Mikilvægar ákvarðanir Guðjón Sigurbjartsson skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Fjöldi íslenskra heimila er í alvarlegum fjárhagsvanda, rúmlega 27.000 einstaklingar á vanskilaskrá og fer fjölgandi. Tugir þúsunda til viðbótar hafa glatað eigin fé í eignum sínum og sjá fram á erfiðar afborganir af verðtryggðum lánum næstu áratugi. Hvað er til ráða? Hvernig getum við bætt hag heimilanna verulega og þegar fram í sækir bætt lífskjör okkar þannig að þau verði ekki síðri en hjá þeim nágrannaþjóðum sem betur mega sín? Það er í rauninni aðallega tvennt sem kemur til greina til að bæta hag heimilanna, það er að auka tekjur og lækka útgjöld. Auknar meðaltekjur heimilanna fást aðeins með aukinni þjóðarframleiðslu. Undanfarin 30 ár höfum við dregist aftur úr nágrannaþjóðum okkar, Norðurlöndunum og Bretlandi, um 0,4% á ári að jafnaði. Þjóðarframleiðslan hjá okkur hefur aukist um 1,4% að meðaltali en hefði þurft að aukast um 1,7% til að halda í við þessar þjóðir. Hvernig getum við aukið þjóðarframleiðsluna hraðar en verið hefur? Sjávarútvegur og orkufrekur iðnaður geta ekki vaxið mikið úr þessu. Vöxturinn verður í nýjum útflutningsatvinnugreinum. Eftir 20 ár þurfa þær að standa undir 50% þjóðarframleiðslunnar ef við eigum að halda í við nágrannaþjóðirnar. Ferðaþjónusta stendur nú þegar undir 20%. Hátækniiðnaður, svo sem hjá Marel, Össur og Actavis, skapandi starfsemi, svo sem hjá tölvuleikjaframleiðandanum CCP, og kvikmyndaiðnaður eins og Saga film og Truenorth geta vaxið. Til þess að svo verði þarf að búa þeim hér gott starfsumhverfi. Mestu skiptir fyrir þau stöðugleiki, traustur gjaldmiðill, hóflegt vaxtastig, hagstætt verðlag og aðgangur að vel menntuðu starfsfólki. Á undanförnum árum hafa flest ofangreind fyrirtæki vaxið meira erlendis en hér vegna þess að umhverfið hér hefur ekki verið hagfellt. Þessu þarf að breyta og það tekst vart án ESB og evrunnar enda fylgja forráðamenn flestallra þessara fyrirtækja inngöngu í Evrópusambandið. Ef bæta á starfsumhverfi fyrir ný fyrirtæki sem bera þurfa uppi hagvöxtinn gengur ekki að draga ESB-umsóknina til baka. Lækkum útgjöld Þá er það hin hliðin, lækkun útgjalda heimila. Hvernig má lækka þau að gagni? Við lítum öll í eigin barm þegar herðir að og getum flest lækkað okkar daglegu útgjöld nokkuð og höfum verið að gera það. Sum útgjöld er reyndar ekki hægt að lækka að ráði. Vonir margra standa til að hluti af hækkun verðtryggðra lána frá hruni verði felldur niður. Hvort sem það verður eða ekki þurfa önnur útgjöld heimilanna að lækka. Síðar þegar afkoma ríkissjóðs hefur skánað verður hægt að lækka skatta og það mun örva hagvöxt. Sú útgjaldalækkun heimila sem stjórnmálin geta staðið fyrir er að taka á útgjaldaliðum er tengjast landbúnaðinum. Hann er að talsverðu leyti ósjálfbær og þrífst í skjóli innflutningshafta og styrkja, skapar aðeins 1,3% landsframleiðslunnar. Það má stórlækka útgjöld heimilanna með því að opna á innflutning landbúnaðarafurða og minnka styrki til greinarinnar. Þetta myndi lækka útgjöld meðalfjölskyldu í kringum 100 þús. kr. á mánuði vegna lægri skatta, lækkunar matvælaverðs, minni hækkunar vísitölutryggðra lána og lægri vaxta ef evran verður tekin upp. Þetta yrði mikið átak, sem yrði að undirbúa vel. Meðal þess sem þyrfti að passa upp á er að hafa tiltæka áætlun til að aðstoða bændur sem missa tekjur og sitja uppi með verðminni eignir að koma undir sig fótunum með nýjum hætti. Vaxandi ferðaþjónusta býður upp á mörg tækifæri, það þarf víða að taka til hendinni og sjálfsagt að nýta vinnuaflið sem losnar úr læðingi til gagnlegra verka sem koma heildinni til góða. Ef við förum þessa leið, að taka á liðum er tengjast landbúnaðinum, verður samningagerðin við ESB auðveldari en ella og evran innan seilingar. Það verður þá lítið því til fyrirstöðu að setja aukinn þunga í aðildarumsóknina og bæta með því skilyrði nýju atvinnugreinanna sem verða að vera helsta undirstaða bættra lífskjara í framtíðinni. Staða okkar er erfið og mun ekki batna nema að við tökum réttar ákvarðanir. Nú er verið að velja fólk á lista stjórnmálaflokkanna. Kjósendur ættu að hafa þetta í huga þegar þeir velja sína fulltrúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjöldi íslenskra heimila er í alvarlegum fjárhagsvanda, rúmlega 27.000 einstaklingar á vanskilaskrá og fer fjölgandi. Tugir þúsunda til viðbótar hafa glatað eigin fé í eignum sínum og sjá fram á erfiðar afborganir af verðtryggðum lánum næstu áratugi. Hvað er til ráða? Hvernig getum við bætt hag heimilanna verulega og þegar fram í sækir bætt lífskjör okkar þannig að þau verði ekki síðri en hjá þeim nágrannaþjóðum sem betur mega sín? Það er í rauninni aðallega tvennt sem kemur til greina til að bæta hag heimilanna, það er að auka tekjur og lækka útgjöld. Auknar meðaltekjur heimilanna fást aðeins með aukinni þjóðarframleiðslu. Undanfarin 30 ár höfum við dregist aftur úr nágrannaþjóðum okkar, Norðurlöndunum og Bretlandi, um 0,4% á ári að jafnaði. Þjóðarframleiðslan hjá okkur hefur aukist um 1,4% að meðaltali en hefði þurft að aukast um 1,7% til að halda í við þessar þjóðir. Hvernig getum við aukið þjóðarframleiðsluna hraðar en verið hefur? Sjávarútvegur og orkufrekur iðnaður geta ekki vaxið mikið úr þessu. Vöxturinn verður í nýjum útflutningsatvinnugreinum. Eftir 20 ár þurfa þær að standa undir 50% þjóðarframleiðslunnar ef við eigum að halda í við nágrannaþjóðirnar. Ferðaþjónusta stendur nú þegar undir 20%. Hátækniiðnaður, svo sem hjá Marel, Össur og Actavis, skapandi starfsemi, svo sem hjá tölvuleikjaframleiðandanum CCP, og kvikmyndaiðnaður eins og Saga film og Truenorth geta vaxið. Til þess að svo verði þarf að búa þeim hér gott starfsumhverfi. Mestu skiptir fyrir þau stöðugleiki, traustur gjaldmiðill, hóflegt vaxtastig, hagstætt verðlag og aðgangur að vel menntuðu starfsfólki. Á undanförnum árum hafa flest ofangreind fyrirtæki vaxið meira erlendis en hér vegna þess að umhverfið hér hefur ekki verið hagfellt. Þessu þarf að breyta og það tekst vart án ESB og evrunnar enda fylgja forráðamenn flestallra þessara fyrirtækja inngöngu í Evrópusambandið. Ef bæta á starfsumhverfi fyrir ný fyrirtæki sem bera þurfa uppi hagvöxtinn gengur ekki að draga ESB-umsóknina til baka. Lækkum útgjöld Þá er það hin hliðin, lækkun útgjalda heimila. Hvernig má lækka þau að gagni? Við lítum öll í eigin barm þegar herðir að og getum flest lækkað okkar daglegu útgjöld nokkuð og höfum verið að gera það. Sum útgjöld er reyndar ekki hægt að lækka að ráði. Vonir margra standa til að hluti af hækkun verðtryggðra lána frá hruni verði felldur niður. Hvort sem það verður eða ekki þurfa önnur útgjöld heimilanna að lækka. Síðar þegar afkoma ríkissjóðs hefur skánað verður hægt að lækka skatta og það mun örva hagvöxt. Sú útgjaldalækkun heimila sem stjórnmálin geta staðið fyrir er að taka á útgjaldaliðum er tengjast landbúnaðinum. Hann er að talsverðu leyti ósjálfbær og þrífst í skjóli innflutningshafta og styrkja, skapar aðeins 1,3% landsframleiðslunnar. Það má stórlækka útgjöld heimilanna með því að opna á innflutning landbúnaðarafurða og minnka styrki til greinarinnar. Þetta myndi lækka útgjöld meðalfjölskyldu í kringum 100 þús. kr. á mánuði vegna lægri skatta, lækkunar matvælaverðs, minni hækkunar vísitölutryggðra lána og lægri vaxta ef evran verður tekin upp. Þetta yrði mikið átak, sem yrði að undirbúa vel. Meðal þess sem þyrfti að passa upp á er að hafa tiltæka áætlun til að aðstoða bændur sem missa tekjur og sitja uppi með verðminni eignir að koma undir sig fótunum með nýjum hætti. Vaxandi ferðaþjónusta býður upp á mörg tækifæri, það þarf víða að taka til hendinni og sjálfsagt að nýta vinnuaflið sem losnar úr læðingi til gagnlegra verka sem koma heildinni til góða. Ef við förum þessa leið, að taka á liðum er tengjast landbúnaðinum, verður samningagerðin við ESB auðveldari en ella og evran innan seilingar. Það verður þá lítið því til fyrirstöðu að setja aukinn þunga í aðildarumsóknina og bæta með því skilyrði nýju atvinnugreinanna sem verða að vera helsta undirstaða bættra lífskjara í framtíðinni. Staða okkar er erfið og mun ekki batna nema að við tökum réttar ákvarðanir. Nú er verið að velja fólk á lista stjórnmálaflokkanna. Kjósendur ættu að hafa þetta í huga þegar þeir velja sína fulltrúa.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun