Grotnandi safn í kössum Ágúst H. Bjarnason skrifar 11. október 2012 00:00 Fyrir rúmu ári skoraði ég opinberlega á stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifélags að rifta samningi þess við hið opinbera um byggingu náttúrugripasafns vegna vanefnda (Mbl. 14./9. 11). Nú eru liðin 65 ár frá því, að ríkið tók í sínar hendur öll gögn og gæði félagsins með loforði um að reisa veglegt safn. Náttúrufræðistofnun Íslands var komið á fót, en safn félagsins koðnaði niður í höndum hennar. Hörmungarsaga þessa máls er orðin löng og löngu orðið ljóst, að vilji hins opinbera er enginn. Fyrir fáum árum var Náttúrufræðistofnun flutt til umhverfisráðuneytis og stofnað Náttúruminjasafn Íslands undir forræði menntamálaráðuneytis. Til málamynda var safninu holað niður við Túngötu og síðar í Loftskeytastöðinni gömlu við Suðurgötu. Nýverið var svo tilkynnt, að unnið væri að því að pakka öllu niður eina ferðina enn og setja í geymslur. Forstjóri safnsins er farinn frá, en þjóðminjaverði ætlað að standa yfir moldum þess, þó að hann hafi enga þekkingu á söfnun og varðveizlu náttúrugripa. Það kemur alls ekki á óvart, að þýzk stofnun, Senckenberg Gesellschaft für Naturforschung, sem reiddi af hendi hundruð sýna af sjávarlífverum (sjá Fréttab. 29.9.12), hefur nú krafizt þess að fá þau í hendur aftur, því að þar á bæ hafa menn augljóslega engan áhuga á því, að þau séu læst niðri í kistum um ókomin ár. Söfnun á þessum sýnum kostaði milljónir króna. Þegar Náttúruminjasafn var stofnað 2007 og sýningarskyldu létt af Náttúrufræðistofnun voru gerð mikil mistök við lagasetningu. Hvorugri stofnuninni voru sett nægilega skýr verkefni og margt hangir í lausu lofti. Eðlilegast hefði verið, að Náttúruminjasafn fengi að dafna á eigin forsendum, en óskýr ákvæði laga um afhendingu muna úr gamla safni Náttúrufræðifélagsins eru ósvinna og hafa hamlað starfsemi. Þá vakti það ekki síður furðu síðsumars 2010, að umhverfisráðherra hafði afskipti af hvalreka norður á Skaga og lét það mál í hendur Náttúrufræðistofnun í bága við meginhugsun safnalaga. Náttúruminjasöfn um allan heim hafa rannsóknir í flokkunarfræði að megin viðfangsefni, enda fær ekkert safn þrifizt án raunverulegra rannsókna. Það átti því að flytja allar flokkunarrannsóknir á dýrum, sveppum og plöntum yfir til Náttúruminjasafns. Ætli það sé ekki nærri lagi, að þeir séu aðeins þrír sem sinna slíkum störfum nú á Náttúrufræðistofnun, það er í fléttufræði, sveppafræði og skordýrum. Athuganir á mosum hafa legið niðri í nærri áratug, en háplöntum og þörungum hefur aldrei verið sinnt að gagni. Fulltrúi stofnunarinnar í norrænu flóruverkefni, Flora Nordica, er á níræðisaldri, og sýnir það bezt að ekki er hugsað til mikilla tilþrifa í þeirri grein. Flestir líffræðingar á Náttúrufræðistofnun fást við umhverfisverkefni. Rannsóknir í flokkunarfræði fara að einhverju leyti fram á öðrum stofnunum, Hafrannsóknastofnun, Veiðimálastofnun og víðar, og hefði verið kjörið að sameina allar slíkar rannsóknir á einn stað fyrir miðlægan gagnagrunn. Margvísleg önnur rök eru og fyrir því að flytja flokkunarfræði alla í sömu deild. Það hefði mátt ætla, að eitt af verkefnum Náttúrufræðistofnunar á sviði jarðfræði væri að gefa út jarðfræðikort. En það voru Íslenskar orkurannsóknir, sem gáfu út sérlega vandað jarðfræðikort af Suðvesturlandi í fyrra. Það er örugglega um verulega skörun verkefna að ræða meðal stofnana hins opinbera, sem kostar skattborgara stórfé. Á hinn bóginn hefði verið skynsamlegt að flytja steinda- og bergfræði til Náttúruminjasafns. Í annan stað átti undanbragðalaust við aðskilnaðinn að flytja yfir til Náttúruminjasafns alla muni og bækur, sem tilheyrðu Náttúrufræðifélaginu 1947. Þetta eru hinar raunverulegu eigur Náttúruminjasafns. Félagið afhenti þær ríkinu með ákveðnum skilyrðum, og hefur hið opinbera engan rétt á að ráðstafa þeim eftir geðþótta. Ríkisendurskoðandi komst einnig að þessari niðurstöðu í áliti sínu. Málefni Náttúruminjasafns eru nú komin í hnút, sem erfitt verður að greiða úr. Samskipti á milli þess og Náttúrufræðistofnunar hafa verið stirð, ef dæma má af blaðafregnum þar um. Þá er alltaf hætta á, að stjórnmálamenn reyni að leysa mál með því að hygla öðrum og kæmi engum á óvart, að reynt verði að finna einhverjar lausnir til málamynda og lappa upp á bágan fjárhag annarra með því að leigja aðstöðu til bráðabirgða eins og jafnan áður. Þannig starfa pólitíkusar. Stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifélags getur ekki lengur skellt skollaeyrum við ófremdarástandi í málum Náttúruminjasafns. Henni ber að fá samninginn frá 1947 dæmdan ógildan vegna vanefnda og endurheimta allar eigur sínar að nýju. Það verður að leita nýrra leiða. Grasasafn Stefáns Stefánssonar, Helga Jónssonar og fleiri, dýrasafn frá Bjarna Sæmundssyni og fjöldi annarra sýna hafa legið vanrækt í fjölda ára og hætt við að þessi söfn liggi undir skemmdum, ef sumt er ekki þegar ónýtt. Í raun eru þetta þjóðargersemar, ígildi mikilla listaverka. Að pakka Náttúruminjasafni Íslands enn einu sinni niður lýsir fullkominni uppgjöf, óvisku og forsmán í garð þessa málefnis af hálfu menntamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári skoraði ég opinberlega á stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifélags að rifta samningi þess við hið opinbera um byggingu náttúrugripasafns vegna vanefnda (Mbl. 14./9. 11). Nú eru liðin 65 ár frá því, að ríkið tók í sínar hendur öll gögn og gæði félagsins með loforði um að reisa veglegt safn. Náttúrufræðistofnun Íslands var komið á fót, en safn félagsins koðnaði niður í höndum hennar. Hörmungarsaga þessa máls er orðin löng og löngu orðið ljóst, að vilji hins opinbera er enginn. Fyrir fáum árum var Náttúrufræðistofnun flutt til umhverfisráðuneytis og stofnað Náttúruminjasafn Íslands undir forræði menntamálaráðuneytis. Til málamynda var safninu holað niður við Túngötu og síðar í Loftskeytastöðinni gömlu við Suðurgötu. Nýverið var svo tilkynnt, að unnið væri að því að pakka öllu niður eina ferðina enn og setja í geymslur. Forstjóri safnsins er farinn frá, en þjóðminjaverði ætlað að standa yfir moldum þess, þó að hann hafi enga þekkingu á söfnun og varðveizlu náttúrugripa. Það kemur alls ekki á óvart, að þýzk stofnun, Senckenberg Gesellschaft für Naturforschung, sem reiddi af hendi hundruð sýna af sjávarlífverum (sjá Fréttab. 29.9.12), hefur nú krafizt þess að fá þau í hendur aftur, því að þar á bæ hafa menn augljóslega engan áhuga á því, að þau séu læst niðri í kistum um ókomin ár. Söfnun á þessum sýnum kostaði milljónir króna. Þegar Náttúruminjasafn var stofnað 2007 og sýningarskyldu létt af Náttúrufræðistofnun voru gerð mikil mistök við lagasetningu. Hvorugri stofnuninni voru sett nægilega skýr verkefni og margt hangir í lausu lofti. Eðlilegast hefði verið, að Náttúruminjasafn fengi að dafna á eigin forsendum, en óskýr ákvæði laga um afhendingu muna úr gamla safni Náttúrufræðifélagsins eru ósvinna og hafa hamlað starfsemi. Þá vakti það ekki síður furðu síðsumars 2010, að umhverfisráðherra hafði afskipti af hvalreka norður á Skaga og lét það mál í hendur Náttúrufræðistofnun í bága við meginhugsun safnalaga. Náttúruminjasöfn um allan heim hafa rannsóknir í flokkunarfræði að megin viðfangsefni, enda fær ekkert safn þrifizt án raunverulegra rannsókna. Það átti því að flytja allar flokkunarrannsóknir á dýrum, sveppum og plöntum yfir til Náttúruminjasafns. Ætli það sé ekki nærri lagi, að þeir séu aðeins þrír sem sinna slíkum störfum nú á Náttúrufræðistofnun, það er í fléttufræði, sveppafræði og skordýrum. Athuganir á mosum hafa legið niðri í nærri áratug, en háplöntum og þörungum hefur aldrei verið sinnt að gagni. Fulltrúi stofnunarinnar í norrænu flóruverkefni, Flora Nordica, er á níræðisaldri, og sýnir það bezt að ekki er hugsað til mikilla tilþrifa í þeirri grein. Flestir líffræðingar á Náttúrufræðistofnun fást við umhverfisverkefni. Rannsóknir í flokkunarfræði fara að einhverju leyti fram á öðrum stofnunum, Hafrannsóknastofnun, Veiðimálastofnun og víðar, og hefði verið kjörið að sameina allar slíkar rannsóknir á einn stað fyrir miðlægan gagnagrunn. Margvísleg önnur rök eru og fyrir því að flytja flokkunarfræði alla í sömu deild. Það hefði mátt ætla, að eitt af verkefnum Náttúrufræðistofnunar á sviði jarðfræði væri að gefa út jarðfræðikort. En það voru Íslenskar orkurannsóknir, sem gáfu út sérlega vandað jarðfræðikort af Suðvesturlandi í fyrra. Það er örugglega um verulega skörun verkefna að ræða meðal stofnana hins opinbera, sem kostar skattborgara stórfé. Á hinn bóginn hefði verið skynsamlegt að flytja steinda- og bergfræði til Náttúruminjasafns. Í annan stað átti undanbragðalaust við aðskilnaðinn að flytja yfir til Náttúruminjasafns alla muni og bækur, sem tilheyrðu Náttúrufræðifélaginu 1947. Þetta eru hinar raunverulegu eigur Náttúruminjasafns. Félagið afhenti þær ríkinu með ákveðnum skilyrðum, og hefur hið opinbera engan rétt á að ráðstafa þeim eftir geðþótta. Ríkisendurskoðandi komst einnig að þessari niðurstöðu í áliti sínu. Málefni Náttúruminjasafns eru nú komin í hnút, sem erfitt verður að greiða úr. Samskipti á milli þess og Náttúrufræðistofnunar hafa verið stirð, ef dæma má af blaðafregnum þar um. Þá er alltaf hætta á, að stjórnmálamenn reyni að leysa mál með því að hygla öðrum og kæmi engum á óvart, að reynt verði að finna einhverjar lausnir til málamynda og lappa upp á bágan fjárhag annarra með því að leigja aðstöðu til bráðabirgða eins og jafnan áður. Þannig starfa pólitíkusar. Stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifélags getur ekki lengur skellt skollaeyrum við ófremdarástandi í málum Náttúruminjasafns. Henni ber að fá samninginn frá 1947 dæmdan ógildan vegna vanefnda og endurheimta allar eigur sínar að nýju. Það verður að leita nýrra leiða. Grasasafn Stefáns Stefánssonar, Helga Jónssonar og fleiri, dýrasafn frá Bjarna Sæmundssyni og fjöldi annarra sýna hafa legið vanrækt í fjölda ára og hætt við að þessi söfn liggi undir skemmdum, ef sumt er ekki þegar ónýtt. Í raun eru þetta þjóðargersemar, ígildi mikilla listaverka. Að pakka Náttúruminjasafni Íslands enn einu sinni niður lýsir fullkominni uppgjöf, óvisku og forsmán í garð þessa málefnis af hálfu menntamálaráðherra.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun