Pottur talinn brotinn í skráningu Facebook 25. maí 2012 07:30 Almenningshlutafélagið Facebook er nú undir smásjá fjármálaeftirlits í Bandaríkjunum vegna gruns um að fjárfestum hafi verið mismunað í útboði á bréfum félagsins. Fréttablaðið/AP Kærumál streyma inn vegna vandræðagangs við markaðsskráningu Facebook. Hafin er rannsókn á því hvort fjárfestingarbankinn Morgan Stanley hafi mismunað fjárfestum í hlutafjárútboði og upplýst suma um neikvæða matsskýrslu.Hvað veldur vandræðum Facebook? Gengi hlutabréfa í Facebook hækkaði lítillega síðustu tvo daga, eftir hrun fyrstu tvo dagana á markaði, á mánudag og þriðjudag. Bréfin voru fyrst tekin til viðskipta síðasta föstudag. Vegna þess hve mikill vandræðagangur er orðinn tengdur markaðsskráningu Facebook er hins vegar vafamál hvor máltæki um að „fall sé fararheill“ geti átt við um bréf fyrirtækisins. Þannig eru tæknileg mistök í upplýsingagjöf Nasdaq-kauphallarinnar bandarísku á föstudag sögð hafa átt þátt í að fjöldasala brast á bréf félagsins í viðskiptum mánudagsins sem nærri því hafi endað í „áhlaupi“ á bréfin. Um það er fjallað í Daily Mail í Bretlandi í gær að vegna hálftíma tafar sem varð á upphafi viðskipta með bréf Facebook á föstudagsmorguninn hafi ekki tekist að ganga frá öllum hlutabréfaviðskiptum sem áttu að eiga sér stað á fyrsta gengi dagsins, 42 dölum á hlut. Kauphöllin hafi svo á mánudagsmorgun sent frá sér tilkynningu um að fjárfestum, sem vegna þessa hafi ekki tekist að selja bréf sín, yrði bættur skaðinn ef þeir gerðu kröfu um það fyrir hádegi á mánudag. Viðskiptastöðin CNBC sagði þetta hafa leitt til fjöldasölu fjárfesta sem ætluðu sér að sækja bætur til Nasdaq og ýtt undir verðfall bréfanna. Upphafsraunum Facebook á markaði var þó ekki lokið þarna. Síðla dags á mánudag bárust af því fregnir að fjárfestingarbankinn Morgan Stanley, sem ábyrgðist skráninguna fyrir Facebook, hafi skömmu fyrir skráninguna endurskoðað og dregið saman hagnaðarspá Facebook. Þær upplýsingar kynnu hins vegar ekki að hafa ratað til allra fjárfesta. Í kjölfarið hefur verðbréfaeftirlitið bandaríska hafið rannsókn á því hvort fjárfestum kunni að hafa verið mismunað í útboðinu. Í gær höfðaði svo hópur hluthafa mál á hendur Facebook, framkvæmdastjórn fyrirtækisins og Morgan Stanley. Málið er höfðað fyrir dómstólum í New York, en hluthafahópurinn heldur því fram að útboðsgögn félagsins hafi innihaldið rangar fullyrðingar og sleppt mikilvægum staðreyndum, svo sem um „mikinn samdrátt í vexti tekna“ sem Facebook hafi gengið í gegnum á sama tíma og félagið var skráð á markað. Þetta segja hluthafarnir að hafi valið þeim skaða. Í tilkynningu frá Facebook í gær er málshöfðunin sögð tilhæfulaus, en Morgan Stanley vildi ekki tjá sig um hana. olikr@frettabladid.is Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Kærumál streyma inn vegna vandræðagangs við markaðsskráningu Facebook. Hafin er rannsókn á því hvort fjárfestingarbankinn Morgan Stanley hafi mismunað fjárfestum í hlutafjárútboði og upplýst suma um neikvæða matsskýrslu.Hvað veldur vandræðum Facebook? Gengi hlutabréfa í Facebook hækkaði lítillega síðustu tvo daga, eftir hrun fyrstu tvo dagana á markaði, á mánudag og þriðjudag. Bréfin voru fyrst tekin til viðskipta síðasta föstudag. Vegna þess hve mikill vandræðagangur er orðinn tengdur markaðsskráningu Facebook er hins vegar vafamál hvor máltæki um að „fall sé fararheill“ geti átt við um bréf fyrirtækisins. Þannig eru tæknileg mistök í upplýsingagjöf Nasdaq-kauphallarinnar bandarísku á föstudag sögð hafa átt þátt í að fjöldasala brast á bréf félagsins í viðskiptum mánudagsins sem nærri því hafi endað í „áhlaupi“ á bréfin. Um það er fjallað í Daily Mail í Bretlandi í gær að vegna hálftíma tafar sem varð á upphafi viðskipta með bréf Facebook á föstudagsmorguninn hafi ekki tekist að ganga frá öllum hlutabréfaviðskiptum sem áttu að eiga sér stað á fyrsta gengi dagsins, 42 dölum á hlut. Kauphöllin hafi svo á mánudagsmorgun sent frá sér tilkynningu um að fjárfestum, sem vegna þessa hafi ekki tekist að selja bréf sín, yrði bættur skaðinn ef þeir gerðu kröfu um það fyrir hádegi á mánudag. Viðskiptastöðin CNBC sagði þetta hafa leitt til fjöldasölu fjárfesta sem ætluðu sér að sækja bætur til Nasdaq og ýtt undir verðfall bréfanna. Upphafsraunum Facebook á markaði var þó ekki lokið þarna. Síðla dags á mánudag bárust af því fregnir að fjárfestingarbankinn Morgan Stanley, sem ábyrgðist skráninguna fyrir Facebook, hafi skömmu fyrir skráninguna endurskoðað og dregið saman hagnaðarspá Facebook. Þær upplýsingar kynnu hins vegar ekki að hafa ratað til allra fjárfesta. Í kjölfarið hefur verðbréfaeftirlitið bandaríska hafið rannsókn á því hvort fjárfestum kunni að hafa verið mismunað í útboðinu. Í gær höfðaði svo hópur hluthafa mál á hendur Facebook, framkvæmdastjórn fyrirtækisins og Morgan Stanley. Málið er höfðað fyrir dómstólum í New York, en hluthafahópurinn heldur því fram að útboðsgögn félagsins hafi innihaldið rangar fullyrðingar og sleppt mikilvægum staðreyndum, svo sem um „mikinn samdrátt í vexti tekna“ sem Facebook hafi gengið í gegnum á sama tíma og félagið var skráð á markað. Þetta segja hluthafarnir að hafi valið þeim skaða. Í tilkynningu frá Facebook í gær er málshöfðunin sögð tilhæfulaus, en Morgan Stanley vildi ekki tjá sig um hana. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira