Fær barnið þitt hollan og góðan skólamat? Bryndís Jónsdóttir og Rósa Steingrímsdóttir skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Á fundi skóla- og frístundaráðs miðvikudaginn 24. október síðastliðinn var kynnt skýrsla starfshóps sem skoðaði meðal annars rekstur mötuneyta í grunnskólum og leikskólum Reykjavíkurborgar. Margt er gott í þessari skýrslu. Til dæmis má nefna nokkuð nákvæma greiningu á matarkostnaði og samanburð á ýmsum valkostum í rekstri mötuneyta. Auk þess var útbúinn þjónustustaðall þar sem meðal annars kemur fram hvernig ber að fara eftir ráðleggingum Landlæknisembættis um máltíðir í skólum og leikskólum. Fjármagnið dugar ekki fyrir rétt samsettum skólamáltíðumNokkrar áhugaverðar upplýsingar koma fram í skýrslunni sem ástæða er til að skoða nánar. Í skýrslu starfshópsins er tekinn saman matseðill sem uppfyllir manneldismarkmið og hráefniskostnaður reiknaður út frá honum. Kostnaður við máltíð á hvert barn á dag er þar áætlaður á verðbilinu 315–388 krónur. Hins vegar gerði fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2012, ráð fyrir mun lægri upphæð eða kr. 221 á dag fyrir grunnskólabarn og kr. 274 á dag fyrir leikskólabarn. Í leikskólum þarf upphæðin að duga fyrir þremur máltíðum á dag auk ávaxtastundar en einni máltíð í grunnskólum. Það er verulegt áhyggjuefni hve miklu munar á úthlutuðu fjármagni til matarkaupa og útreiknuðum hráefniskostnaði samkvæmt viðmiðunarmatseðli sem uppfyllir ráðleggingar Landlæknisembættis. Sé tekið tillit til að ekki hefur verið veitt sérstaklega fjármagn til hráefniskaupa fyrir leikskólastarfsfólk, sem matast með börnunum og að mögulega á eftir að verðbæta áætlaðan kostnað frá þeim tölum sem fram koma í skýrslunni, þá vantar jafnvel enn meira upp á að fjárhagsúthlutun dugi fyrir rétt samsettum matseðli á báðum skólastigum. Lögin tryggja réttindi barnaÍ grunnskólalögum er kveðið á um að matur í skólum skuli vera í samræmi við manneldismarkmið. Landlæknisembættið, fyrrum Lýðheilsustöð, hefur tekið saman ráðleggingar um mataræði með það að markmiði að koma í veg fyrir skort á næringarefnum, stuðla að jafnvægi á milli næringarefna, heilbrigðri líkamsþyngd og heilsusamlegu líferni. Úrræði skólanna eru takmörkuð Þessi munur á kostnaði vegna rétt samsettra máltíða og raunverulegu framlagi til hráefniskaupa býður upp á vangaveltur um það hvort börn séu annaðhvort ekki að fá nóg að borða eða verið sé að bjóða þeim í of miklum mæli upp á máltíðir sem innihalda til dæmis ódýr kolvetni (pasta, spaghettí og hrísgrjón), fisk- og kjötbollur sem innihalda að mestu mjöl, innmat og svo framvegis á kostnað dýrari valkosta á borð við kjöt, fisk, grænmeti og ávexti. Sé það ekki raunin, er þá það sem upp á vantar tekið af öðrum rekstrarliðum? Er þá verið að rýra þjónustu við börn á öðrum sviðum? Eða fara skólar fram úr fjárhagsáætlun til að fjármagna matarinnkaup? Ljóst er að þetta reikningsdæmi gengur að minnsta kosti ekki upp. Tryggja þarf fé fyrir rétt samsettum skólamáltíðumÍ ljósi þess að flest leikskólabörn og yngstu grunnskólabörnin eru a.m.k. 8 tíma á dag í skólanum, þá þurfa þau að fá 70% af orku- og næringarefnaþörf líkamans í gegnum máltíðir sem skólinn veitir samkvæmt ráðleggingum Landlæknisembættisins. Sömu ráðleggingar kveða á um að skólamáltíð í grunnskóla ásamt morgunbita á nestistíma ætti að veita um þriðjung orku- og næringarefnaþarfar barna og unglinga. Það er sérstaklega mikilvægt að skólum og leikskólum sé tryggt nægt fjármagn til þess að geta boðið upp á heilsusamlegar og rétt samsettar máltíðir sem uppfylla næringarþarfir barna og unglinga. Við hvetjum Reykjavíkurborg til að tryggja næga fjármuni til hráefniskaupa og foreldra til að fylgjast með hvort þeirra leik- eða grunnskóli hafi nægt fjármagn til að bjóða upp á rétt samsettar máltíðir. Umrædda skýrslu má finna á heimasíðum samtaka leik- og grunnskólaforeldra, www.bornin okkar.is og www.samfok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Á fundi skóla- og frístundaráðs miðvikudaginn 24. október síðastliðinn var kynnt skýrsla starfshóps sem skoðaði meðal annars rekstur mötuneyta í grunnskólum og leikskólum Reykjavíkurborgar. Margt er gott í þessari skýrslu. Til dæmis má nefna nokkuð nákvæma greiningu á matarkostnaði og samanburð á ýmsum valkostum í rekstri mötuneyta. Auk þess var útbúinn þjónustustaðall þar sem meðal annars kemur fram hvernig ber að fara eftir ráðleggingum Landlæknisembættis um máltíðir í skólum og leikskólum. Fjármagnið dugar ekki fyrir rétt samsettum skólamáltíðumNokkrar áhugaverðar upplýsingar koma fram í skýrslunni sem ástæða er til að skoða nánar. Í skýrslu starfshópsins er tekinn saman matseðill sem uppfyllir manneldismarkmið og hráefniskostnaður reiknaður út frá honum. Kostnaður við máltíð á hvert barn á dag er þar áætlaður á verðbilinu 315–388 krónur. Hins vegar gerði fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2012, ráð fyrir mun lægri upphæð eða kr. 221 á dag fyrir grunnskólabarn og kr. 274 á dag fyrir leikskólabarn. Í leikskólum þarf upphæðin að duga fyrir þremur máltíðum á dag auk ávaxtastundar en einni máltíð í grunnskólum. Það er verulegt áhyggjuefni hve miklu munar á úthlutuðu fjármagni til matarkaupa og útreiknuðum hráefniskostnaði samkvæmt viðmiðunarmatseðli sem uppfyllir ráðleggingar Landlæknisembættis. Sé tekið tillit til að ekki hefur verið veitt sérstaklega fjármagn til hráefniskaupa fyrir leikskólastarfsfólk, sem matast með börnunum og að mögulega á eftir að verðbæta áætlaðan kostnað frá þeim tölum sem fram koma í skýrslunni, þá vantar jafnvel enn meira upp á að fjárhagsúthlutun dugi fyrir rétt samsettum matseðli á báðum skólastigum. Lögin tryggja réttindi barnaÍ grunnskólalögum er kveðið á um að matur í skólum skuli vera í samræmi við manneldismarkmið. Landlæknisembættið, fyrrum Lýðheilsustöð, hefur tekið saman ráðleggingar um mataræði með það að markmiði að koma í veg fyrir skort á næringarefnum, stuðla að jafnvægi á milli næringarefna, heilbrigðri líkamsþyngd og heilsusamlegu líferni. Úrræði skólanna eru takmörkuð Þessi munur á kostnaði vegna rétt samsettra máltíða og raunverulegu framlagi til hráefniskaupa býður upp á vangaveltur um það hvort börn séu annaðhvort ekki að fá nóg að borða eða verið sé að bjóða þeim í of miklum mæli upp á máltíðir sem innihalda til dæmis ódýr kolvetni (pasta, spaghettí og hrísgrjón), fisk- og kjötbollur sem innihalda að mestu mjöl, innmat og svo framvegis á kostnað dýrari valkosta á borð við kjöt, fisk, grænmeti og ávexti. Sé það ekki raunin, er þá það sem upp á vantar tekið af öðrum rekstrarliðum? Er þá verið að rýra þjónustu við börn á öðrum sviðum? Eða fara skólar fram úr fjárhagsáætlun til að fjármagna matarinnkaup? Ljóst er að þetta reikningsdæmi gengur að minnsta kosti ekki upp. Tryggja þarf fé fyrir rétt samsettum skólamáltíðumÍ ljósi þess að flest leikskólabörn og yngstu grunnskólabörnin eru a.m.k. 8 tíma á dag í skólanum, þá þurfa þau að fá 70% af orku- og næringarefnaþörf líkamans í gegnum máltíðir sem skólinn veitir samkvæmt ráðleggingum Landlæknisembættisins. Sömu ráðleggingar kveða á um að skólamáltíð í grunnskóla ásamt morgunbita á nestistíma ætti að veita um þriðjung orku- og næringarefnaþarfar barna og unglinga. Það er sérstaklega mikilvægt að skólum og leikskólum sé tryggt nægt fjármagn til þess að geta boðið upp á heilsusamlegar og rétt samsettar máltíðir sem uppfylla næringarþarfir barna og unglinga. Við hvetjum Reykjavíkurborg til að tryggja næga fjármuni til hráefniskaupa og foreldra til að fylgjast með hvort þeirra leik- eða grunnskóli hafi nægt fjármagn til að bjóða upp á rétt samsettar máltíðir. Umrædda skýrslu má finna á heimasíðum samtaka leik- og grunnskólaforeldra, www.bornin okkar.is og www.samfok.is.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun