Held markmiðum sumarsins fyrir sjálfa mig Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. maí 2012 06:00 Guðrún Brá verður væntanlega öflug á mótum sumarsins.fréttablaðið/gva „Það verður nóg að gera í sumar og þetta verður spennandi ár," sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG en ætlar að vera með á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem hefst í dag á Hólmsvelli í Leiru. Birgir, sem hefur fjórum sinnum fagnað sigri á Íslandsmótinu í höggleik mun leggja höfuðáherslu á mótin sem honum standa til boða á áskorendamótaröð Evrópu, sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Evrópu. „Með því að skrá mig í mótið er ég að koma mér í keppniseinbeitinguna sem hefur aðeins skort upp á. Það verður markmiðið að fara í Keflavík og halda einbeitingunni þrátt fyrir að veðrið verði kannski brjálað," sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili í Hafnarfirði er á meðal bestu kylfinga landsins og hún byrjaði keppnistímabilið með miklum látum um s.l. helgi á unglingamótaröð Arion banka. Guðrún, sem er 18 ára, setti nýtt vallarmet á Garðavelli á Akranesi þar sem hún lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari. Guðrún er til alls líkleg á Eimskipsmótaröðinni í sumar en hún er á meðal keppenda á Hólmsvelli í Leiru um helgina. „Ég er með skýr markmið fyrir sumarið en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Ég ætla að reyna að halda þeirri forgjöf sem ég er með í dag. Það hefur verið markmið að komast niður fyrir 0 í forgjöf. Það gekk nánast allt upp á hringnum á Garðavelli þar sem ég setti vallarmetið," sagði Guðrún Brá en hún sigraði á fyrsta stigamóti ársins í fyrra. Alls eru 113 kylfingar skráðir til leiks í karlaflokknum og 26 í kvennaflokknum. Sú nýbreytni verður á Eimskipsmótaröðinni í sumar að öll höggleiksmótin verða 54 holur og verður keppendum fækkað að loknum öðrum keppnisdegi. Þessi breyting er gerð til þess að mótin telji til stiga á heimslista áhugakylfinga. Golf Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
„Það verður nóg að gera í sumar og þetta verður spennandi ár," sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG en ætlar að vera með á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem hefst í dag á Hólmsvelli í Leiru. Birgir, sem hefur fjórum sinnum fagnað sigri á Íslandsmótinu í höggleik mun leggja höfuðáherslu á mótin sem honum standa til boða á áskorendamótaröð Evrópu, sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Evrópu. „Með því að skrá mig í mótið er ég að koma mér í keppniseinbeitinguna sem hefur aðeins skort upp á. Það verður markmiðið að fara í Keflavík og halda einbeitingunni þrátt fyrir að veðrið verði kannski brjálað," sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili í Hafnarfirði er á meðal bestu kylfinga landsins og hún byrjaði keppnistímabilið með miklum látum um s.l. helgi á unglingamótaröð Arion banka. Guðrún, sem er 18 ára, setti nýtt vallarmet á Garðavelli á Akranesi þar sem hún lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari. Guðrún er til alls líkleg á Eimskipsmótaröðinni í sumar en hún er á meðal keppenda á Hólmsvelli í Leiru um helgina. „Ég er með skýr markmið fyrir sumarið en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Ég ætla að reyna að halda þeirri forgjöf sem ég er með í dag. Það hefur verið markmið að komast niður fyrir 0 í forgjöf. Það gekk nánast allt upp á hringnum á Garðavelli þar sem ég setti vallarmetið," sagði Guðrún Brá en hún sigraði á fyrsta stigamóti ársins í fyrra. Alls eru 113 kylfingar skráðir til leiks í karlaflokknum og 26 í kvennaflokknum. Sú nýbreytni verður á Eimskipsmótaröðinni í sumar að öll höggleiksmótin verða 54 holur og verður keppendum fækkað að loknum öðrum keppnisdegi. Þessi breyting er gerð til þess að mótin telji til stiga á heimslista áhugakylfinga.
Golf Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira