Erlent

Getnaðarvarnarpilla fyrir karlmenn í sjónmáli

Vísindamenn eygja nú möguleika á því að þróa getnaðarvarnarpillu fyrir karlmenn. Genafræðingar við Edinborgarháskóla uppgötvuðu á dögunum genið Katnal 1 sem þeir segja að sé forsenda þess að líkaminn búi til sæði sem virki.

Í grein sem læknarnir hafa gefið út segja þeir að þetta þýði að hægt verði að þróa lyf sem trufli genið og þannig verði til getnaðarvörn fyrir karlmenn, sem hingað til hafa þurft að reiða sig á smokkinn eða hreinlega skurðaðgerð, vilji þeir ekki fjölga mannkyninu.

Málið er þó enn á frumstigi og því langt í að pillan fari í framleiðslu, ef af því verður á annað borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×