"varð ekki birt" Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar 22. nóvember 2011 06:00 Guðný Ýr Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar Daðasonar, mótmælir hér í Fréttablaðinu 19. nóvember því, sem ég segi um Sigfús í nýrri bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998. Þar ber ég í lokakafla stuttlega saman Jón úr Vör, sem mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, og Sigfús Daðason, sem gerði það ekki. Guðný Ýr kvartar undan því, að ég vitni ekki í heimildir. Það geri ég fyrr í bókinni, enda er þessi umsögn í lokakaflanum aðeins upprifjun á því og tilvísun til þess. Ég átti sérstaklega við nokkur atriði, sem nefnd eru í bókinni og Guðný Ýr getur því miður ekki um. Í fyrsta lagi var Sigfús Daðason þá ritstjóri Tímarits Máls og menningar, sem flutti lesendum sínum lof eitt um kommúnistaríkin. Í öðru lagi starfaði Sigfús Daðason þá hjá bókafélaginu Máli og menningu, sem Kremlverjar héldu beinlínis uppi með fjárstyrkjum, enda var það þeim hliðhollt. Í þriðja lagi réðst Sigfús Daðason harkalega 1959 á bók Borísar Pasternaks, Sívago lækni, eins og áróðursmenn Kremlverja gerðu þá um allan heim. Í fjórða lagi gagnrýndi Sigfús Daðason 1961 opinberlega flóttamanninn Tibor Merlay, sem hingað kom til að segja frá kúgun kommúnista í Ungverjalandi. Í fimmta lagi hafnaði Sigfús Daðason 1963 ritgerðum Arnórs Hannibalssonar í Tímarit Máls og menningar um kúgun kommúnista í Ráðstjórnarríkjunum og þjónkun íslenskra kommúnista við Kremlverja. Í sjötta lagi neitaði Sigfús Daðason að segja neitt opinberlega 1963 um uppgjör Halldórs K. Laxness við kommúnismann í Skáldatíma, þótt Morgunblaðið leitaði eftir því. Á sama tíma birti Jón úr Vör magnað kvæði gegn kúgun Kremlverja, „Lítil frétt í blaðinu". Ekkja Sigfúsar Daðasonar segir síðan í grein sinni frá því, sem ég vissi raunar fullvel fyrir, að til er handrit að grein eftir Sigfús, þar sem hann andmælir innrás Kremlverja í Tékkóslóvakíu 1968. Á greinina var skrifað „varð ekki birt". Með þessu staðfestir ekkjan mál mitt, svo að ekki þarf frekar vitnanna við. Sigfús Daðason treysti sér ekki til þess, þótt hann væri ritstjóri Tímarits Máls og menningar, að birta grein eftir sig um innrásina 1968 gegn vilja annarra ráðamanna Máls og menningar. Það var einmitt gegn slíkri þögn og slíkri þöggun, sem ég samdi bók mína. Grein Guðnýjar Ýrar er frekari staðfesting á því, hversu nauðsynlegt var að ráðast í það verk. Sem betur fer þurfti ekki að skrifa á handritið að bók minni „varð ekki birt". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Tengdar fréttir Hafa skal það sem sannara reynist Ég var stödd í bókabúð þegar mér datt í hug af rælni að skoða hvað Hannes Hólmsteinn Gissurarson segði um Sigfús Daðason í bók sinni Íslenskir kommúnistar. 19. nóvember 2011 15:00 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Guðný Ýr Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar Daðasonar, mótmælir hér í Fréttablaðinu 19. nóvember því, sem ég segi um Sigfús í nýrri bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998. Þar ber ég í lokakafla stuttlega saman Jón úr Vör, sem mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, og Sigfús Daðason, sem gerði það ekki. Guðný Ýr kvartar undan því, að ég vitni ekki í heimildir. Það geri ég fyrr í bókinni, enda er þessi umsögn í lokakaflanum aðeins upprifjun á því og tilvísun til þess. Ég átti sérstaklega við nokkur atriði, sem nefnd eru í bókinni og Guðný Ýr getur því miður ekki um. Í fyrsta lagi var Sigfús Daðason þá ritstjóri Tímarits Máls og menningar, sem flutti lesendum sínum lof eitt um kommúnistaríkin. Í öðru lagi starfaði Sigfús Daðason þá hjá bókafélaginu Máli og menningu, sem Kremlverjar héldu beinlínis uppi með fjárstyrkjum, enda var það þeim hliðhollt. Í þriðja lagi réðst Sigfús Daðason harkalega 1959 á bók Borísar Pasternaks, Sívago lækni, eins og áróðursmenn Kremlverja gerðu þá um allan heim. Í fjórða lagi gagnrýndi Sigfús Daðason 1961 opinberlega flóttamanninn Tibor Merlay, sem hingað kom til að segja frá kúgun kommúnista í Ungverjalandi. Í fimmta lagi hafnaði Sigfús Daðason 1963 ritgerðum Arnórs Hannibalssonar í Tímarit Máls og menningar um kúgun kommúnista í Ráðstjórnarríkjunum og þjónkun íslenskra kommúnista við Kremlverja. Í sjötta lagi neitaði Sigfús Daðason að segja neitt opinberlega 1963 um uppgjör Halldórs K. Laxness við kommúnismann í Skáldatíma, þótt Morgunblaðið leitaði eftir því. Á sama tíma birti Jón úr Vör magnað kvæði gegn kúgun Kremlverja, „Lítil frétt í blaðinu". Ekkja Sigfúsar Daðasonar segir síðan í grein sinni frá því, sem ég vissi raunar fullvel fyrir, að til er handrit að grein eftir Sigfús, þar sem hann andmælir innrás Kremlverja í Tékkóslóvakíu 1968. Á greinina var skrifað „varð ekki birt". Með þessu staðfestir ekkjan mál mitt, svo að ekki þarf frekar vitnanna við. Sigfús Daðason treysti sér ekki til þess, þótt hann væri ritstjóri Tímarits Máls og menningar, að birta grein eftir sig um innrásina 1968 gegn vilja annarra ráðamanna Máls og menningar. Það var einmitt gegn slíkri þögn og slíkri þöggun, sem ég samdi bók mína. Grein Guðnýjar Ýrar er frekari staðfesting á því, hversu nauðsynlegt var að ráðast í það verk. Sem betur fer þurfti ekki að skrifa á handritið að bók minni „varð ekki birt".
Hafa skal það sem sannara reynist Ég var stödd í bókabúð þegar mér datt í hug af rælni að skoða hvað Hannes Hólmsteinn Gissurarson segði um Sigfús Daðason í bók sinni Íslenskir kommúnistar. 19. nóvember 2011 15:00
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun