úthlutar sérstöku fé til skólameistara. Mér er til efs að peningar skili sér til kennara. Fyrirætlanir kjarasamningsins frá 2011 um viðbrögð við óæskilegri launaþróun hafa ekki gengið eftir. Sett voru ný og rándýr framhaldsskólalög sem verða ekki að veruleika án atbeina kennara. Það er óábyrgt af kennurum að samþykkja að hefja formlega innleiðingu laganna án nægjanlegs fjármagns. Kennarar verða að vera staðfastir, hafna samningstilboðinu og láta ekki glepjast af hræðsluáróðri. Ríkið verður að bæta kjör kennara svo að þau verði áþekk því sem þau voru eftir verkfallið 2001 en þá stóðu kennarar saman og uppskáru kjarabætur. Stjórnvöld munu ræða við kennara enda okkar ágæti menntamálaráðherra þekktur fyrir samræðustjórnmál. Breytingaferli framhaldsskólans hefur rýrt kjör kennara. Nýi samningurinn færir kennurum einungis dúsu í munn, ekki bita sem tönn á festir. Við þurfum að eiga til stolt og hugrekki og neita að glefsa í agn sem er ekkert nema hungurlús.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun