Viðskipti innlent

Forstjórinn bjartsýnn

Jón Trausti forstjóri Öskju er ánægður yfir því að fjárhagslegri endurskipulagningu bílaumboðsins er lokið og horfir bjartsýnn inn í árið. Fréttablaðið/Hari
Jón Trausti forstjóri Öskju er ánægður yfir því að fjárhagslegri endurskipulagningu bílaumboðsins er lokið og horfir bjartsýnn inn í árið. Fréttablaðið/Hari

Stofnendur bílaumboðsins Öskju hafa í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar keypt 35 prósenta hlut Landsbankans í fyrirtækinu. Kaupverð er trúnaðarmál. Auk Landsbankans var samið við Íslandsbanka, Lýsingu og SP Fjármögnun.

Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, segir fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins hafa tekist vel. „Við fengum mikinn stuðning frá framleiðendum. Bæði Mercedes Benz og Kia komu sérstaklega vel að málum og leystu til sín bíla sem höfðu verið pantaðir og seldu á öðrum mörkuðum,“ segir hann og bendir á að því til viðbótar hafi endurskipulagningin farið fram á sömu nótum og fjármálastofnanir bjóða lífvænlegum fyrirtækjum í dag.

Ólafur Ólafsson

Afkoma Öskju er í takt við samdrátt efnahagslífsins frá hruni; rekstrartekjur drógust verulega saman á árunum 2008 til og með 2010, samanlagt tap nam á árunum 2008 og 2009 um 700 milljónum króna eftir sextán milljóna króna hagnað árið 2007. Þá var bókfært eigið fé fyrirtækisins neikvætt um 418,6 milljónir króna í lok árs 2009.

Jón Trausti segir afkomuna mun betri í fyrra en undangengin tvö ár, starfsfólki hafi fjölgað í 55 og líti nýhafið ár ágætlega út. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×